Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu spurt áleitinna spurninga um nýsamþykkt lög um fullnustu refsinga. Lögin tvöfalda þann tíma sem dæmdir menn mega vera í rafrænu eftirliti. Helgi spyr hver tók frumkvæðið að því að liðka svo mjög fyrir reglum um afplánun utan fangelsis en með samþykkt laganna var tekin stefnubreyting á Íslandi sem gengur lengra en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. „Við sem samfélag, og réttarkerfi þurfum að gera þetta rétt. Breytingar í þessum dúr þarf að ígrunda vel,“ segir Helgi. Sérstök umræða hefur skapast í samfélaginu um áhrif laganna þar sem þau tóku nánast um leið og þau tóku gildi til þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðs Einarssonar, Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar sem dæmdir voru til þyngstu fangelsisrefsingar sem dæmd hefur verið á Íslandi fyrir efnahagsbrot í Al Thani-málinu. Þeir voru dæmdir ýmist til fjögurra eða fimm ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar en sátu aðeins í rúmt ár í fangelsi áður en þeir fengu heimild til þess að sæta rafrænu eftirliti. Þyrlan á vettvangi slyssins síðasta sunnudagskvöld.Vísir/Jóhann K. JóhannssonHelgi segir að breytingarnar á lögum um fullnustu refsinga virðist henta sérstaklega fyrir svokallaða hvítflibbaglæpamenn eða það er að segja þeim sem dæmdir til fjögurra til sex ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær fullyrðingar eða vangaveltur. Nánar um það síðar. Nú í maí lenti einn fanganna, Ólafur, í alvarlegu þyrluslysi. Það er hin mesta mildi að Ólafur skyldi komast lífs af úr slysinu og er hann nú á batavegi. Það fíraði upp í fyrrnefndri umræðu enda þótti mörgum landsmönnum skjóta skökku við að maður sem dæmdur hafði verið til þyngstu refsingar í máli sem var einn undanfari efnahagshrunsins hér á landi sé ári síðar í útsýnisflugi ásamt viðskiptafélögum sínum. Sitt sýnist hverjum, í öllu falli er ljóst að á Íslandi hefur skapast einkar áhugaverð umræða um refsipólitík og gerir Vísir nú tilraun til heildstæðrar umfjöllunar um lögin; forsögu þeirra, gildistöku, áhrif og framtíð auk þess sem óhjákvæmilegt er að snerta á umræðu um samfélagslegt hlutverk refsinga. Sérfræðinganefnd skipuð 2010 varfærnari „Ég er í raun bara að spyrja spurninga, hvaðan kom frumkvæðið að þessari breytingu? Hvernig kom það til að þessi breyting var gerð á frumvarpinu í mars?“ spyr Helgi. „Þegar menn fá þennan þunga dóm, með þessum harðorða niðurstöðukafla Hæstaréttar, svo mjög að maður hefur varla séð áður hjá Hæstarétti eins harðorðan og afgerandi dóm. Svo er framkvæmdavaldið búið að mýkja þennan dóm í raun ári síðar. Þetta eru bara spurningar sem ég spyr mig og hlutir sem ég er að velta fyrir mér. Ég er bara að kalla eftir umræðu þar sem þetta fór frekar hratt og mjúklega í gegnum þingið.“ Það er von að Helgi spyrji og sé hissa á niðurstöðu Alþingis þar sem hann sat sjálfur í nefnd sérfræðinga sem skipuð var af innanríkisráðuneytinu árið 2010 og hafði það hlutverk að fara heildstætt yfir ákvæði þágildandi laga um fullnustu refsinga. Nefndin skilaði af sér tæpum tveimur árum síðar en hefur ekki verið kölluð til síðan. Í nefndinni áttu sæti auk Helga Haukur Guðmundsson skrifstofustjóri og Skúli Þór Gunnsteinsson lögfræðingur hjá dómsmála- og mannréttindaráðuneyti, nú innanríkisráðuneyti, Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, Erla Kristín Árnadóttir lögfræðingur og Erlendur Baldursson afbrotafræðingur frá Fangelsismálastofnun, Sigríður J. Friðjónsdóttir vararíkissaksóknari, nú ríkissaksóknari og fulltrúi refsiréttarnefndar, og Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá landlæknisembættinu. Hafdís Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri hjá Fangelsismálastofnun, var ritari nefndarinnar. Nefndin skoðaði möguleikana sem fólust í því að rýmka möguleikana á afplánun utan fangelsis og fór það svo að árið 2011 var lagaákvæði bætt inn í lög um fullnustu refsinga sem heimilaði rafrænt eftirlit.Lög um fullnustu refsinga heimila með rýmri hætti en áður afplánun utan fangelsisveggja.vísir/heiðaHins vegar segir Helgi það aldrei hafa hvarflað að nefndinni að ganga jafn langt og raun ber vitni nú.Reynsla af rafrænu eftirliti góð „Menn voru miklu varfærnari varðandi svona róttækar breytingar eins og þessar. Þetta var rætt og allt þetta en menn vildu hafa vaðið fyrir neðan sig, stíga varlega til jarðar og vera ekki að rýmka þetta kerfi neitt í stórum skrefum sem mér sýnist svo að gert hafi verið á endanum. Tónninn í nefndinni var almennt sá að menn vildu taka þetta í skrefum, rannsaka og kanna hvernig þetta kemur út.“ Það hefur komið í ljós að tilraunin heppnaðist vel og rafrænt eftirlit hafi síðastliðin þrjú ár fest sig í sessi. Reynslan er góð. „Fyrstu skrefin koma vel út, þetta byrjar allt ágætlega. En við vildum safna í sarpinn og láta reynsluna ráða en ekki taka þetta stóra skref kannski sem var stigið í mars.“ Helgi segir að nú sé búið að liðka bæði fyrir svokallaða „fremri dyr“ (e. Front-door monitoring), það er að segja hvort menn þurfi yfirhöfuð að afplána dóm sinn að einhverju leyti innan fangelsisveggja og líka svokallaða „aftari dyr“ (e. Back-door monitoring) sem merkir heimild til að fá að afplána dóm sinn utan fangelsis eftir að hafa afplánað hluta hans í fangelsi. Hvað felst í breytingum sem gerðar voru með nýjum lögum? Með frumvarpinu voru gerðar ýmsar breytingar sem tengjast ekki fullnustu óskilorðsbundinna fangelsisrefsinga og heimild til að fullnusta dæmda refsingu með samfélagsþjónustu en þær verða ekki teknar til umfjöllunar hér að sinni. Hvað varðar fyrrnefndar „aftari dyr“ þá snýst málið um 31. grein nýrra laga um fullnustu refsinga og sérstaklega þann tímaramma sem settur er í 32. grein um rafrænt eftirlit. Rafrænt eftirlit er ein leið til þess að fullnusta dóm utan fangelsisveggja en þýðir að fangi ber ákveðinn búnað sem gerir yfirvöldum kleift að fylgjast með ferðum hans. Fangi sem hefur fengið óskilorðsbundinn dóm í tólf mánuði eða lengra getur undir ákveðnum kringumstæðum sætt rafrænu eftirliti. Fangi sem dæmdur er til tólf mánaða fangelsisvistar getur nú tekið um það bil tvo mánuði, nánar tiltekið sextíu daga, af þeim dómi undir rafrænu eftirliti. Þeir fangar sem dæmdir hafa verið til lengri fangelsisvistar fá fimm daga aukalega fyrir hvern dæmdan mánuð en geta aldrei sætt rafrænu eftirliti lengur en í 360 daga. Þannig getur fangi sem dæmdur var til 20 mánaða fangelsisvistar tekið hundrað daga undir rafrænu eftirliti. Það er að segja sextíu daga fyrir tólf mánuði og við það bætast fimm dagar fyrir hvern mánuð umfram það eða fjörtíu. Þetta er ekki aðeins tvöföldun á þeim tíma sem fangi getur dvalið utan veggja fangelsis þegar hann tekur út dóm heldur er þetta einnig hækkun á því hámarki sem talað var um í gömum lögum. Hér að neðan má sjá fyrst lagaákvæðið eins og það er í gildi nú, svo gömlu lögin og loks tillögu að greininni eins og hún var lögð fram í stjórnarfrumvarpi frá innanríkisráðuneytinu. Hér er ákvæðið sem er í gildi og gerði Kaupþingstoppunum kleift að yfirgefa Kvíabryggju þá þegar í stað þess að dvelja þar fram á haust. Til dæmis getur nú Sigurður, sem var dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar, tekið út 240 daga af refsingunni undir rafrænu eftirliti. Hann afplánar fimmtung refsingarinnar í fangelsi nú miðað við þriðjung áður. Hér er ákvæði gömlu laganna. Þar var aðeins gert ráð fyrir því að fangi gæti dvalið mánuð af fyrstu tólf mánuðunum utan fangelsis og við það bættust 2,5 dagar fyrir hvern mánuð umfram fyrsta árið. Hámarkið var þá 240 dagar. Hér er ákvæðið eins og það var lagt fram af innanríkisráðuneytinu. Þar er áfram talað um þrjátíu daga fyrir fyrstu tólf mánuðina. Þessu var breytt í meðförum frumvarpsins á Alþingi. Nánar tiltekið hjá allsherjar- og menntamálanefnd sem breytti, eins og sést glögglega hér að ofan, þrjátíu daga tillögu innanríkisráðuneytinu sem gilt hefur frá árinu 2012 í sextíu daga.Starfshópur skoðar hvort lengra skuli gengið Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir enga stefnubreytingu frá stjórnarfrumvarpinu hafa átt að felast í breytingunni. Einfaldlega sé um að ræða samræmingu á útreikningi þar sem tveir og hálfur viðbótardagur fyrir hvern mánuð geri mánuð fyrir tólf mánuði. Þannig geri fimm viðbótardagar fyrir hvern mánuð af dæmdri refsingu umfram tólf mánuði sextíu daga. Þó ræddi allsherjar- og menntamálanefnd það þó hvort tilefni stæðu til að ganga enn lengra en stjórnarfrumvarpið kvað á um eins og sést á tillögum nefndarinnar um að stofna starfshóp sem skoða skyldi hvort fangar gætu farið strax í rafrænt eftirlit að tilteknum skilyrðum uppfylltum. „Þá fjölluðum við um hvort við ættum að breyta frumvarpinu á þann hátt að fleiri föngum gefist kostur á að ljúka afplánun undir rafrænu eftirliti,“ sagði Unnur Brá í framsögu sinni með frumvarpinu á Alþingi í þriðju umræðu.Sjá einnig: Einkennilegt að segjast vera andvíg breytingum eftir að hafa samþykkt þær „Það kom fram í athugasemdum við frumvarpið að rafrænt eftirlit sé ódýrara en að vista fólk í fangaklefa og að slík úrræði séu betur til þess fallin að stuðla að farsælli aðlögun dómþola eftir að fullnustu refsingar lýkur. En okkur var bent á í nefndinni að á Íslandi hefur verið miðað við það sem er kallað, með leyfi forseta, „back door electronic monitoring“, þ.e. fyrst lýkur fangi afplánun áður en hann fer í rafrænt eftirlit enda uppfylli hann ákveðin skilyrði. Við ræddum talsvert í nefndinni hvort við ættum að ráðast í þær breytingar núna á þessu stigi málsins að fara yfir í „front door eletronic monitoring“, sem fæli þá í sér að afplánunarfangi ætti þann kost að fara beint í rafrænt eftirlit,“ sagði Unnur en nefndinni þótti þó slíkt of stórt stökk að svo stöddu og vildu nefndarmenn að upplýst sátt ríkti um þetta atriði. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að skipa starfshóp til þess að fara betur yfir með hvaða hætti slíkar breytingar á löggjöfinni yrðu best innleiddar. Við felum ráðherra að mynda slíkan starfshóp sem eigi þá að fara í að greina hverjar afleiðingarnar verði og skila af sér tillögum til ráðherra með hvaða hætti löggjöfinni verði þá breytt. Við gerum þetta í trausti þess að ráðuneytið taki þetta alvarlega, komi fram með breytingartillögur sem verða þá lagðar fyrir þingið í haust.“ Starfshópurinn hefur verið skipaður og fundar á þriðjudag í fyrsta sinn.Alþingi getur ekki miðað ákvarðanir sínar við einstök mál „Við erum borin þungum sökum,“ segir Unnur Brá í samtali við Vísi og vísar þar í fyrrnefnd orð Helga Gunnlaugssonar um að breytingarnar virðist henta sérstaklega vel þeim afbrotamönnum sem falla undir skilgreininguna hvítflibbaglæpamaður. Hún tekur fyrir að sú sé raunin, breytingin sé almenn og í samræmi við betrunarstefnu í samfélaginu. Unnur hefur talað fyrir betrunarstefnu að undanförnu. Hún og Helgi Hrafn Gunnarsson, sem situr einnig í nefndinni, sögðu í Kastljósi að fagna beri nýju löggjöfinni.Frumvarp um lög um fullnustu refsinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi. vísir/Ernir„Það er ekki þannig að þú fáir betri einstakling út eftir því sem hann situr í fangelsi lengur. Það eru til önnur úrræði,“ sagði Unnur Brá. Hún nefndi samfélagsþjónustu og rafrænt eftirlit. Helgi Hrafn spurði hvort nefndin hefði átt að skoða þessar rýmkuðu heimildir með það í huga að Al Thani-menn myndu sleppa úr fangelsi fyrr. Hann svaraði sjálfum sér neitandi enda gæti Alþingi ekki miðað ákvarðanir sínar við einstök mál hverju sinni. En viðurkenndi þó að tímasetningin væri alveg bölvanleg fyrir umræðuna um refsipólitík. Helgi afbrotafræðingur segir þetta ótrúlega tilviljun en að ef menn vilji trúa því þá geti það svo sem vel verið. Hann hefur talað fyrir því að fíkniefnaafbrotamenn fái sömu úrræði og hvítflibbaglæpamenn nú eins og sjá má í umsögn hans um frumvarpið á Alþingi. Hvaðan kemur stefnubreytingin? Í fyrrnefndum Kastljós-þætti sagði Unnur að þessi stefna um að rýmka heimildir til afplánunar utan fangelsisins kæmi frá sérfræðinganefnd ráðuneytisins. Helgi, sem sat í sérfræðinganefndinni, segir hins vegar að löggjöfin gangi mun lengra en nefndin ræddi um. Því er ljóst að innanríkisráðuneytið tók stefnumarkandi ákvörðun um að heimildir til afplánunar refsingar utan fangelsis skyldu rýmkaðar eftir að sérfræðinganefndin lauk störfum og áður en allsherjar- og menntamálanefnd fékk frumvarpið til sín. Þetta staðfesta þeir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, og Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur ráðuneytisins í skriflegu svari til fréttastofu. Samkvæmt ráðuneytinu lagði sérfræðinganefndin engar breytingar til á 24. grein gömlu laganna um fullnustu refsingar enda hætti nefndin að starfa þegar ákvæðið tók gildi. „Og ekki komin reynsla á rafrænt eftirlit,“ segir í svari ráðuneytisins. Nefndin hafði hins vegar samið drög að nýju frumvarpi sem var ekki lagt fyrir Alþingi fyrr en nú í haust.Ákveðið að rýmka án samráðs við nefndina „Áður en að framlagningu kom árið 2015 var farið yfir ákvæði frumvarpsins í samráði við Fangelsismálastofnun. Við þá yfirferð var það lagt til við ráðherra að frumvarpinu yrði breytt í þá veru að rafrænt eftirlit yrði rýmkað í ljósi góðrar reynslu. Þá hefur ráðherra haft þær áherslur að auka fullnustu utan fangelsa,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið segir svo allsherjar- og menntamálanefnd hafa gengið enn lengra með því að leggja til þá breytingu að þrjátíu dagarnir sem voru lagðir til af ráðuneytinu yrðu sextíu dagar. Sem fyrr segir er gengið lengra hér á Íslandi en á Norðurlöndunum í að heimila afplánun utan fangelsis. „Eftir síðustu lagabreytingar gengur Ísland einna lengst við notkun á rafrænu eftirliti við lok afplánunar. Fyrir lagabreytingarnar voru það Svíar sem gengu lengra en Ísland. Í Svíþjóð er til dæmis heimilt að fangar afpláni allt að 360 daga undir rafrænu eftirliti eins og hér á landi svo dæmi sé tekið og fangar með dóma allt að 6 mánaða fangelsi geti lokið afplánun undir rafrænu eftirlit þar í landi. Hér á landi er 12 mánaða fangelsi lágmarksrefsing sem miðað er við,“ segir í svari ráðuneytisins þar sem spurt er hver skoðun ráðuneytisins á þessari stefnubreytingu sé. „Þessar breytingar voru upphaflega gerðar árið 2011 og hafa aldrei verið pólitískt bitbein. Það var mat innanríkisráðuneytisins og fangelsismálastofnunar að þetta úrræði hafi gengið svo vel að ástæða væri til þess að rýmka það, enda mjög vel til þess fallið að aðlaga menn að samfélaginu að nýju. Þetta úrræði miðast ekki við ákveðinn fangahóp, einstaklinga eða eitthvað slíkt, það gildir um alla fanga. Það var mat sérfræðinga að breytingin væri skynsamleg, líkt og kom fram við afgreiðslu málsins. Breytingarnar eru í samræmi við stefnu innanríkisráðherra. Þessi lagabreyting kom til kasta allsherjarnefndar Alþingis og þar var enginn ágreiningur um stefnuna. Öðru nær, því í nefndinni var það sjónarmið ofan á að þessar breytingar mættu ganga lengra. Það var því þverpólitísk samstaða um lausn fanga undir rafrænu eftirliti.“ Það er því ljóst að Fangelsismálastofnun og Innanríkisráðuneytið tóku ákvörðun um að ganga lengra en sérfræðinganefndin. Gagnrýndur fyrir orð sín um hvítflibbaglæpamenn Helgi segir að hlutfallslega komi efnahagsafbrotamenn best út úr breytingunni en hefur verið gagnrýndur fyrir þau orð og þykir mörgum þetta skjóta skökku við þar sem Helgi mælti sjálfur fyrir rýmkun á heimildum til rafræns eftirlits í nefndinni sem lagði það upphaflega til og einnig í umsögn sinni um frumvarpið. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur talað fyrir vægari refsistefnu hér á landi um nokkurt skeið. „Helgi vænir ótilgreinda þingmenn um að beinlínis ganga erinda þessa tiltekna fanga í lagasetningu á Alþingi. Það eru þungar ásakanir, og þær þarf hann að skýra betur. Það skiptir máli hvað fólk lætur út úr sér. Kannski sérstaklega ef þú ert háskólaprófessor,“ skrifar Björt á Facebook-síðu sína. „Og svo það sé sagt, þá nei, ég á ekki sæti í Allsherjar og Menntamálanefnd sem að fór með frumvarp um fullnustu refsingar sem að rætt eru um í fréttinni. En já, ég er einn þeirra þingmanna sem sögðu já við frumvarpinu. Það gerðu þeir reyndar ALLIR sem voru á staðnum. Þannig að samsærið hlýtur að vera stórt. Og svo er hér leiðrétting á síðasta bullinu. Það eru ekki til sér lög um hvítflippaglæpamenn. Þessi tilteknu lög eiga við um alla fanga,“ skrifar Björt. Ragnar H. Hall lögmaður.Ragnar H. Hall lögmaður spyr hvað gerst hafi í hugarheimi Helga frá því að hann sat í nefndinni og þar til hann tók að gagnrýna lögin. „Er það virkilega þannig að fræðimaðurinn vill að sérstakar reglur verði smíðaðar um þá sem fræðimenn hafa ímugust á þótt viðkomandi séu ekki taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum?“ Þá hefur Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga á Íslandi, gagnrýnt orð Helga. „Staðreyndin er sú að breytingin var almenn og er fordæmalaust að prófessor við Háskóla Íslands sem jafnframt var skipaður í nefnd fyrir sex árum af þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðherra sem hafði það markmið að endurskoða ákvæði laga um fullnustu refsinga í heild sinni skuli halda slíku fram,“ skrifar Guðmundur í frétt sem birt var í dag. Hann segir nýju lögin að mörgu leyti meingölluð en að hann fordæmi það að Helgi skuli koma með aðdróttanir um að það besta við lögin, rýmkun á rafrænu eftirliti, hafi verið sérstaklega sniðin að fámennum hópi manna þegar þau gagnast öllum lögin. „Ég hef sjálfur gagnrýnt harðlega nýju lögin og bent á að ekki hafi verið hlustað á sérfræði álit við gerð laganna og held að með hverjum deginum sem líður sjáum við að það voru mikil mistök hjá Innanríkisráðherra að gera ekki heildstæða pólitíska endurskoðun á lögunum með betrun í huga.“Stefnubreyting án umræðu? Þetta er þó nákvæmlega það sem Helgi segist vilja opna umræðuna um. „Við erum að fara inn í kerfi sem er á margan hátt vægara en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kannski er það bara flott, við erum brautryðjendur og best í heimi og allt það. En ég hefði viljað sjá meiri umræðu um þetta, til dæmis að sérfræðinganefndin hefði verið kölluð aftur til,“ segir Helgi. Sem fyrr segir hefur hann mælt með því að komið verði frekar til móts við þá sem afplána fíkniefnabrotadóma og má því velta því fyrir sér hvort Helga þyki sárt að sjá efnahagsbrotamenn koma best út úr breytingunum en að svigrúm hafi ekki verið veitt fyrir þá fanga sem sitja inni vegna fíkniefnalagabrota? „Veiting reynslulausnar (sjá 80. gr) hefur sýnt sig að vera jákvæð bæði fyrir fanga og samfélagið. Ítrekunartíðni eykst ekki og kostnaður sem fylgir fangavist minnkar. Hlutfall fanga sem situr inni fyrir fíkniefnabrot hefur vaxið mjög á síðustu árum og er nær þriðjungur allra fanga í dag,“ segir Helgi í umsögn sinni. „Þeir hafa ekki haft sömu möguleika á reynslulausn eftir helming refsitímans einsog sumir aðrir fangar. Alvarlega ber að skoða hvort fíkniefnafangar eigi ekki að hafa möguleika á reynslulausn fyrr en unnt er í dag, eða eftir helming refsitímans í stað 2/3, til að vinda ofan af þeim þungu dómum sem fallið hafa á síðustu árum í þessum málaflokki. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að þungir dómar draga ekki úr þeim vanda sem fíkniefni valda í samfélaginu og víða erlendis fer fram endurskoðun á refsistefnu í fíkniefnamálum.“ Allavega. Hvað með þyrluflugið? Annað álitaefni er ónefnt og það varðar útsýnisferð Ólafs Ólafssonar í þyrlunni sem hrapaði. Enginn vafi leikur á því að þetta er fullkomlega heimilt. Það eru engar deilur uppi hvað það varðar. Þetta slys vekur óhjákvæmilega upp vangaveltur um stöðu fanga sem afplána dóm undir rafrænu eftirliti. Fjallað hefur verið ítarlega um líðan Ólafs og skal á engan hátt gert lítið úr slysinu hér þó það sé kveikjan að umræðum fræðimanna og þingmanna um þá fanga sem eru í hans stöðu almennt.Sjá einnig: Ólafur braut engar reglur með þyrluflugferð sinni „Ég er raunverulega bara að setja fram spurningar hvað varðar þyrluflugið. Ég er bara að segja að þetta kom mörgum í opna skjöldu, þetta kemur á óvart. Maður sem fékk mjög þungan dóm frá Hæstarétti kominn ári síðar í eigin þyrlu í útsýnisflug. Fyrst spyr maður sig hvort honum sé þetta heimilt og já honum er þetta heimilt,“ segir Helgi. „Þetta er ekki bannað þó menn geti velt því upp hvort þetta lýsi góðri dómgreind eða siðferðiskennd eða eitthvað slíkt.“ Helgi telur eðlilegt að þegar svona mál kemur upp að rætt verði við endurskoðun á reglum um rafrænt eftirlit hvað mönnum er heimilt að gera við þessar kringumstæður.Má þá kaupa ís eða fara á hestbak? „Ég er ekki að segja að það eigi að setja einhverjar sérstakar reglur um að fangar megi ekki fljúga eigin þyrlu eða slíkt. Ég er bara að setja fram spurningu. Kannski munu menn bara segja þetta eðlilegt og að engin ástæða sé til að breyta reglunum, ég veit það ekki.“ Hann var með tvo afbrotafræðinga frá Bretlandi í heimsókn nýlega sem urðu forviða þegar þeir heyrðu af þyrluflugi Ólafs. „Það er auðvitað hlutverk refsinga í samfélaginu að fæla aðra frá að fremja þessi brot og refsa viðkomandi fyrir brotið. En um leið skilaboð til samfélagins að þetta sé ekki liðið. Maður veltir því fyrir sér hvort hlutverki refsinga sé fullnægt með því að hafa þetta fyrir framan sig.“ Unnur Brá segir það koma vel til greina að taka þessa umræðu vilji menn það. Það hafi þó aldrei komið til innan nefndarinnar og á hún erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig þessar reglur yrðu. „Má ekki fara á hestbak? Má kaupa sér ís?“ veltir hún upp. „Það getur þó vel verið að það sé eðlilegt að setja einhverjar hömlur á þetta, það verður bara að skoða það.“ Alþingi Tengdar fréttir Hreiðar Már á leið á Vernd Fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi hittir fyrir félaga sína úr bankanum. 26. apríl 2016 10:56 Boðar heildarendurskoðun á fangelsismálum í vetur Þingmaður Bjartrar framtíðar segir það hróplegt óréttlæti að fangar þurfi að flytjast búferlum til að ljúka afplánun utan fangelsis. Formaður allsherjarnefndar segir heildarendurskoðun málaflokksins nauðsynlega. 15. ágúst 2015 07:00 Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu spurt áleitinna spurninga um nýsamþykkt lög um fullnustu refsinga. Lögin tvöfalda þann tíma sem dæmdir menn mega vera í rafrænu eftirliti. Helgi spyr hver tók frumkvæðið að því að liðka svo mjög fyrir reglum um afplánun utan fangelsis en með samþykkt laganna var tekin stefnubreyting á Íslandi sem gengur lengra en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. „Við sem samfélag, og réttarkerfi þurfum að gera þetta rétt. Breytingar í þessum dúr þarf að ígrunda vel,“ segir Helgi. Sérstök umræða hefur skapast í samfélaginu um áhrif laganna þar sem þau tóku nánast um leið og þau tóku gildi til þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðs Einarssonar, Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar sem dæmdir voru til þyngstu fangelsisrefsingar sem dæmd hefur verið á Íslandi fyrir efnahagsbrot í Al Thani-málinu. Þeir voru dæmdir ýmist til fjögurra eða fimm ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar en sátu aðeins í rúmt ár í fangelsi áður en þeir fengu heimild til þess að sæta rafrænu eftirliti. Þyrlan á vettvangi slyssins síðasta sunnudagskvöld.Vísir/Jóhann K. JóhannssonHelgi segir að breytingarnar á lögum um fullnustu refsinga virðist henta sérstaklega fyrir svokallaða hvítflibbaglæpamenn eða það er að segja þeim sem dæmdir til fjögurra til sex ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær fullyrðingar eða vangaveltur. Nánar um það síðar. Nú í maí lenti einn fanganna, Ólafur, í alvarlegu þyrluslysi. Það er hin mesta mildi að Ólafur skyldi komast lífs af úr slysinu og er hann nú á batavegi. Það fíraði upp í fyrrnefndri umræðu enda þótti mörgum landsmönnum skjóta skökku við að maður sem dæmdur hafði verið til þyngstu refsingar í máli sem var einn undanfari efnahagshrunsins hér á landi sé ári síðar í útsýnisflugi ásamt viðskiptafélögum sínum. Sitt sýnist hverjum, í öllu falli er ljóst að á Íslandi hefur skapast einkar áhugaverð umræða um refsipólitík og gerir Vísir nú tilraun til heildstæðrar umfjöllunar um lögin; forsögu þeirra, gildistöku, áhrif og framtíð auk þess sem óhjákvæmilegt er að snerta á umræðu um samfélagslegt hlutverk refsinga. Sérfræðinganefnd skipuð 2010 varfærnari „Ég er í raun bara að spyrja spurninga, hvaðan kom frumkvæðið að þessari breytingu? Hvernig kom það til að þessi breyting var gerð á frumvarpinu í mars?“ spyr Helgi. „Þegar menn fá þennan þunga dóm, með þessum harðorða niðurstöðukafla Hæstaréttar, svo mjög að maður hefur varla séð áður hjá Hæstarétti eins harðorðan og afgerandi dóm. Svo er framkvæmdavaldið búið að mýkja þennan dóm í raun ári síðar. Þetta eru bara spurningar sem ég spyr mig og hlutir sem ég er að velta fyrir mér. Ég er bara að kalla eftir umræðu þar sem þetta fór frekar hratt og mjúklega í gegnum þingið.“ Það er von að Helgi spyrji og sé hissa á niðurstöðu Alþingis þar sem hann sat sjálfur í nefnd sérfræðinga sem skipuð var af innanríkisráðuneytinu árið 2010 og hafði það hlutverk að fara heildstætt yfir ákvæði þágildandi laga um fullnustu refsinga. Nefndin skilaði af sér tæpum tveimur árum síðar en hefur ekki verið kölluð til síðan. Í nefndinni áttu sæti auk Helga Haukur Guðmundsson skrifstofustjóri og Skúli Þór Gunnsteinsson lögfræðingur hjá dómsmála- og mannréttindaráðuneyti, nú innanríkisráðuneyti, Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, Erla Kristín Árnadóttir lögfræðingur og Erlendur Baldursson afbrotafræðingur frá Fangelsismálastofnun, Sigríður J. Friðjónsdóttir vararíkissaksóknari, nú ríkissaksóknari og fulltrúi refsiréttarnefndar, og Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá landlæknisembættinu. Hafdís Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri hjá Fangelsismálastofnun, var ritari nefndarinnar. Nefndin skoðaði möguleikana sem fólust í því að rýmka möguleikana á afplánun utan fangelsis og fór það svo að árið 2011 var lagaákvæði bætt inn í lög um fullnustu refsinga sem heimilaði rafrænt eftirlit.Lög um fullnustu refsinga heimila með rýmri hætti en áður afplánun utan fangelsisveggja.vísir/heiðaHins vegar segir Helgi það aldrei hafa hvarflað að nefndinni að ganga jafn langt og raun ber vitni nú.Reynsla af rafrænu eftirliti góð „Menn voru miklu varfærnari varðandi svona róttækar breytingar eins og þessar. Þetta var rætt og allt þetta en menn vildu hafa vaðið fyrir neðan sig, stíga varlega til jarðar og vera ekki að rýmka þetta kerfi neitt í stórum skrefum sem mér sýnist svo að gert hafi verið á endanum. Tónninn í nefndinni var almennt sá að menn vildu taka þetta í skrefum, rannsaka og kanna hvernig þetta kemur út.“ Það hefur komið í ljós að tilraunin heppnaðist vel og rafrænt eftirlit hafi síðastliðin þrjú ár fest sig í sessi. Reynslan er góð. „Fyrstu skrefin koma vel út, þetta byrjar allt ágætlega. En við vildum safna í sarpinn og láta reynsluna ráða en ekki taka þetta stóra skref kannski sem var stigið í mars.“ Helgi segir að nú sé búið að liðka bæði fyrir svokallaða „fremri dyr“ (e. Front-door monitoring), það er að segja hvort menn þurfi yfirhöfuð að afplána dóm sinn að einhverju leyti innan fangelsisveggja og líka svokallaða „aftari dyr“ (e. Back-door monitoring) sem merkir heimild til að fá að afplána dóm sinn utan fangelsis eftir að hafa afplánað hluta hans í fangelsi. Hvað felst í breytingum sem gerðar voru með nýjum lögum? Með frumvarpinu voru gerðar ýmsar breytingar sem tengjast ekki fullnustu óskilorðsbundinna fangelsisrefsinga og heimild til að fullnusta dæmda refsingu með samfélagsþjónustu en þær verða ekki teknar til umfjöllunar hér að sinni. Hvað varðar fyrrnefndar „aftari dyr“ þá snýst málið um 31. grein nýrra laga um fullnustu refsinga og sérstaklega þann tímaramma sem settur er í 32. grein um rafrænt eftirlit. Rafrænt eftirlit er ein leið til þess að fullnusta dóm utan fangelsisveggja en þýðir að fangi ber ákveðinn búnað sem gerir yfirvöldum kleift að fylgjast með ferðum hans. Fangi sem hefur fengið óskilorðsbundinn dóm í tólf mánuði eða lengra getur undir ákveðnum kringumstæðum sætt rafrænu eftirliti. Fangi sem dæmdur er til tólf mánaða fangelsisvistar getur nú tekið um það bil tvo mánuði, nánar tiltekið sextíu daga, af þeim dómi undir rafrænu eftirliti. Þeir fangar sem dæmdir hafa verið til lengri fangelsisvistar fá fimm daga aukalega fyrir hvern dæmdan mánuð en geta aldrei sætt rafrænu eftirliti lengur en í 360 daga. Þannig getur fangi sem dæmdur var til 20 mánaða fangelsisvistar tekið hundrað daga undir rafrænu eftirliti. Það er að segja sextíu daga fyrir tólf mánuði og við það bætast fimm dagar fyrir hvern mánuð umfram það eða fjörtíu. Þetta er ekki aðeins tvöföldun á þeim tíma sem fangi getur dvalið utan veggja fangelsis þegar hann tekur út dóm heldur er þetta einnig hækkun á því hámarki sem talað var um í gömum lögum. Hér að neðan má sjá fyrst lagaákvæðið eins og það er í gildi nú, svo gömlu lögin og loks tillögu að greininni eins og hún var lögð fram í stjórnarfrumvarpi frá innanríkisráðuneytinu. Hér er ákvæðið sem er í gildi og gerði Kaupþingstoppunum kleift að yfirgefa Kvíabryggju þá þegar í stað þess að dvelja þar fram á haust. Til dæmis getur nú Sigurður, sem var dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar, tekið út 240 daga af refsingunni undir rafrænu eftirliti. Hann afplánar fimmtung refsingarinnar í fangelsi nú miðað við þriðjung áður. Hér er ákvæði gömlu laganna. Þar var aðeins gert ráð fyrir því að fangi gæti dvalið mánuð af fyrstu tólf mánuðunum utan fangelsis og við það bættust 2,5 dagar fyrir hvern mánuð umfram fyrsta árið. Hámarkið var þá 240 dagar. Hér er ákvæðið eins og það var lagt fram af innanríkisráðuneytinu. Þar er áfram talað um þrjátíu daga fyrir fyrstu tólf mánuðina. Þessu var breytt í meðförum frumvarpsins á Alþingi. Nánar tiltekið hjá allsherjar- og menntamálanefnd sem breytti, eins og sést glögglega hér að ofan, þrjátíu daga tillögu innanríkisráðuneytinu sem gilt hefur frá árinu 2012 í sextíu daga.Starfshópur skoðar hvort lengra skuli gengið Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir enga stefnubreytingu frá stjórnarfrumvarpinu hafa átt að felast í breytingunni. Einfaldlega sé um að ræða samræmingu á útreikningi þar sem tveir og hálfur viðbótardagur fyrir hvern mánuð geri mánuð fyrir tólf mánuði. Þannig geri fimm viðbótardagar fyrir hvern mánuð af dæmdri refsingu umfram tólf mánuði sextíu daga. Þó ræddi allsherjar- og menntamálanefnd það þó hvort tilefni stæðu til að ganga enn lengra en stjórnarfrumvarpið kvað á um eins og sést á tillögum nefndarinnar um að stofna starfshóp sem skoða skyldi hvort fangar gætu farið strax í rafrænt eftirlit að tilteknum skilyrðum uppfylltum. „Þá fjölluðum við um hvort við ættum að breyta frumvarpinu á þann hátt að fleiri föngum gefist kostur á að ljúka afplánun undir rafrænu eftirliti,“ sagði Unnur Brá í framsögu sinni með frumvarpinu á Alþingi í þriðju umræðu.Sjá einnig: Einkennilegt að segjast vera andvíg breytingum eftir að hafa samþykkt þær „Það kom fram í athugasemdum við frumvarpið að rafrænt eftirlit sé ódýrara en að vista fólk í fangaklefa og að slík úrræði séu betur til þess fallin að stuðla að farsælli aðlögun dómþola eftir að fullnustu refsingar lýkur. En okkur var bent á í nefndinni að á Íslandi hefur verið miðað við það sem er kallað, með leyfi forseta, „back door electronic monitoring“, þ.e. fyrst lýkur fangi afplánun áður en hann fer í rafrænt eftirlit enda uppfylli hann ákveðin skilyrði. Við ræddum talsvert í nefndinni hvort við ættum að ráðast í þær breytingar núna á þessu stigi málsins að fara yfir í „front door eletronic monitoring“, sem fæli þá í sér að afplánunarfangi ætti þann kost að fara beint í rafrænt eftirlit,“ sagði Unnur en nefndinni þótti þó slíkt of stórt stökk að svo stöddu og vildu nefndarmenn að upplýst sátt ríkti um þetta atriði. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að skipa starfshóp til þess að fara betur yfir með hvaða hætti slíkar breytingar á löggjöfinni yrðu best innleiddar. Við felum ráðherra að mynda slíkan starfshóp sem eigi þá að fara í að greina hverjar afleiðingarnar verði og skila af sér tillögum til ráðherra með hvaða hætti löggjöfinni verði þá breytt. Við gerum þetta í trausti þess að ráðuneytið taki þetta alvarlega, komi fram með breytingartillögur sem verða þá lagðar fyrir þingið í haust.“ Starfshópurinn hefur verið skipaður og fundar á þriðjudag í fyrsta sinn.Alþingi getur ekki miðað ákvarðanir sínar við einstök mál „Við erum borin þungum sökum,“ segir Unnur Brá í samtali við Vísi og vísar þar í fyrrnefnd orð Helga Gunnlaugssonar um að breytingarnar virðist henta sérstaklega vel þeim afbrotamönnum sem falla undir skilgreininguna hvítflibbaglæpamaður. Hún tekur fyrir að sú sé raunin, breytingin sé almenn og í samræmi við betrunarstefnu í samfélaginu. Unnur hefur talað fyrir betrunarstefnu að undanförnu. Hún og Helgi Hrafn Gunnarsson, sem situr einnig í nefndinni, sögðu í Kastljósi að fagna beri nýju löggjöfinni.Frumvarp um lög um fullnustu refsinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi. vísir/Ernir„Það er ekki þannig að þú fáir betri einstakling út eftir því sem hann situr í fangelsi lengur. Það eru til önnur úrræði,“ sagði Unnur Brá. Hún nefndi samfélagsþjónustu og rafrænt eftirlit. Helgi Hrafn spurði hvort nefndin hefði átt að skoða þessar rýmkuðu heimildir með það í huga að Al Thani-menn myndu sleppa úr fangelsi fyrr. Hann svaraði sjálfum sér neitandi enda gæti Alþingi ekki miðað ákvarðanir sínar við einstök mál hverju sinni. En viðurkenndi þó að tímasetningin væri alveg bölvanleg fyrir umræðuna um refsipólitík. Helgi afbrotafræðingur segir þetta ótrúlega tilviljun en að ef menn vilji trúa því þá geti það svo sem vel verið. Hann hefur talað fyrir því að fíkniefnaafbrotamenn fái sömu úrræði og hvítflibbaglæpamenn nú eins og sjá má í umsögn hans um frumvarpið á Alþingi. Hvaðan kemur stefnubreytingin? Í fyrrnefndum Kastljós-þætti sagði Unnur að þessi stefna um að rýmka heimildir til afplánunar utan fangelsisins kæmi frá sérfræðinganefnd ráðuneytisins. Helgi, sem sat í sérfræðinganefndinni, segir hins vegar að löggjöfin gangi mun lengra en nefndin ræddi um. Því er ljóst að innanríkisráðuneytið tók stefnumarkandi ákvörðun um að heimildir til afplánunar refsingar utan fangelsis skyldu rýmkaðar eftir að sérfræðinganefndin lauk störfum og áður en allsherjar- og menntamálanefnd fékk frumvarpið til sín. Þetta staðfesta þeir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, og Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur ráðuneytisins í skriflegu svari til fréttastofu. Samkvæmt ráðuneytinu lagði sérfræðinganefndin engar breytingar til á 24. grein gömlu laganna um fullnustu refsingar enda hætti nefndin að starfa þegar ákvæðið tók gildi. „Og ekki komin reynsla á rafrænt eftirlit,“ segir í svari ráðuneytisins. Nefndin hafði hins vegar samið drög að nýju frumvarpi sem var ekki lagt fyrir Alþingi fyrr en nú í haust.Ákveðið að rýmka án samráðs við nefndina „Áður en að framlagningu kom árið 2015 var farið yfir ákvæði frumvarpsins í samráði við Fangelsismálastofnun. Við þá yfirferð var það lagt til við ráðherra að frumvarpinu yrði breytt í þá veru að rafrænt eftirlit yrði rýmkað í ljósi góðrar reynslu. Þá hefur ráðherra haft þær áherslur að auka fullnustu utan fangelsa,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið segir svo allsherjar- og menntamálanefnd hafa gengið enn lengra með því að leggja til þá breytingu að þrjátíu dagarnir sem voru lagðir til af ráðuneytinu yrðu sextíu dagar. Sem fyrr segir er gengið lengra hér á Íslandi en á Norðurlöndunum í að heimila afplánun utan fangelsis. „Eftir síðustu lagabreytingar gengur Ísland einna lengst við notkun á rafrænu eftirliti við lok afplánunar. Fyrir lagabreytingarnar voru það Svíar sem gengu lengra en Ísland. Í Svíþjóð er til dæmis heimilt að fangar afpláni allt að 360 daga undir rafrænu eftirliti eins og hér á landi svo dæmi sé tekið og fangar með dóma allt að 6 mánaða fangelsi geti lokið afplánun undir rafrænu eftirlit þar í landi. Hér á landi er 12 mánaða fangelsi lágmarksrefsing sem miðað er við,“ segir í svari ráðuneytisins þar sem spurt er hver skoðun ráðuneytisins á þessari stefnubreytingu sé. „Þessar breytingar voru upphaflega gerðar árið 2011 og hafa aldrei verið pólitískt bitbein. Það var mat innanríkisráðuneytisins og fangelsismálastofnunar að þetta úrræði hafi gengið svo vel að ástæða væri til þess að rýmka það, enda mjög vel til þess fallið að aðlaga menn að samfélaginu að nýju. Þetta úrræði miðast ekki við ákveðinn fangahóp, einstaklinga eða eitthvað slíkt, það gildir um alla fanga. Það var mat sérfræðinga að breytingin væri skynsamleg, líkt og kom fram við afgreiðslu málsins. Breytingarnar eru í samræmi við stefnu innanríkisráðherra. Þessi lagabreyting kom til kasta allsherjarnefndar Alþingis og þar var enginn ágreiningur um stefnuna. Öðru nær, því í nefndinni var það sjónarmið ofan á að þessar breytingar mættu ganga lengra. Það var því þverpólitísk samstaða um lausn fanga undir rafrænu eftirliti.“ Það er því ljóst að Fangelsismálastofnun og Innanríkisráðuneytið tóku ákvörðun um að ganga lengra en sérfræðinganefndin. Gagnrýndur fyrir orð sín um hvítflibbaglæpamenn Helgi segir að hlutfallslega komi efnahagsafbrotamenn best út úr breytingunni en hefur verið gagnrýndur fyrir þau orð og þykir mörgum þetta skjóta skökku við þar sem Helgi mælti sjálfur fyrir rýmkun á heimildum til rafræns eftirlits í nefndinni sem lagði það upphaflega til og einnig í umsögn sinni um frumvarpið. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur talað fyrir vægari refsistefnu hér á landi um nokkurt skeið. „Helgi vænir ótilgreinda þingmenn um að beinlínis ganga erinda þessa tiltekna fanga í lagasetningu á Alþingi. Það eru þungar ásakanir, og þær þarf hann að skýra betur. Það skiptir máli hvað fólk lætur út úr sér. Kannski sérstaklega ef þú ert háskólaprófessor,“ skrifar Björt á Facebook-síðu sína. „Og svo það sé sagt, þá nei, ég á ekki sæti í Allsherjar og Menntamálanefnd sem að fór með frumvarp um fullnustu refsingar sem að rætt eru um í fréttinni. En já, ég er einn þeirra þingmanna sem sögðu já við frumvarpinu. Það gerðu þeir reyndar ALLIR sem voru á staðnum. Þannig að samsærið hlýtur að vera stórt. Og svo er hér leiðrétting á síðasta bullinu. Það eru ekki til sér lög um hvítflippaglæpamenn. Þessi tilteknu lög eiga við um alla fanga,“ skrifar Björt. Ragnar H. Hall lögmaður.Ragnar H. Hall lögmaður spyr hvað gerst hafi í hugarheimi Helga frá því að hann sat í nefndinni og þar til hann tók að gagnrýna lögin. „Er það virkilega þannig að fræðimaðurinn vill að sérstakar reglur verði smíðaðar um þá sem fræðimenn hafa ímugust á þótt viðkomandi séu ekki taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum?“ Þá hefur Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga á Íslandi, gagnrýnt orð Helga. „Staðreyndin er sú að breytingin var almenn og er fordæmalaust að prófessor við Háskóla Íslands sem jafnframt var skipaður í nefnd fyrir sex árum af þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðherra sem hafði það markmið að endurskoða ákvæði laga um fullnustu refsinga í heild sinni skuli halda slíku fram,“ skrifar Guðmundur í frétt sem birt var í dag. Hann segir nýju lögin að mörgu leyti meingölluð en að hann fordæmi það að Helgi skuli koma með aðdróttanir um að það besta við lögin, rýmkun á rafrænu eftirliti, hafi verið sérstaklega sniðin að fámennum hópi manna þegar þau gagnast öllum lögin. „Ég hef sjálfur gagnrýnt harðlega nýju lögin og bent á að ekki hafi verið hlustað á sérfræði álit við gerð laganna og held að með hverjum deginum sem líður sjáum við að það voru mikil mistök hjá Innanríkisráðherra að gera ekki heildstæða pólitíska endurskoðun á lögunum með betrun í huga.“Stefnubreyting án umræðu? Þetta er þó nákvæmlega það sem Helgi segist vilja opna umræðuna um. „Við erum að fara inn í kerfi sem er á margan hátt vægara en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kannski er það bara flott, við erum brautryðjendur og best í heimi og allt það. En ég hefði viljað sjá meiri umræðu um þetta, til dæmis að sérfræðinganefndin hefði verið kölluð aftur til,“ segir Helgi. Sem fyrr segir hefur hann mælt með því að komið verði frekar til móts við þá sem afplána fíkniefnabrotadóma og má því velta því fyrir sér hvort Helga þyki sárt að sjá efnahagsbrotamenn koma best út úr breytingunum en að svigrúm hafi ekki verið veitt fyrir þá fanga sem sitja inni vegna fíkniefnalagabrota? „Veiting reynslulausnar (sjá 80. gr) hefur sýnt sig að vera jákvæð bæði fyrir fanga og samfélagið. Ítrekunartíðni eykst ekki og kostnaður sem fylgir fangavist minnkar. Hlutfall fanga sem situr inni fyrir fíkniefnabrot hefur vaxið mjög á síðustu árum og er nær þriðjungur allra fanga í dag,“ segir Helgi í umsögn sinni. „Þeir hafa ekki haft sömu möguleika á reynslulausn eftir helming refsitímans einsog sumir aðrir fangar. Alvarlega ber að skoða hvort fíkniefnafangar eigi ekki að hafa möguleika á reynslulausn fyrr en unnt er í dag, eða eftir helming refsitímans í stað 2/3, til að vinda ofan af þeim þungu dómum sem fallið hafa á síðustu árum í þessum málaflokki. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að þungir dómar draga ekki úr þeim vanda sem fíkniefni valda í samfélaginu og víða erlendis fer fram endurskoðun á refsistefnu í fíkniefnamálum.“ Allavega. Hvað með þyrluflugið? Annað álitaefni er ónefnt og það varðar útsýnisferð Ólafs Ólafssonar í þyrlunni sem hrapaði. Enginn vafi leikur á því að þetta er fullkomlega heimilt. Það eru engar deilur uppi hvað það varðar. Þetta slys vekur óhjákvæmilega upp vangaveltur um stöðu fanga sem afplána dóm undir rafrænu eftirliti. Fjallað hefur verið ítarlega um líðan Ólafs og skal á engan hátt gert lítið úr slysinu hér þó það sé kveikjan að umræðum fræðimanna og þingmanna um þá fanga sem eru í hans stöðu almennt.Sjá einnig: Ólafur braut engar reglur með þyrluflugferð sinni „Ég er raunverulega bara að setja fram spurningar hvað varðar þyrluflugið. Ég er bara að segja að þetta kom mörgum í opna skjöldu, þetta kemur á óvart. Maður sem fékk mjög þungan dóm frá Hæstarétti kominn ári síðar í eigin þyrlu í útsýnisflug. Fyrst spyr maður sig hvort honum sé þetta heimilt og já honum er þetta heimilt,“ segir Helgi. „Þetta er ekki bannað þó menn geti velt því upp hvort þetta lýsi góðri dómgreind eða siðferðiskennd eða eitthvað slíkt.“ Helgi telur eðlilegt að þegar svona mál kemur upp að rætt verði við endurskoðun á reglum um rafrænt eftirlit hvað mönnum er heimilt að gera við þessar kringumstæður.Má þá kaupa ís eða fara á hestbak? „Ég er ekki að segja að það eigi að setja einhverjar sérstakar reglur um að fangar megi ekki fljúga eigin þyrlu eða slíkt. Ég er bara að setja fram spurningu. Kannski munu menn bara segja þetta eðlilegt og að engin ástæða sé til að breyta reglunum, ég veit það ekki.“ Hann var með tvo afbrotafræðinga frá Bretlandi í heimsókn nýlega sem urðu forviða þegar þeir heyrðu af þyrluflugi Ólafs. „Það er auðvitað hlutverk refsinga í samfélaginu að fæla aðra frá að fremja þessi brot og refsa viðkomandi fyrir brotið. En um leið skilaboð til samfélagins að þetta sé ekki liðið. Maður veltir því fyrir sér hvort hlutverki refsinga sé fullnægt með því að hafa þetta fyrir framan sig.“ Unnur Brá segir það koma vel til greina að taka þessa umræðu vilji menn það. Það hafi þó aldrei komið til innan nefndarinnar og á hún erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig þessar reglur yrðu. „Má ekki fara á hestbak? Má kaupa sér ís?“ veltir hún upp. „Það getur þó vel verið að það sé eðlilegt að setja einhverjar hömlur á þetta, það verður bara að skoða það.“
Hreiðar Már á leið á Vernd Fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi hittir fyrir félaga sína úr bankanum. 26. apríl 2016 10:56
Boðar heildarendurskoðun á fangelsismálum í vetur Þingmaður Bjartrar framtíðar segir það hróplegt óréttlæti að fangar þurfi að flytjast búferlum til að ljúka afplánun utan fangelsis. Formaður allsherjarnefndar segir heildarendurskoðun málaflokksins nauðsynlega. 15. ágúst 2015 07:00
Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07