„Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar“ Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. maí 2016 11:15 Sena úr nýjasta myndbandi Retro Stefson þar sem Magnús leikur sér með liti og innrömmun. Vísir/Magnús Leifsson Í dag kemur út nýtt myndband með Retro Stefson við lagið Skin. Myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni en hann hefur verið að leikstýra mörgum af áhugaverðustu tónlistarmyndböndunum sem koma út um þessar mundir hér á landi. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir myndbandi fyrir Retro Stefson en hann leikstýrði einnig myndbandinu við lagið Glow sem var valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2012. Í þessu nýja myndbandi Retro Stefson eru þeir Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel, liðsmenn hljómsveitarinnar, í aðalhlutverki og sjást meðal annars slæpast á götum Eyrarbakka. „Strákana langaði til að taka upp myndband um tvo náunga sem stunda frekar frumstæða líkamsrækt í hverfinu sínu. Við fórum að skoða alls konar myndir frá jaðarsenum í smábæjum í Rússlandi og Englandi sem síðan leiddi okkur hingað heim á Eyrarbakka. Með tímanum þróaðist myndbandið síðan í vinalegri átt og varð meira að portretti af vinum að slæpast í smábæ. Það er alltaf gaman að vinna með Retro Stefson. Það er einhver ótrúlega góð orka í kringum bandið og síðan skemmir ekki fyrir að Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar þegar kemur að því að vera sætir og sjarmerandi í myndavél,“ segir Magnús um tilkomu myndbandsins.Magnús Leifsson, leikstjóriMagnús leikstýrði t.d. Brennum allt myndbandinu með Úlfi Úlfi þar sem Arnar Freyr ríður á hrossi um Breiðholtið, Reminiscence með Ólafi Arnalds og Alice Söru Ott þar sem Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður leikur aðalhlutverkið og Strákunum með Emmsjé Gauta – allt myndbönd sem hafa vakið athygli fyrir líflegt og eftirminnilegt myndefni og óhefðbundna nálgun að tónlistarmyndbandaforminu. Í myndböndunum hans Magnúsar má oft finna skemmtilega innrömmuð skot þar sem hann leikur sér með form og liti, í mörgum myndböndunum hans er tónlistarmaðurinn settur í óvenjulegar stöður og leikið er með staðalímyndir sem fylgja sumum tónlistarstefnum – t.d. með því að setja rappara á hestbak. Magnús hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir mörg af myndböndunum sínum og vann meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir myndbandið við lagið Tarantúlur með Úlfi Úlfi árið 2014. „Ég vinn líka við að gera auglýsingar og ég er með nokkrar svoleiðis í bígerð í sumar auk þess sem ég var að klára handrit að stuttmynd sem ég vonast til þess að geta skotið á árinu. Svo geri ég örugglega fleiri tónlistarmyndbönd seinna í sumar,“ segir Magnús spurður að því hvað sé framundan hjá honum. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira
Í dag kemur út nýtt myndband með Retro Stefson við lagið Skin. Myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni en hann hefur verið að leikstýra mörgum af áhugaverðustu tónlistarmyndböndunum sem koma út um þessar mundir hér á landi. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir myndbandi fyrir Retro Stefson en hann leikstýrði einnig myndbandinu við lagið Glow sem var valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2012. Í þessu nýja myndbandi Retro Stefson eru þeir Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel, liðsmenn hljómsveitarinnar, í aðalhlutverki og sjást meðal annars slæpast á götum Eyrarbakka. „Strákana langaði til að taka upp myndband um tvo náunga sem stunda frekar frumstæða líkamsrækt í hverfinu sínu. Við fórum að skoða alls konar myndir frá jaðarsenum í smábæjum í Rússlandi og Englandi sem síðan leiddi okkur hingað heim á Eyrarbakka. Með tímanum þróaðist myndbandið síðan í vinalegri átt og varð meira að portretti af vinum að slæpast í smábæ. Það er alltaf gaman að vinna með Retro Stefson. Það er einhver ótrúlega góð orka í kringum bandið og síðan skemmir ekki fyrir að Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar þegar kemur að því að vera sætir og sjarmerandi í myndavél,“ segir Magnús um tilkomu myndbandsins.Magnús Leifsson, leikstjóriMagnús leikstýrði t.d. Brennum allt myndbandinu með Úlfi Úlfi þar sem Arnar Freyr ríður á hrossi um Breiðholtið, Reminiscence með Ólafi Arnalds og Alice Söru Ott þar sem Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður leikur aðalhlutverkið og Strákunum með Emmsjé Gauta – allt myndbönd sem hafa vakið athygli fyrir líflegt og eftirminnilegt myndefni og óhefðbundna nálgun að tónlistarmyndbandaforminu. Í myndböndunum hans Magnúsar má oft finna skemmtilega innrömmuð skot þar sem hann leikur sér með form og liti, í mörgum myndböndunum hans er tónlistarmaðurinn settur í óvenjulegar stöður og leikið er með staðalímyndir sem fylgja sumum tónlistarstefnum – t.d. með því að setja rappara á hestbak. Magnús hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir mörg af myndböndunum sínum og vann meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir myndbandið við lagið Tarantúlur með Úlfi Úlfi árið 2014. „Ég vinn líka við að gera auglýsingar og ég er með nokkrar svoleiðis í bígerð í sumar auk þess sem ég var að klára handrit að stuttmynd sem ég vonast til þess að geta skotið á árinu. Svo geri ég örugglega fleiri tónlistarmyndbönd seinna í sumar,“ segir Magnús spurður að því hvað sé framundan hjá honum.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Sjá meira