Ísland eignaðist 24 nýja UEFA A þjálfara um síðustu helgi þegar fræðsludeild Knattspyrnusambands Íslands útskrifaði 24 manns sem hafa unnið að því að fá þessa þjálfaragráðu síðan í september 2015.
Námskeiðið hófst í september 2015 þegar þjálfararnir leikgreindu leiki í Pepsi-deild karla og lærðu í kjölfarið á leikgreiniforritið Sideline Analyser.
Niðurstöður leikgreiningarinnar kynntur þeir síðan í Danmörku en þangað fór hópurinn í viku námsferð í október. Mikil áhersla var lögð á áætlanagerð og tímabilaskiptingu á námskeiðinu og þjálfararnir skiluðu ársáætlun fyrir sitt lið um miðjan desember.
Í janúar unnu þjálfararnir í smærri hópum þar sem þeir horfðu á hvern annan að störfum, undir stjórn leiðbeinanda frá KSÍ.
Knattspyrnusamband Íslands sagði frá þessu á heimasíðu sinni og þar kom fram hverjir þessir 24 þjálfarar eru sem státa nú af KSÍ A/UEFA A þjálfaragráðu.
Það eru aðeins þrjár konur í hópi þessara 24 þjálfara en það eru þær Edda Garðarsdóttir, Mist Rúnarsdóttir og Rakel Logadóttir.
Edda Garðarsdóttir þjálfar lið KR í Pepsi-deild kvenna og Rakel Logadóttir hefur verið annar af sérfræðingunum í Pepsi mörkum kvenna á Stöð 2 Sport.
Tveir leikmenn úr Pepsi-deildinni voru meðal þeirra sem útskrifuðust að þessu sinni en það eru þeir Andri Fannar Stefánsson hjá Val og Ólafur Páll Snorrason hjá Fjölni.
Eftirtaldir þjálfarar útskrifuðust:
Adólf Bragason
Alfreð Elías Jóhannsson
Andri Fannar Stefánsson
Atli Sveinn Þórarinsson
Dusan Ivkovic
Edda Garðarsdóttir
Eiður Ben. Eiríksson
Einar Guðnason
Einar Lars Jónsson
Fannar Berg Gunnólfsson
Guðmundur Brynjólfsson
Hákon Sverrisson
Júlíus Ármann Júlíusson
Magnús Örn Helgason
Mist Rúnarsdóttir
Ólafur Páll Snorrason
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Rakel Logadóttir
Sigurður Þ. Sigurþórsson
Stefán Gíslason
Tommy Nielsen
Tryggvi Björnsson
Viðar Jónsson
Þórhallur Dan Jóhannsson
Edda, Mist og Rakel halda uppi heiðri kvenna meðal nýrra UEFA A þjálfara
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


