Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. maí 2016 12:50 Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson mælast með mest fylgi frambjóðenda. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Stjórnmálafræðiprófessor segir útlitið ekki gott fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem út kom í dag, bætir Guðni lítillega við sig fylgi frá því í síðustu könnun. Hann mældist með 59,2 prósenta fylgi þann 9. maí en með 65,6 prósenta fylgi nú. Næstmestan stuðning samkvæmt könnuninni hefur Davíð með 18,1 prósent. Þetta er fyrsta könnun MMR sem unnin er að fullu eftir að Davíð tilkynnti um framboð sitt til forseta.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir greinilegt að framboð Davíðs hafi ekki fengið mikinn byr undir vængina.Sjá einnig: Davíð telur könnun MMR ekki endurspegla stöðuna eins og hún er í dag „Ég átti kannski ekki von á því, úr því sem komið var, að Davíð myndi ógna Guðna,“ segir Grétar Þór, aðspurður hvort lítið fylgi Davíðs komi á óvart. „En maður átti nú kannski allt eins von á því að hann næði einhverju meira flugi, kannski inn í tuttugu til þrjátíu prósent. Það er nú mánuður til kosninga og það getur eitthvað gerst enn, en ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson.“ Næst á eftir þeim Guðna og Davíð fylgja þau Andri Snær Magnason rithöfundur með 11 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir fjárfestir með 2,2 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með þrjú prósent. Alls eru tíu enn í framboði nú þegar akkúrat mánuður er í að gengið verði til atkvæða. Grétar segir eitthvað „dramatískt“ þurfa að gerast í kosningabaráttunni úr því sem komið er til þess að Guðni Th. verði ekki sigurvegari kosninganna. „Maður á aldrei að segja aldrei,“ segir hann. „Auðvitað er vika langur tími í þessu, eins og oft hefur verið sagt, en það þarf hreinlega eitthvað dramatískt til að úrslitin verði önnur. Guðni verður að gera eitthvað agalegt glappaskot, held ég.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni glaður í góðum meðbyr „Það er enn þá löng ferð fram undan.“ 25. maí 2016 11:09 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Stjórnmálafræðiprófessor segir útlitið ekki gott fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem út kom í dag, bætir Guðni lítillega við sig fylgi frá því í síðustu könnun. Hann mældist með 59,2 prósenta fylgi þann 9. maí en með 65,6 prósenta fylgi nú. Næstmestan stuðning samkvæmt könnuninni hefur Davíð með 18,1 prósent. Þetta er fyrsta könnun MMR sem unnin er að fullu eftir að Davíð tilkynnti um framboð sitt til forseta.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir greinilegt að framboð Davíðs hafi ekki fengið mikinn byr undir vængina.Sjá einnig: Davíð telur könnun MMR ekki endurspegla stöðuna eins og hún er í dag „Ég átti kannski ekki von á því, úr því sem komið var, að Davíð myndi ógna Guðna,“ segir Grétar Þór, aðspurður hvort lítið fylgi Davíðs komi á óvart. „En maður átti nú kannski allt eins von á því að hann næði einhverju meira flugi, kannski inn í tuttugu til þrjátíu prósent. Það er nú mánuður til kosninga og það getur eitthvað gerst enn, en ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson.“ Næst á eftir þeim Guðna og Davíð fylgja þau Andri Snær Magnason rithöfundur með 11 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir fjárfestir með 2,2 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með þrjú prósent. Alls eru tíu enn í framboði nú þegar akkúrat mánuður er í að gengið verði til atkvæða. Grétar segir eitthvað „dramatískt“ þurfa að gerast í kosningabaráttunni úr því sem komið er til þess að Guðni Th. verði ekki sigurvegari kosninganna. „Maður á aldrei að segja aldrei,“ segir hann. „Auðvitað er vika langur tími í þessu, eins og oft hefur verið sagt, en það þarf hreinlega eitthvað dramatískt til að úrslitin verði önnur. Guðni verður að gera eitthvað agalegt glappaskot, held ég.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni glaður í góðum meðbyr „Það er enn þá löng ferð fram undan.“ 25. maí 2016 11:09 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira