Einkavæðing án umræðu Stjórnarmaðurinn skrifar 25. maí 2016 09:30 Félag í eigu reykvíska fasteignarisans Gamma hefur náð samkomulagi um kaup á leigufélaginu Kletti af Íbúðalánasjóði. Klettur var stofnað utan um 450 leiguíbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, en samkvæmt fregnum greiddi Gamma rétt ríflega 10 milljarða króna fyrir félagið. Íbúðalánasjóður er eins og flestir vita í eigu og umsjá ríkisins. Samkvæmt heimasíðu sjóðsins er það meðal annars markmið hans „að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum“. Ekki er gott að sjá hvernig salan á Kletti til einkaaðila, sem hefur það yfirlýsta markmið (eins og eðlilegt er) að hámarka arðsemi eigna sinna, rímar við yfirlýst markmið Íbúðalánasjóðs. Jafnvel þótt kaupunum hafi fylgt sú kvöð að óheimilt sé að hækka leigugreiðslur leigutaka í tólf mánuði, er varla hægt að búast við öðru en að til lengri tíma muni leigugreiðslur hækka umtalsvert. Margir kvarta undan því að erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast húsnæði á Íslandi, og að leigumarkarkaðurinn hækki á sama tíma upp úr öllu valdi. Fáir raunhæfir og viðráðanlegir kostir séu því fyrir ungt fólk til að koma sér upp húsnæði. Þrátt fyrir að stjórnarmaðurinn sé reyndar þeirrar skoðunar að nánast hvergi á byggðu bóli sé auðveldara að fjármagna og festa kaup á húsnæði en á Íslandi (til dæmis hvað varðar húsnæðisverð sem margfeldi árstekna, eða aðgengi að lánsfé) er sennilega nokkuð til í því síðarnefnda. Leigumarkaðurinn á Íslandi á óneitanlega eftir að taka út nokkurn þroska. Leiga er til dæmis hlutfallslega afar há miðað við nágrannalöndin, en mun auðveldara er að innheimta hlutfallslega háar leigugreiðslur á Íslandi til að standa undir mikilli skuldsetningu. Einnig virðist sem mikill hörgull sé á góðum leigukostum. Stjórnmálamenn virðast sömu skoðunar ef marka má hið margfræga húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur. Því er í raun stórfurðulegt að ríkisrekin stofnun hafi án umræðu fengið að selja frá sér gríðarlegt magn af leigueignum, án þess að því er virðist að nokkur greining hafi átt sér stað á því hvaða áhrif þessi sala kynni að hafa á markaðinn til lengri tíma. Enn furðulegra er svo að þessi sala virðist með öllu stangast á við lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Menn getur greint á um hvort sjóðurinn eigi yfirleitt tilvistarrétt, en ef hann á yfirhöfuð að starfa skal hann halda sig innan síns lögbundna hlutverks. Kallast þetta ekki einfaldlega einkavæðing án umræðu? Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Félag í eigu reykvíska fasteignarisans Gamma hefur náð samkomulagi um kaup á leigufélaginu Kletti af Íbúðalánasjóði. Klettur var stofnað utan um 450 leiguíbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, en samkvæmt fregnum greiddi Gamma rétt ríflega 10 milljarða króna fyrir félagið. Íbúðalánasjóður er eins og flestir vita í eigu og umsjá ríkisins. Samkvæmt heimasíðu sjóðsins er það meðal annars markmið hans „að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum“. Ekki er gott að sjá hvernig salan á Kletti til einkaaðila, sem hefur það yfirlýsta markmið (eins og eðlilegt er) að hámarka arðsemi eigna sinna, rímar við yfirlýst markmið Íbúðalánasjóðs. Jafnvel þótt kaupunum hafi fylgt sú kvöð að óheimilt sé að hækka leigugreiðslur leigutaka í tólf mánuði, er varla hægt að búast við öðru en að til lengri tíma muni leigugreiðslur hækka umtalsvert. Margir kvarta undan því að erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast húsnæði á Íslandi, og að leigumarkarkaðurinn hækki á sama tíma upp úr öllu valdi. Fáir raunhæfir og viðráðanlegir kostir séu því fyrir ungt fólk til að koma sér upp húsnæði. Þrátt fyrir að stjórnarmaðurinn sé reyndar þeirrar skoðunar að nánast hvergi á byggðu bóli sé auðveldara að fjármagna og festa kaup á húsnæði en á Íslandi (til dæmis hvað varðar húsnæðisverð sem margfeldi árstekna, eða aðgengi að lánsfé) er sennilega nokkuð til í því síðarnefnda. Leigumarkaðurinn á Íslandi á óneitanlega eftir að taka út nokkurn þroska. Leiga er til dæmis hlutfallslega afar há miðað við nágrannalöndin, en mun auðveldara er að innheimta hlutfallslega háar leigugreiðslur á Íslandi til að standa undir mikilli skuldsetningu. Einnig virðist sem mikill hörgull sé á góðum leigukostum. Stjórnmálamenn virðast sömu skoðunar ef marka má hið margfræga húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur. Því er í raun stórfurðulegt að ríkisrekin stofnun hafi án umræðu fengið að selja frá sér gríðarlegt magn af leigueignum, án þess að því er virðist að nokkur greining hafi átt sér stað á því hvaða áhrif þessi sala kynni að hafa á markaðinn til lengri tíma. Enn furðulegra er svo að þessi sala virðist með öllu stangast á við lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Menn getur greint á um hvort sjóðurinn eigi yfirleitt tilvistarrétt, en ef hann á yfirhöfuð að starfa skal hann halda sig innan síns lögbundna hlutverks. Kallast þetta ekki einfaldlega einkavæðing án umræðu?
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira