„Jafnrétti er númer eitt, tvö og þrjú í því að búa til samfélag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2016 16:07 Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi notaði dúkku til að aðstoða sig við að svara spurningum í beinni hjá Nova. Vísir/GVA Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi hvetur allar konur til að kjósa sig í komandi forsetakosningum. Hún segir konur fara halloka eins og er en sjálf er hún í framboði vegna þess að hún telur sig hafa eitthvað fram að færa. Þetta kom fram þegar rætt var við Elísabetu í beinni á Facebook-síðu Nova í dag. Hún var spurð af hverju hún væri að bjóða sig fram til forseta. „Þetta var þessi tilfinning að fyrst langaði mig að bjóða mig fram og vita hvað í því fælist. Síðan vildi ég finna í mér leiðtogann því ég vissi að hann væri þarna og ég hef verið mjög hreykin af sjálfri sér. Ég hvet allar konur til að bjóða sig fram og til að kjósa mig því konur eru að fara halloka eins og er,“ sagði Elísabet. Hún sagðist viss um að hún hefði eitthvað fram að færa í forsetaembættið sem hún sagði að snerist ekki aðeins um að hafa skoðanir á málefnum heldur að hafa áhuga á fólki: „Og ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á fólki og ég held að það sé grunnurinn fyrir ýmislegt annað og önnur málefni eins og lýðræði og frelsi.“ Þá sagði Elísabet að hún vilji vera forseti því henni finnist hún hafa eitthvað að segja. „Ég er venjuleg manneskja. Ég er öryrki, ég er með geðhvörf, ég er óvirkur alkóhólisti. Ég hef alið upp þrjá drengi, ég á átta ömmustelpur, ég hef staðið í skilnaði, átt í ofbeldissambandi,“ sagði Elísabet. Hún sagðist vera í framboð til þess að vinna. Þá sagði hún að það væri sín skoðun að auðlindir ættu að vera í þjóðareign og svaraði játandi þegar hún var spurð að því hvort hún væri jafnréttissinni: „Já, jafnrétti er númer eitt, tvö og þrjú í því að búa til samfélag.“ Þá sagði Elísabet að hana langi til að vera forseti til að geta hjálpað öðrum, hlustað á aðra og til að geta tengt fólk saman. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi Elísabet Jökulsdóttir segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. 25. maí 2016 12:30 Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. 25. maí 2016 12:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi hvetur allar konur til að kjósa sig í komandi forsetakosningum. Hún segir konur fara halloka eins og er en sjálf er hún í framboði vegna þess að hún telur sig hafa eitthvað fram að færa. Þetta kom fram þegar rætt var við Elísabetu í beinni á Facebook-síðu Nova í dag. Hún var spurð af hverju hún væri að bjóða sig fram til forseta. „Þetta var þessi tilfinning að fyrst langaði mig að bjóða mig fram og vita hvað í því fælist. Síðan vildi ég finna í mér leiðtogann því ég vissi að hann væri þarna og ég hef verið mjög hreykin af sjálfri sér. Ég hvet allar konur til að bjóða sig fram og til að kjósa mig því konur eru að fara halloka eins og er,“ sagði Elísabet. Hún sagðist viss um að hún hefði eitthvað fram að færa í forsetaembættið sem hún sagði að snerist ekki aðeins um að hafa skoðanir á málefnum heldur að hafa áhuga á fólki: „Og ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á fólki og ég held að það sé grunnurinn fyrir ýmislegt annað og önnur málefni eins og lýðræði og frelsi.“ Þá sagði Elísabet að hún vilji vera forseti því henni finnist hún hafa eitthvað að segja. „Ég er venjuleg manneskja. Ég er öryrki, ég er með geðhvörf, ég er óvirkur alkóhólisti. Ég hef alið upp þrjá drengi, ég á átta ömmustelpur, ég hef staðið í skilnaði, átt í ofbeldissambandi,“ sagði Elísabet. Hún sagðist vera í framboð til þess að vinna. Þá sagði hún að það væri sín skoðun að auðlindir ættu að vera í þjóðareign og svaraði játandi þegar hún var spurð að því hvort hún væri jafnréttissinni: „Já, jafnrétti er númer eitt, tvö og þrjú í því að búa til samfélag.“ Þá sagði Elísabet að hana langi til að vera forseti til að geta hjálpað öðrum, hlustað á aðra og til að geta tengt fólk saman.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi Elísabet Jökulsdóttir segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. 25. maí 2016 12:30 Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21 Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. 25. maí 2016 12:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Elísabet: Hrikalegt að einn maður mælist með svo mikið fylgi Elísabet Jökulsdóttir segist taka því fagnandi að mælast með eitthvert fylgi í skoðanakönnunum, þrátt fyrir að vissulega hafi hún viljað mælast með meira fylgi. Nú þurfi hún að gefa í. 25. maí 2016 12:30
Guðni Th. enn með langmest fylgi Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi. 25. maí 2016 10:21
Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. 25. maí 2016 12:50