Engin íslensk kona í hópi þeirra 50 bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 22:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit 2015. Vísir/GVA Íslendingar hafa heldur betur verið stoltir af framgöngu krossfit-stelpnanna okkar í Bandaríkjunum á síðustu árum en enginn þeirra er þó í nógu formi til að vera í einu af fimmtíu efstu sætunum yfir þær íþróttakonur heimsins sem eru í besta forminu í dag.Sports Illustrated hefur tekið saman nýjan topp 50 lista og þrátt fyrir að það séu fulltrúar annarra þjóða en Bandaríkjanna á listanum þá er ekki pláss fyrir okkar stelpur. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit á síðasta ári eftir hörkukeppni við samlanda sinn Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara var lengi í forystu en hún varð á endanum í þriðja sæti. Áður hafði Anníe Mist Þórisdóttir verið fyrsta konan til að vinna þennan titil hraustasta kona heims tvö ár í röð. Ísland á því þrjá af fimm síðustu sigurvegurum kvennakeppninnar. Við söknum vissulega íslensku stelpnanna á listanum enda hraustari í meira lagi en þær fengu ekki náð fyrir augum valnefndar Sports Illustrated. Það er samt fróðlegt að skoða listann hjá Sports Illustrated en þar eru samankomnar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur sem sjá fyrir sér framtíð í íþróttunum. Þar má nefna frábærar íþróttakonur eins og langhlauparann Genzebe Dibaba frá Eþíópíu (47. sæti), knattspyrnukonuna Christie Rampone (44. sæti), skíðakonuna Lindsey Vonn (42. sæti), hollensku sjöþrautakonuna Dafne Schippers (34. sæti), sundkonuna Missy Franklin (20. sæti), bardagakonuna Ronda Rousey (19. sæti) og fimleikakonuna Gabby Douglas (16. sæti) en engin þeirra kemst inn á topp tíu listann.Á topp tíu listanum eru eftirtaldar íþróttakonur: 10. sæti - Kerri Walsh Jennings, standblak 9. sæti - Holly Holm, blandaðar bardagaíþróttir 8. sæti - Maggie Steffens, sundknattleikur 7. sæti - Claressa Shields, box 6. sæti - Gwen Jorgensen, þríþraut 5. sæti - Serena Williams, tennis 4. sæti - Katie Ledecky, sund 3. sæti - Simone Biles, fimleikar 2. sæti - Allyson Felix, frjálsar íþróttir 1. sæti - Jessica Ennis-Hill, frjálsar íþróttir Það er hægt að sjá myndband frá Sports Illustrated um þetta val hér. Íþróttir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sjá meira
Íslendingar hafa heldur betur verið stoltir af framgöngu krossfit-stelpnanna okkar í Bandaríkjunum á síðustu árum en enginn þeirra er þó í nógu formi til að vera í einu af fimmtíu efstu sætunum yfir þær íþróttakonur heimsins sem eru í besta forminu í dag.Sports Illustrated hefur tekið saman nýjan topp 50 lista og þrátt fyrir að það séu fulltrúar annarra þjóða en Bandaríkjanna á listanum þá er ekki pláss fyrir okkar stelpur. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit á síðasta ári eftir hörkukeppni við samlanda sinn Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara var lengi í forystu en hún varð á endanum í þriðja sæti. Áður hafði Anníe Mist Þórisdóttir verið fyrsta konan til að vinna þennan titil hraustasta kona heims tvö ár í röð. Ísland á því þrjá af fimm síðustu sigurvegurum kvennakeppninnar. Við söknum vissulega íslensku stelpnanna á listanum enda hraustari í meira lagi en þær fengu ekki náð fyrir augum valnefndar Sports Illustrated. Það er samt fróðlegt að skoða listann hjá Sports Illustrated en þar eru samankomnar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur sem sjá fyrir sér framtíð í íþróttunum. Þar má nefna frábærar íþróttakonur eins og langhlauparann Genzebe Dibaba frá Eþíópíu (47. sæti), knattspyrnukonuna Christie Rampone (44. sæti), skíðakonuna Lindsey Vonn (42. sæti), hollensku sjöþrautakonuna Dafne Schippers (34. sæti), sundkonuna Missy Franklin (20. sæti), bardagakonuna Ronda Rousey (19. sæti) og fimleikakonuna Gabby Douglas (16. sæti) en engin þeirra kemst inn á topp tíu listann.Á topp tíu listanum eru eftirtaldar íþróttakonur: 10. sæti - Kerri Walsh Jennings, standblak 9. sæti - Holly Holm, blandaðar bardagaíþróttir 8. sæti - Maggie Steffens, sundknattleikur 7. sæti - Claressa Shields, box 6. sæti - Gwen Jorgensen, þríþraut 5. sæti - Serena Williams, tennis 4. sæti - Katie Ledecky, sund 3. sæti - Simone Biles, fimleikar 2. sæti - Allyson Felix, frjálsar íþróttir 1. sæti - Jessica Ennis-Hill, frjálsar íþróttir Það er hægt að sjá myndband frá Sports Illustrated um þetta val hér.
Íþróttir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sjá meira