„Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar“ Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. maí 2016 11:15 Sena úr nýjasta myndbandi Retro Stefson þar sem Magnús leikur sér með liti og innrömmun. Vísir/Magnús Leifsson Í dag kemur út nýtt myndband með Retro Stefson við lagið Skin. Myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni en hann hefur verið að leikstýra mörgum af áhugaverðustu tónlistarmyndböndunum sem koma út um þessar mundir hér á landi. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir myndbandi fyrir Retro Stefson en hann leikstýrði einnig myndbandinu við lagið Glow sem var valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2012. Í þessu nýja myndbandi Retro Stefson eru þeir Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel, liðsmenn hljómsveitarinnar, í aðalhlutverki og sjást meðal annars slæpast á götum Eyrarbakka. „Strákana langaði til að taka upp myndband um tvo náunga sem stunda frekar frumstæða líkamsrækt í hverfinu sínu. Við fórum að skoða alls konar myndir frá jaðarsenum í smábæjum í Rússlandi og Englandi sem síðan leiddi okkur hingað heim á Eyrarbakka. Með tímanum þróaðist myndbandið síðan í vinalegri átt og varð meira að portretti af vinum að slæpast í smábæ. Það er alltaf gaman að vinna með Retro Stefson. Það er einhver ótrúlega góð orka í kringum bandið og síðan skemmir ekki fyrir að Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar þegar kemur að því að vera sætir og sjarmerandi í myndavél,“ segir Magnús um tilkomu myndbandsins.Magnús Leifsson, leikstjóriMagnús leikstýrði t.d. Brennum allt myndbandinu með Úlfi Úlfi þar sem Arnar Freyr ríður á hrossi um Breiðholtið, Reminiscence með Ólafi Arnalds og Alice Söru Ott þar sem Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður leikur aðalhlutverkið og Strákunum með Emmsjé Gauta – allt myndbönd sem hafa vakið athygli fyrir líflegt og eftirminnilegt myndefni og óhefðbundna nálgun að tónlistarmyndbandaforminu. Í myndböndunum hans Magnúsar má oft finna skemmtilega innrömmuð skot þar sem hann leikur sér með form og liti, í mörgum myndböndunum hans er tónlistarmaðurinn settur í óvenjulegar stöður og leikið er með staðalímyndir sem fylgja sumum tónlistarstefnum – t.d. með því að setja rappara á hestbak. Magnús hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir mörg af myndböndunum sínum og vann meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir myndbandið við lagið Tarantúlur með Úlfi Úlfi árið 2014. „Ég vinn líka við að gera auglýsingar og ég er með nokkrar svoleiðis í bígerð í sumar auk þess sem ég var að klára handrit að stuttmynd sem ég vonast til þess að geta skotið á árinu. Svo geri ég örugglega fleiri tónlistarmyndbönd seinna í sumar,“ segir Magnús spurður að því hvað sé framundan hjá honum. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Í dag kemur út nýtt myndband með Retro Stefson við lagið Skin. Myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni en hann hefur verið að leikstýra mörgum af áhugaverðustu tónlistarmyndböndunum sem koma út um þessar mundir hér á landi. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir myndbandi fyrir Retro Stefson en hann leikstýrði einnig myndbandinu við lagið Glow sem var valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2012. Í þessu nýja myndbandi Retro Stefson eru þeir Haraldur Ari og Unnsteinn Manuel, liðsmenn hljómsveitarinnar, í aðalhlutverki og sjást meðal annars slæpast á götum Eyrarbakka. „Strákana langaði til að taka upp myndband um tvo náunga sem stunda frekar frumstæða líkamsrækt í hverfinu sínu. Við fórum að skoða alls konar myndir frá jaðarsenum í smábæjum í Rússlandi og Englandi sem síðan leiddi okkur hingað heim á Eyrarbakka. Með tímanum þróaðist myndbandið síðan í vinalegri átt og varð meira að portretti af vinum að slæpast í smábæ. Það er alltaf gaman að vinna með Retro Stefson. Það er einhver ótrúlega góð orka í kringum bandið og síðan skemmir ekki fyrir að Unnsteinn og Haraldur Ari eru hálfgerðir svindlkarlar þegar kemur að því að vera sætir og sjarmerandi í myndavél,“ segir Magnús um tilkomu myndbandsins.Magnús Leifsson, leikstjóriMagnús leikstýrði t.d. Brennum allt myndbandinu með Úlfi Úlfi þar sem Arnar Freyr ríður á hrossi um Breiðholtið, Reminiscence með Ólafi Arnalds og Alice Söru Ott þar sem Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður leikur aðalhlutverkið og Strákunum með Emmsjé Gauta – allt myndbönd sem hafa vakið athygli fyrir líflegt og eftirminnilegt myndefni og óhefðbundna nálgun að tónlistarmyndbandaforminu. Í myndböndunum hans Magnúsar má oft finna skemmtilega innrömmuð skot þar sem hann leikur sér með form og liti, í mörgum myndböndunum hans er tónlistarmaðurinn settur í óvenjulegar stöður og leikið er með staðalímyndir sem fylgja sumum tónlistarstefnum – t.d. með því að setja rappara á hestbak. Magnús hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir mörg af myndböndunum sínum og vann meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir myndbandið við lagið Tarantúlur með Úlfi Úlfi árið 2014. „Ég vinn líka við að gera auglýsingar og ég er með nokkrar svoleiðis í bígerð í sumar auk þess sem ég var að klára handrit að stuttmynd sem ég vonast til þess að geta skotið á árinu. Svo geri ég örugglega fleiri tónlistarmyndbönd seinna í sumar,“ segir Magnús spurður að því hvað sé framundan hjá honum.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira