Skrýtin svör og starfsaðferðir Landverndar Hans Kristjánsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Fannborg ehf., sem sér um rekstur hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, hefur síðustu 15 ár lagt bæði fé og vinnustundir í að hreinsa og fegra það umhverfi sem það starfar í. Fyrirtækið hefur haft forgöngu um hreinsun Kjalvegar og nágrennis. Það hefur tekið til í fjallgarðinum eftir útgerð Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum og nú er svo komið að svæðið, eftir áralöng verkefni í þá veru, er hreint og fallegt og ferðamönnum til yndisauka. Rannsóknir meðal ferðamanna á svæðinu staðfesta það. Fyrirtækið Fannborg er um 90% sjálfbært með rafmagn og vatn. Fyrirtækið flokkar sorp og flytur að sorpstöð á Flúðum. Fannborg er komið langt með að uppfylla skilyrði Hvíta svansins (vistvæn vottun) í rekstri. Fannborg hefur lagt rafmagnsstreng frá vatnsaflsvirkjun sinni í jörðu þannig að sjónmengun er engin. Þannig hefur þetta fyrirtæki ekki aðeins sett náttúru hálendisins í forgang heldur fylgt lögum og reglum um uppbyggingu á svæðinu. Gengist undir aðal-, lands- og svæðisskipulag Hrunamannahrepps og undir öll þau ákvæði sem gilda um rekstur fyrirtækja á hálendi Íslands. Til alls þessa verður því að horfa og þannig hefur þetta fyrirtæki vissa sérstöðu hvað varðar rekstur ferðaþjónustu á hálendinu. Allur rekstur þarf að geta þróast og þroskast út frá kröfum viðskiptavina og af þeim sökum hefur Fannborg hafið framkvæmdir í Kerlingarfjöllum sem lýst er í grein sem birtist á visir.is 26. apríl síðastliðinn. Inntak þeirrar greinar er óánægja Hrunamannahrepps með viðbrögð Landverndar við uppbyggingunni í Kerlingarfjöllum og skyldi engan undra athugasemdir hreppsins. Mér er fullljóst að réttur Landverndar til að kæra fyrirhugaða uppbyggingu er fyrir hendi. En hvað er Landvernd að kæra? Var málið aldrei skoðað í ljósi þeirra staðreynda sem hér að framan hefur verið lýst? Hafa forráðamenn Fannborgar nauðgað landinu í Kerlingarfjöllum á einhvern hátt og stendur eitthvað slíkt til? Nei, alls ekki, enda yfirlýst stefna fyrirtækisins, sem það hefur sýnt í verki síðustu 15 ár, að ganga vel um landið og horfa ríkulega til sjálfbærni í rekstri. Hvað er þá Landvernd, með Snorra Baldursson í forsvari, að kæra? Svör Formanns Landverndar við athugasemdum Hrunamannahrepps dæma sig sjálf. Að beita orðum eins og „bjánalegt“ og að þeir í Landvernd verði að nota þau úrræði sem þeir hafa eru rök sem halda engan veginn. Hefði ekki verið farsælla fyrir málstað Landverndar að skoða málið og forsögu þess betur og ganga í lið með þessu ágæta fyrirtæki, Fannborg. Má velta því fyrir sér hvort starfsaðferðir Landverndar séu ekki barn síns tíma. Hefði ekki verið, bæði gáfulegra og árangursríkara að Landvernd hefði kynnt sér sögu Fannborgar, nýtt sér sérstöðu þess til að marka áherslur og framtíðarsýn um uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendi Íslands. Eða er það yfirlýst stefna Landverndar að ferðaþjónusta á hálendinu sé tímaskekkja?Náttúran er fjöregg fyrirtækisins Fannborg á allt undir þeirri auðlind sem samanstendur af því stórbrotna landslagi og þeirri margbrotnu náttúru sem fyrirtækið starfar í. Náttúran er fjöregg þess og það er því skýr og klár vilji allra eigenda Fannborgar að standa vörð um hana. Annað væri glapræði. Nú horfir í að Kerlingarfjöll verði gerð að friðlandi og jafnvel eftir nokkur ár að þjóðgarði. Að sjálfsögðu styður Fannborg og eigendur fyrirtækisins slík áform. Hvað varðar friðland þá hefur Fannborg m.a. lagt til að svæðið verði stækkað frá upprunalegum áætlunum. Hálendi Íslands er oft kallað auðlind. Ég er þeirrar skoðunar að hálendi Íslands geti aldrei kallast auðlind nema það sé nýtt á einhvern hátt. Fannborg nýtir þessa umræddu auðlind og þjónustar ferðamenn sem vilja skoða og upplifa baráttu elds og íss á svæðinu. Guðmundur frá Miðdal hóf ferðir upp í Kerlingarfjöll um 1934 og nýtti sér svæðið til útvistar og kennslu í fjallamennsku. Hann lýsti fjöllunum á þann veg að „Kerlingarfjöll eru fegurst líparítfjalla á Íslandi. Tindar þeirra væru svo margbreytilegir að þeir minna á austurlensk hof“. Leyfum öllum tegundum ferðamanna að upplifa þessa fegurð hvort sem þeir eru svokallaðir náttúrusinnar eða kallast þjónustusinnar. Leggjum ekki stein í götu fyrirtækis sem hefur sýnt það á undanförnum árum að það ber mikla virðingu fyrir náttúru landsins. Fyrirtækis sem starfar í anda náttúruverndar og hefur sýnt gott fordæmi í uppbyggingu á svæðinu öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á hálendi Íslands til eftirbreytni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Fannborg ehf., sem sér um rekstur hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, hefur síðustu 15 ár lagt bæði fé og vinnustundir í að hreinsa og fegra það umhverfi sem það starfar í. Fyrirtækið hefur haft forgöngu um hreinsun Kjalvegar og nágrennis. Það hefur tekið til í fjallgarðinum eftir útgerð Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum og nú er svo komið að svæðið, eftir áralöng verkefni í þá veru, er hreint og fallegt og ferðamönnum til yndisauka. Rannsóknir meðal ferðamanna á svæðinu staðfesta það. Fyrirtækið Fannborg er um 90% sjálfbært með rafmagn og vatn. Fyrirtækið flokkar sorp og flytur að sorpstöð á Flúðum. Fannborg er komið langt með að uppfylla skilyrði Hvíta svansins (vistvæn vottun) í rekstri. Fannborg hefur lagt rafmagnsstreng frá vatnsaflsvirkjun sinni í jörðu þannig að sjónmengun er engin. Þannig hefur þetta fyrirtæki ekki aðeins sett náttúru hálendisins í forgang heldur fylgt lögum og reglum um uppbyggingu á svæðinu. Gengist undir aðal-, lands- og svæðisskipulag Hrunamannahrepps og undir öll þau ákvæði sem gilda um rekstur fyrirtækja á hálendi Íslands. Til alls þessa verður því að horfa og þannig hefur þetta fyrirtæki vissa sérstöðu hvað varðar rekstur ferðaþjónustu á hálendinu. Allur rekstur þarf að geta þróast og þroskast út frá kröfum viðskiptavina og af þeim sökum hefur Fannborg hafið framkvæmdir í Kerlingarfjöllum sem lýst er í grein sem birtist á visir.is 26. apríl síðastliðinn. Inntak þeirrar greinar er óánægja Hrunamannahrepps með viðbrögð Landverndar við uppbyggingunni í Kerlingarfjöllum og skyldi engan undra athugasemdir hreppsins. Mér er fullljóst að réttur Landverndar til að kæra fyrirhugaða uppbyggingu er fyrir hendi. En hvað er Landvernd að kæra? Var málið aldrei skoðað í ljósi þeirra staðreynda sem hér að framan hefur verið lýst? Hafa forráðamenn Fannborgar nauðgað landinu í Kerlingarfjöllum á einhvern hátt og stendur eitthvað slíkt til? Nei, alls ekki, enda yfirlýst stefna fyrirtækisins, sem það hefur sýnt í verki síðustu 15 ár, að ganga vel um landið og horfa ríkulega til sjálfbærni í rekstri. Hvað er þá Landvernd, með Snorra Baldursson í forsvari, að kæra? Svör Formanns Landverndar við athugasemdum Hrunamannahrepps dæma sig sjálf. Að beita orðum eins og „bjánalegt“ og að þeir í Landvernd verði að nota þau úrræði sem þeir hafa eru rök sem halda engan veginn. Hefði ekki verið farsælla fyrir málstað Landverndar að skoða málið og forsögu þess betur og ganga í lið með þessu ágæta fyrirtæki, Fannborg. Má velta því fyrir sér hvort starfsaðferðir Landverndar séu ekki barn síns tíma. Hefði ekki verið, bæði gáfulegra og árangursríkara að Landvernd hefði kynnt sér sögu Fannborgar, nýtt sér sérstöðu þess til að marka áherslur og framtíðarsýn um uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendi Íslands. Eða er það yfirlýst stefna Landverndar að ferðaþjónusta á hálendinu sé tímaskekkja?Náttúran er fjöregg fyrirtækisins Fannborg á allt undir þeirri auðlind sem samanstendur af því stórbrotna landslagi og þeirri margbrotnu náttúru sem fyrirtækið starfar í. Náttúran er fjöregg þess og það er því skýr og klár vilji allra eigenda Fannborgar að standa vörð um hana. Annað væri glapræði. Nú horfir í að Kerlingarfjöll verði gerð að friðlandi og jafnvel eftir nokkur ár að þjóðgarði. Að sjálfsögðu styður Fannborg og eigendur fyrirtækisins slík áform. Hvað varðar friðland þá hefur Fannborg m.a. lagt til að svæðið verði stækkað frá upprunalegum áætlunum. Hálendi Íslands er oft kallað auðlind. Ég er þeirrar skoðunar að hálendi Íslands geti aldrei kallast auðlind nema það sé nýtt á einhvern hátt. Fannborg nýtir þessa umræddu auðlind og þjónustar ferðamenn sem vilja skoða og upplifa baráttu elds og íss á svæðinu. Guðmundur frá Miðdal hóf ferðir upp í Kerlingarfjöll um 1934 og nýtti sér svæðið til útvistar og kennslu í fjallamennsku. Hann lýsti fjöllunum á þann veg að „Kerlingarfjöll eru fegurst líparítfjalla á Íslandi. Tindar þeirra væru svo margbreytilegir að þeir minna á austurlensk hof“. Leyfum öllum tegundum ferðamanna að upplifa þessa fegurð hvort sem þeir eru svokallaðir náttúrusinnar eða kallast þjónustusinnar. Leggjum ekki stein í götu fyrirtækis sem hefur sýnt það á undanförnum árum að það ber mikla virðingu fyrir náttúru landsins. Fyrirtækis sem starfar í anda náttúruverndar og hefur sýnt gott fordæmi í uppbyggingu á svæðinu öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á hálendi Íslands til eftirbreytni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun