Þegar ég fann Viðreisn Sigurjón Arnórsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Eins og margir ungir Íslendingar fór ég til útlanda eftir háskóla til þess að finna vinnu. Fyrir nokkrum mánuðum kom ég aftur til Íslands og fann að pólitíska umhverfið hafði gjörbreyst. Gömlu flokkarnir voru að rýrna og nýir ferskir stjórnmálaflokkar með unga efnilega leiðtoga voru að koma gríðarlega sterkir inn. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um pólitík og verið virkur í þeim málum. Ég sá tækifæri til þess að taka þátt í einhverju nýju og betra en það sem áður var. Ég las um nýja hreyfingu sem kallaðist „Viðreisn“. Ég kom mér í samband í gegnum Facebook við unga konu sem ég hafði heyrt tala fyrir hönd Viðreisnar í útvarpsviðtali. Hún benti mér á ungliðahreyfingu sem kallaði sig „Uppreisn“. Þar hittust ungir meðlimir Viðreisnar reglulega til þess að ræða um pólitík. Ég beið spenntur eftir næstu samkomu „Uppreisnar“ og þegar að henni kom mætti ég tímanlega. Ég stóð í inngangi Bjórgarðsins og áttaði mig á að ég þekkti ekki þá aðila sem ég var mættur til þess að hitta. Eina lausnin í því máli var að labba um barinn og spyrja hvern einasta hóp þar inni „eruð þið Uppreisn?“ Það var mikið hlegið og brosað til mín en enginn virtist vera fulltrúi Uppreisnar. Ég pantaði mér gos og settist niður. Korteri seinna mættu ungliðar Viðreisnar. Umræðan okkar þetta kvöld var áhugaverð, skynsamleg, vingjarnleg og allir voru opnir fyrir nýjum sjónarhornum og skoðunum. Svona fann ég Viðreisn. Núna, mörgum mánuðum síðar, hef ég tekið mikinn þátt í skipulagningu og stefnumótun fyrir flokkinn. Þar sem við stefnum að því að hafa formlegan stofnfund og mynda pólitískan flokk fljótlega, vil ég svara nokkrum spurningum sem ég hef heyrt um Viðreisn. Ætlar Viðreisn að bjóða sig fram í öllum kjördæmum? Já, Viðreisn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum. Við erum þegar með skrifstofu í Reykjavík og höfum haldið fundi þar en einnig á Akureyri og Reykjanesi. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar, yfir hundrað manns hafa tekið þátt í stefnumörkun flokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi án þess að vera formlega stofnuð.Með sína eigin nálgun Er Viðreisn ekki bara önnur útgáfa af Sjálfstæðisflokknum? Er Viðreisn ekki bara önnur Samfylking? Borið hefur á að fólk reyni að skilgreina Viðreisn sem aðra útgáfu af eldra stjórnmálaafli. Fólk er kannski það vant gamla fjórflokknum að það hvarflar ekki að því að hér sé um raunverulega nýtt fólk, nýtt afl að ræða. Margir aðilar hafa komið að starfi flokksins, úr ýmsum áttum. Í mínum störfum hjá Viðreisn hef ég unnið með fólki sem áður studdi Sjálfstæðisflokkinn, sumir Samfylkinguna, aðrir Píratana og margir voru ópólitískir áður en Viðreisn varð til. Viðreisn er nýr stjórnmálaflokkur, óháður öðrum flokkum og með sína eigin nálgun að því hvernig best er að veita þjóðinni forystu. Er Viðreisn bara Evrópusambandsflokkur? Nei, afstaða Viðreisnar til Evrópusambandsins er að við viljum hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að klára samningaviðræðurnar við Evrópusambandið. Við teljum flest best að viðræðunum verði lokið með góðri niðurstöðu fyrir Ísland, en það er vonandi ekki talið mjög öfgakennt að treysta þjóðinni fyrir þessu máli. Að undanförnu hafa meira en hundrað manns, ásamt sérfræðingum á mörgum mismunandi sviðum, lagt mikla vinnu og metnað í að móta heildarstefnu í grundvallarmálum flokksins, sem mun verða birt á nýrri vefsíðu Viðreisnar á næstunni, en stefnt er að því að gengið verði frá stefnunni á fundi upp úr miðjum maí. Nú er stefnt að kosningum í októberlok. Fyrir þessar kosningar virðast margir vera tilbúnir að prófa eitthvað nýtt, skoða aðra valmöguleika. Fyrir það fólk eru margir nýir valkostir í boði. Ég hvet fólk til að prófa sig áfram og finna það sem best hentar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Eins og margir ungir Íslendingar fór ég til útlanda eftir háskóla til þess að finna vinnu. Fyrir nokkrum mánuðum kom ég aftur til Íslands og fann að pólitíska umhverfið hafði gjörbreyst. Gömlu flokkarnir voru að rýrna og nýir ferskir stjórnmálaflokkar með unga efnilega leiðtoga voru að koma gríðarlega sterkir inn. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um pólitík og verið virkur í þeim málum. Ég sá tækifæri til þess að taka þátt í einhverju nýju og betra en það sem áður var. Ég las um nýja hreyfingu sem kallaðist „Viðreisn“. Ég kom mér í samband í gegnum Facebook við unga konu sem ég hafði heyrt tala fyrir hönd Viðreisnar í útvarpsviðtali. Hún benti mér á ungliðahreyfingu sem kallaði sig „Uppreisn“. Þar hittust ungir meðlimir Viðreisnar reglulega til þess að ræða um pólitík. Ég beið spenntur eftir næstu samkomu „Uppreisnar“ og þegar að henni kom mætti ég tímanlega. Ég stóð í inngangi Bjórgarðsins og áttaði mig á að ég þekkti ekki þá aðila sem ég var mættur til þess að hitta. Eina lausnin í því máli var að labba um barinn og spyrja hvern einasta hóp þar inni „eruð þið Uppreisn?“ Það var mikið hlegið og brosað til mín en enginn virtist vera fulltrúi Uppreisnar. Ég pantaði mér gos og settist niður. Korteri seinna mættu ungliðar Viðreisnar. Umræðan okkar þetta kvöld var áhugaverð, skynsamleg, vingjarnleg og allir voru opnir fyrir nýjum sjónarhornum og skoðunum. Svona fann ég Viðreisn. Núna, mörgum mánuðum síðar, hef ég tekið mikinn þátt í skipulagningu og stefnumótun fyrir flokkinn. Þar sem við stefnum að því að hafa formlegan stofnfund og mynda pólitískan flokk fljótlega, vil ég svara nokkrum spurningum sem ég hef heyrt um Viðreisn. Ætlar Viðreisn að bjóða sig fram í öllum kjördæmum? Já, Viðreisn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum. Við erum þegar með skrifstofu í Reykjavík og höfum haldið fundi þar en einnig á Akureyri og Reykjanesi. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar, yfir hundrað manns hafa tekið þátt í stefnumörkun flokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi án þess að vera formlega stofnuð.Með sína eigin nálgun Er Viðreisn ekki bara önnur útgáfa af Sjálfstæðisflokknum? Er Viðreisn ekki bara önnur Samfylking? Borið hefur á að fólk reyni að skilgreina Viðreisn sem aðra útgáfu af eldra stjórnmálaafli. Fólk er kannski það vant gamla fjórflokknum að það hvarflar ekki að því að hér sé um raunverulega nýtt fólk, nýtt afl að ræða. Margir aðilar hafa komið að starfi flokksins, úr ýmsum áttum. Í mínum störfum hjá Viðreisn hef ég unnið með fólki sem áður studdi Sjálfstæðisflokkinn, sumir Samfylkinguna, aðrir Píratana og margir voru ópólitískir áður en Viðreisn varð til. Viðreisn er nýr stjórnmálaflokkur, óháður öðrum flokkum og með sína eigin nálgun að því hvernig best er að veita þjóðinni forystu. Er Viðreisn bara Evrópusambandsflokkur? Nei, afstaða Viðreisnar til Evrópusambandsins er að við viljum hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að klára samningaviðræðurnar við Evrópusambandið. Við teljum flest best að viðræðunum verði lokið með góðri niðurstöðu fyrir Ísland, en það er vonandi ekki talið mjög öfgakennt að treysta þjóðinni fyrir þessu máli. Að undanförnu hafa meira en hundrað manns, ásamt sérfræðingum á mörgum mismunandi sviðum, lagt mikla vinnu og metnað í að móta heildarstefnu í grundvallarmálum flokksins, sem mun verða birt á nýrri vefsíðu Viðreisnar á næstunni, en stefnt er að því að gengið verði frá stefnunni á fundi upp úr miðjum maí. Nú er stefnt að kosningum í októberlok. Fyrir þessar kosningar virðast margir vera tilbúnir að prófa eitthvað nýtt, skoða aðra valmöguleika. Fyrir það fólk eru margir nýir valkostir í boði. Ég hvet fólk til að prófa sig áfram og finna það sem best hentar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun