Ricciardo: Ég vissi að við ættum að geta þetta Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. maí 2016 18:45 Þrír hröðustu menn dagsins: fh. Rosberg, Ricciardo og Hamilton. Vísir/Getty Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég vissi að við ættum að geta þetta. Ég fann það líka í Barselóna að ég átti meira inni svo ég hafði mikla trú á því að ég ætti að geta náð góðum árangri hér,“ sagði Ricciardo eftir tímatökuna. Ricciardo mun ræsa á ofur mjúkum dekkjum og ætti því að geta keyrt lengra inn í keppnina á morgun en Mercedes til að mynda, áður en hann tekur þjónustuhlé. Mercedes mun hefja keppnina á últra-mjúkum dekkjum. „Daniel var bara snöggur í dag og náði í verðskuldaðan ráspól. Ég var bara ekki nógu snöggur í dag,“ sagði Nico Rosberg á Mercedes eftir tímatökuna. „Þetta var erfið tímataka, ég náði þrátt fyrir vélavandræðin að setja góðan hring. Það er betra en ég hef átt að venjast í ár. Annars veit ég ekki hvað ég á að segja í augnablikinu,“ sagði Lewis Hamilton á Mercedes eftir tímatökuna.Lewis Hamilton á rúntinum um höfnina í Mónakó, á um það bil 250 km/klst.Vísir/Getty„Frábært hjá Daniel. Hann er heillandi og klár ökumaður. Ef Daniel nær góðri ræsingu getur hann unnið keppnina,“ sagði Jackie Stewart fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1. „Þetta var um það bil það sem við bjuggumst við. Við náðum að komast nálægt veggjunum og reyndum að finna hvert sekúndubrot eins og maður vill gera í tímatökunni hér,“ sagði Marcus Ericsson sem ræsir 17. á morgun á Sauber bílnum. „Þetta gekk áægtlega, við hefðum auðvitað viljað ná báðum bílum í í þriðju lotu. Okkur langar alltaf í meira. Við erum á hraðri leið aftur á toppinn en hún er aldrei nógu hröð,“ sagði Jonathan Neale verkefnastjóri McLaren. „Þetta gengur vel, hefði getað farið aðeins betur en allt í góðu,“ sagði Guenther Steiner, liðsstjóri Haas. „Það er alltaf gaman hérna, ég saknaði þess að aka hérna ég var eins og barn á jólunum með nýtt dót þegar ég kom aftur hingað,“ sagði Esteban Gutierrez sem ræsir 12. á morgun í Haas bílnum. „Tímatakan byrjaði vel en endaði ekki vel. Við áttum erfitt með að finna gripið sem var þarna einhverstaðar. Við hefðum átt að gera betur. Við erum nær Mercedes en við lítum út fyrir í dag. Við náðum ekki að bæta í þegar aðrir gerðu það þegar leið á tímatökuna,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir fjórði á morgun á Ferrari bílnum. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport. Formúla Tengdar fréttir Kvyat: Ég hefði náð í fleiri stig en Ricciardo Daniil Kvyat telur að hann hefði haft betur í baráttunni við fyrrum liðsfélaga sinn, Daniel Ricciardo ef hann hefði fengið að klára tímabilið hjá Red Bull. 25. maí 2016 08:45 Hamilton og Rosberg hreinsa loftið Lewis Hamilton segir að loftið sé hreint eftir samræður við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. Ætla má að mikil spenna hafi skapast á milli ökumannanna eftir árekstur þeirra í spænska kappakstrinum. 26. maí 2016 11:30 Daniel Ricciardo á ráspól í Mónakó Daniel Ricciardo á Red Bull náði ráspól í Mónakó. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Lewis Hamilton varð þriðji. 28. maí 2016 12:53 Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Daniel Ricciardo á Red Bull náði í sinn fyrsta ráspól í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Mónakó, sem er ein sú mikilvægasta á keppnisdagatalinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég vissi að við ættum að geta þetta. Ég fann það líka í Barselóna að ég átti meira inni svo ég hafði mikla trú á því að ég ætti að geta náð góðum árangri hér,“ sagði Ricciardo eftir tímatökuna. Ricciardo mun ræsa á ofur mjúkum dekkjum og ætti því að geta keyrt lengra inn í keppnina á morgun en Mercedes til að mynda, áður en hann tekur þjónustuhlé. Mercedes mun hefja keppnina á últra-mjúkum dekkjum. „Daniel var bara snöggur í dag og náði í verðskuldaðan ráspól. Ég var bara ekki nógu snöggur í dag,“ sagði Nico Rosberg á Mercedes eftir tímatökuna. „Þetta var erfið tímataka, ég náði þrátt fyrir vélavandræðin að setja góðan hring. Það er betra en ég hef átt að venjast í ár. Annars veit ég ekki hvað ég á að segja í augnablikinu,“ sagði Lewis Hamilton á Mercedes eftir tímatökuna.Lewis Hamilton á rúntinum um höfnina í Mónakó, á um það bil 250 km/klst.Vísir/Getty„Frábært hjá Daniel. Hann er heillandi og klár ökumaður. Ef Daniel nær góðri ræsingu getur hann unnið keppnina,“ sagði Jackie Stewart fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1. „Þetta var um það bil það sem við bjuggumst við. Við náðum að komast nálægt veggjunum og reyndum að finna hvert sekúndubrot eins og maður vill gera í tímatökunni hér,“ sagði Marcus Ericsson sem ræsir 17. á morgun á Sauber bílnum. „Þetta gekk áægtlega, við hefðum auðvitað viljað ná báðum bílum í í þriðju lotu. Okkur langar alltaf í meira. Við erum á hraðri leið aftur á toppinn en hún er aldrei nógu hröð,“ sagði Jonathan Neale verkefnastjóri McLaren. „Þetta gengur vel, hefði getað farið aðeins betur en allt í góðu,“ sagði Guenther Steiner, liðsstjóri Haas. „Það er alltaf gaman hérna, ég saknaði þess að aka hérna ég var eins og barn á jólunum með nýtt dót þegar ég kom aftur hingað,“ sagði Esteban Gutierrez sem ræsir 12. á morgun í Haas bílnum. „Tímatakan byrjaði vel en endaði ekki vel. Við áttum erfitt með að finna gripið sem var þarna einhverstaðar. Við hefðum átt að gera betur. Við erum nær Mercedes en við lítum út fyrir í dag. Við náðum ekki að bæta í þegar aðrir gerðu það þegar leið á tímatökuna,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir fjórði á morgun á Ferrari bílnum. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport.
Formúla Tengdar fréttir Kvyat: Ég hefði náð í fleiri stig en Ricciardo Daniil Kvyat telur að hann hefði haft betur í baráttunni við fyrrum liðsfélaga sinn, Daniel Ricciardo ef hann hefði fengið að klára tímabilið hjá Red Bull. 25. maí 2016 08:45 Hamilton og Rosberg hreinsa loftið Lewis Hamilton segir að loftið sé hreint eftir samræður við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. Ætla má að mikil spenna hafi skapast á milli ökumannanna eftir árekstur þeirra í spænska kappakstrinum. 26. maí 2016 11:30 Daniel Ricciardo á ráspól í Mónakó Daniel Ricciardo á Red Bull náði ráspól í Mónakó. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Lewis Hamilton varð þriðji. 28. maí 2016 12:53 Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Kvyat: Ég hefði náð í fleiri stig en Ricciardo Daniil Kvyat telur að hann hefði haft betur í baráttunni við fyrrum liðsfélaga sinn, Daniel Ricciardo ef hann hefði fengið að klára tímabilið hjá Red Bull. 25. maí 2016 08:45
Hamilton og Rosberg hreinsa loftið Lewis Hamilton segir að loftið sé hreint eftir samræður við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. Ætla má að mikil spenna hafi skapast á milli ökumannanna eftir árekstur þeirra í spænska kappakstrinum. 26. maí 2016 11:30
Daniel Ricciardo á ráspól í Mónakó Daniel Ricciardo á Red Bull náði ráspól í Mónakó. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Lewis Hamilton varð þriðji. 28. maí 2016 12:53
Red Bull brýnir hornin í Mónakó Lewis Hamilton varð fljótastur á Mercedes á fyrri æfingunni fyrir Mónakó kappaksturinn í gær, Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 27. maí 2016 22:26