Þar munu fjögur forsetaefni takast á; þau Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir en þau nutu öll að minnsta kosti 2,5% stuðnings í könnun sem fréttastofa 365 framkvæmdi á dögunum.
Skoðanakannanir sem stuðningsmenn Guðna annars vegar og stuðningsmenn Davíðs Oddssonar hins vegar hafa látið framkvæma fyrir sig á síðustu dögum hafa gefið sambærilega niðurstöðu.
Spurðu frambjóðendurna
Áhorfendum mun gefast kostur á að senda inn spurningar í þáttinn í gegnum Twitter með því að nota merkinguna #forseti og munu forsetaefnin svara spurningunum í beinni útsendingu.
Hér að neðan má að sama skapi fylgjast með umræðunni á Twitter um kappræðurnar