Rosalegt eftirpartý eftir frumsýningu Síma látins manns - Myndir Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2016 15:30 Benedikt Erlingsson og fleiri voru á staðnum. Myndir/Óli magg Leikritið Sími látins manns eftir bandaríska leikskáldið Söruh Ruhl var frumsýnt í Tjarnarbíói í gærkvöldi og var verkið frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík. Charlotte Bøving leikstýrir gamanverkinu sem segir frá konu sem ákveður að svara í síma manns á kaffihúsi, sem hefur hringt án afláts. Umfjöllunarefni verksins er einsemdin og þráin eftir nánd. Snjallsímar og sambærileg tæki, með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og tengimöguleikum, geta virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og skapað þrúgandi tómarúm. Leikritið er bráðfyndið en með grafalvarlegum undirtóni í takt við umfjöllunarefni verksins sem eru nándin, siðferðiskenndin, líf og dauði. Sími látins manns er fyrsta verk leikskáldsins Söruh Ruhl sem er sett upp á Íslandi. Bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl hefur unnið til fjölmargra verðlauna og meðal annars hlotið tvær tilnefningar til hinna virtu Pulitzer verðlauna. Verk hennar hafa verið sett upp víðsvegar í Bandaríkjunum og Evrópu og þýdd á fjölda tungumála. Verkið er fyrsta uppsetning leikhópsins Blink sem leikkonan María Dalberg stofnaði árið 2014. Fjórar sýningar verða á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og er miðasala á Midi.is. Fjölmargir mættu á frumsýninguna í gær og var síðan boðið í eftirpartý eftir sýninguna. Þar var mikið stuð eins og sjá má hér að ofan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikritið Sími látins manns eftir bandaríska leikskáldið Söruh Ruhl var frumsýnt í Tjarnarbíói í gærkvöldi og var verkið frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík. Charlotte Bøving leikstýrir gamanverkinu sem segir frá konu sem ákveður að svara í síma manns á kaffihúsi, sem hefur hringt án afláts. Umfjöllunarefni verksins er einsemdin og þráin eftir nánd. Snjallsímar og sambærileg tæki, með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og tengimöguleikum, geta virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og skapað þrúgandi tómarúm. Leikritið er bráðfyndið en með grafalvarlegum undirtóni í takt við umfjöllunarefni verksins sem eru nándin, siðferðiskenndin, líf og dauði. Sími látins manns er fyrsta verk leikskáldsins Söruh Ruhl sem er sett upp á Íslandi. Bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl hefur unnið til fjölmargra verðlauna og meðal annars hlotið tvær tilnefningar til hinna virtu Pulitzer verðlauna. Verk hennar hafa verið sett upp víðsvegar í Bandaríkjunum og Evrópu og þýdd á fjölda tungumála. Verkið er fyrsta uppsetning leikhópsins Blink sem leikkonan María Dalberg stofnaði árið 2014. Fjórar sýningar verða á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og er miðasala á Midi.is. Fjölmargir mættu á frumsýninguna í gær og var síðan boðið í eftirpartý eftir sýninguna. Þar var mikið stuð eins og sjá má hér að ofan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira