Guðni glaður í góðum meðbyr Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2016 11:09 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Ernir „Mér finnst gaman að finna meðbyr en það er enn þá löng ferð fram undan og maður heldur sínu striki og ég kynni áfram mig og mín sjónarmið og svo sjáum við hvað setur,“ segir sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson um niðurstöðu nýrrar könnunar MMR þar sem hann mælist með 65,6 prósenta fylgi. Guðni er langhæstur þeirra sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands en næstur á eftir honum er ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, sem mælist með 18 prósenta fylgi. Andri Snær Magnason er með ellefu prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir 2,2 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast með samanlagt 3 prósent. Guðni er á reisu um Suðurnes þar sem hann ræðir við kjósendur en hann segir það vera það skemmtilegasta við framboð sitt, að hitta og spjalla við fólk. „Að heyra í öllum sem hafa áhuga á þessu embætti og hvernig því skuli gegnt. Ég vona að við höldum áfram að hafa þennan byr í seglin,“ segir Guðni. Segja má að umræðan í kringum kosningabaráttuna hafi þyngst töluvert undanfarnar tvær vikur og kapp að færast í frambjóðendur en Guðni segist ekki eyða of mikilli orku í að hugsa um það. „Ég einblíni á það sem ég hef fram að færa og hvar sem ég fer þá finn ég að fólk kann helst að meta þau forsetaefni sem einbeita sér að því að kynna sína sýn á embættið og því ætla ég að halda áfram.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
„Mér finnst gaman að finna meðbyr en það er enn þá löng ferð fram undan og maður heldur sínu striki og ég kynni áfram mig og mín sjónarmið og svo sjáum við hvað setur,“ segir sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson um niðurstöðu nýrrar könnunar MMR þar sem hann mælist með 65,6 prósenta fylgi. Guðni er langhæstur þeirra sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands en næstur á eftir honum er ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, sem mælist með 18 prósenta fylgi. Andri Snær Magnason er með ellefu prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir 2,2 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mælast með samanlagt 3 prósent. Guðni er á reisu um Suðurnes þar sem hann ræðir við kjósendur en hann segir það vera það skemmtilegasta við framboð sitt, að hitta og spjalla við fólk. „Að heyra í öllum sem hafa áhuga á þessu embætti og hvernig því skuli gegnt. Ég vona að við höldum áfram að hafa þennan byr í seglin,“ segir Guðni. Segja má að umræðan í kringum kosningabaráttuna hafi þyngst töluvert undanfarnar tvær vikur og kapp að færast í frambjóðendur en Guðni segist ekki eyða of mikilli orku í að hugsa um það. „Ég einblíni á það sem ég hef fram að færa og hvar sem ég fer þá finn ég að fólk kann helst að meta þau forsetaefni sem einbeita sér að því að kynna sína sýn á embættið og því ætla ég að halda áfram.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira