Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2016 10:51 Engin lausn virðist vera í sjónmáli. Vísir/Heiða/GVA Kjaradeila flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins (SA) virðist vera að harðna en Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir launakröfur þeirra óraunhæfar. Flugumferðarstjórar vísa því á bug.Í pistli sem Þorsteinn ritaði á vefsíðu samtakanna hvetur hann flugumferðarstjóra til þess að koma „niður úr skýjunum“ líkt og hann orðar það. Segir hann að kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir séu langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum og að hætta sé á því að íslenska ríkið missi flugumsjón á stórum hluta Norður-Atlantshafið vegna kjaradeilnanna. „Ítrekaðar launadeilur við flugumferðastjóra, og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjónustan flytjist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þessarar ábatasömu starfsemi. Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi,“ segir í pistli Þorsteins.Úr flugturninum við Reykjavíkurflugvöll.Vísir/ernirVilja mæta manneklu með nýjum samningi Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segist ekki telja að aukin harka sé að færast í deiluna. „Nei, ekki af okkar hálfu,“ segir Sigurjón. „En ég sá þennan pistil og ég verð að viðurkenna að hann olli mér dálitlum vonbrigðum. Við höfum verið í þessum erfiðu viðræðum síðustu vikur og mánuði og þær hafa alltaf verið málefnalegar þangað til núna.“ Sigurjón segist ekki telja launakröfur félagsins óhóflegar. „Við erum að koma úr löngum kjarasamningi og á þeim tíma, þessum fimm árum sem hann hefur verið í gildi, höfum við dregist aftur úr í launaþróun,“ segir hann. „Við teljum að það þurfi að taka tillit til þess þegar við gerum nýjan samning hvernig okkar laun hafa þróast á síðustu árum.“ Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar. Hefur það ekki tekist. Hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur það ollið röskunum á flugi, bæði innanlands- sem og millilandaflugi, síðast í dag.Sigurjón segir það einföldun að segja að lokanirnar stafi fyrst og fremst af veikindum flugumferðarstjóra, til að mynda séu fleiri í sumarleyfi en veikindaleyfi. „En undirliggjandi ástæðan er náttúrulega mannekla. Það er ekki nóg af flugumferðarstjórum á Íslandi, þeir hafa verið að hverfa til annarra landa. Það er það sem við viljum stöðva með þessum kjarasamningi.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Kjaradeila flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins (SA) virðist vera að harðna en Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir launakröfur þeirra óraunhæfar. Flugumferðarstjórar vísa því á bug.Í pistli sem Þorsteinn ritaði á vefsíðu samtakanna hvetur hann flugumferðarstjóra til þess að koma „niður úr skýjunum“ líkt og hann orðar það. Segir hann að kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir séu langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum og að hætta sé á því að íslenska ríkið missi flugumsjón á stórum hluta Norður-Atlantshafið vegna kjaradeilnanna. „Ítrekaðar launadeilur við flugumferðastjóra, og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjónustan flytjist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þessarar ábatasömu starfsemi. Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi,“ segir í pistli Þorsteins.Úr flugturninum við Reykjavíkurflugvöll.Vísir/ernirVilja mæta manneklu með nýjum samningi Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segist ekki telja að aukin harka sé að færast í deiluna. „Nei, ekki af okkar hálfu,“ segir Sigurjón. „En ég sá þennan pistil og ég verð að viðurkenna að hann olli mér dálitlum vonbrigðum. Við höfum verið í þessum erfiðu viðræðum síðustu vikur og mánuði og þær hafa alltaf verið málefnalegar þangað til núna.“ Sigurjón segist ekki telja launakröfur félagsins óhóflegar. „Við erum að koma úr löngum kjarasamningi og á þeim tíma, þessum fimm árum sem hann hefur verið í gildi, höfum við dregist aftur úr í launaþróun,“ segir hann. „Við teljum að það þurfi að taka tillit til þess þegar við gerum nýjan samning hvernig okkar laun hafa þróast á síðustu árum.“ Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar. Hefur það ekki tekist. Hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur það ollið röskunum á flugi, bæði innanlands- sem og millilandaflugi, síðast í dag.Sigurjón segir það einföldun að segja að lokanirnar stafi fyrst og fremst af veikindum flugumferðarstjóra, til að mynda séu fleiri í sumarleyfi en veikindaleyfi. „En undirliggjandi ástæðan er náttúrulega mannekla. Það er ekki nóg af flugumferðarstjórum á Íslandi, þeir hafa verið að hverfa til annarra landa. Það er það sem við viljum stöðva með þessum kjarasamningi.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent