Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2016 19:57 Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar ef hún hefði tekið mark á þeim fjölda undirskrifta sem skoruðu á forsetann að synja þeim lögum staðfestingar og senda þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má segja að minnið hafi þarna brugðist frambjóðandanum sem einmitt var forsætisráðherra þegar lög um Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt á Alþingi árið 2002. Þá var Vigdís nefnilega ekki forseti heldur hafði Ólafur Ragnar Grímsson haft lyklavöldin á Bessastöðum síðan árið 1996, eða í 6 ár. Árin 16 á undan hafði Vigdís setið á Bessastöðum en lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á hennar borð. Davíð vísaði í Kárahnjúkavirkjun þegar hann var spurður út í 26. grein stjórnarskrárinnar og var beðinn um að tiltaka ákveðinn fjölda undirskrifta kosningabærra manna sem myndu skora á hann að vísa lögum í þjóðaratkvæði. Davíð sagði að enga reglu um undirskriftir væri að finna í stjórnarskránni heldur væri þetta aðferð sem Ólafur Ragnar Grímsson fann upp. Hann var þá spurður hvort að 26. greinin væri bara háð mati forsetans og undirskriftir skipti ekki máli. Davíð sagði undirskriftirnar nýjan hluta gagnvart þessari grein og þær hafi aldrei verið ræddar. „Undirskriftirnar eru alveg nýr hluti gagnvart þessari 26. grein. Þær voru aldrei ræddar, ekki í neinum fræðiritum að þær skiptu máli og ég man ekki til þess að Vigdís Finnbogadóttir varðandi Kárahnjúka hafi tekið endilega mið af þeim. Hún tók mið af öðrum þáttum sem ég get nú ekki farið út í núna,“ sagði Davíð. Í spilaranum hér að ofan má sjá Davíð ræða þetta.Vigdís hefði getað synjað Kárahjúkavirkjun, sagði Davíð. Sú lög komu reyndar til forseta 2002, 6 árum eftir að hún hætti. #forseti— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) May 26, 2016 ÓRG var #forseti þegar Kárahnjúkavirkjun var á dagskrá og DO forsætisráðherra. DO ekki með þetta á hreinu.— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) May 26, 2016 Alþingi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar ef hún hefði tekið mark á þeim fjölda undirskrifta sem skoruðu á forsetann að synja þeim lögum staðfestingar og senda þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má segja að minnið hafi þarna brugðist frambjóðandanum sem einmitt var forsætisráðherra þegar lög um Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt á Alþingi árið 2002. Þá var Vigdís nefnilega ekki forseti heldur hafði Ólafur Ragnar Grímsson haft lyklavöldin á Bessastöðum síðan árið 1996, eða í 6 ár. Árin 16 á undan hafði Vigdís setið á Bessastöðum en lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á hennar borð. Davíð vísaði í Kárahnjúkavirkjun þegar hann var spurður út í 26. grein stjórnarskrárinnar og var beðinn um að tiltaka ákveðinn fjölda undirskrifta kosningabærra manna sem myndu skora á hann að vísa lögum í þjóðaratkvæði. Davíð sagði að enga reglu um undirskriftir væri að finna í stjórnarskránni heldur væri þetta aðferð sem Ólafur Ragnar Grímsson fann upp. Hann var þá spurður hvort að 26. greinin væri bara háð mati forsetans og undirskriftir skipti ekki máli. Davíð sagði undirskriftirnar nýjan hluta gagnvart þessari grein og þær hafi aldrei verið ræddar. „Undirskriftirnar eru alveg nýr hluti gagnvart þessari 26. grein. Þær voru aldrei ræddar, ekki í neinum fræðiritum að þær skiptu máli og ég man ekki til þess að Vigdís Finnbogadóttir varðandi Kárahnjúka hafi tekið endilega mið af þeim. Hún tók mið af öðrum þáttum sem ég get nú ekki farið út í núna,“ sagði Davíð. Í spilaranum hér að ofan má sjá Davíð ræða þetta.Vigdís hefði getað synjað Kárahjúkavirkjun, sagði Davíð. Sú lög komu reyndar til forseta 2002, 6 árum eftir að hún hætti. #forseti— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) May 26, 2016 ÓRG var #forseti þegar Kárahnjúkavirkjun var á dagskrá og DO forsætisráðherra. DO ekki með þetta á hreinu.— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) May 26, 2016
Alþingi Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira