Laxinn er mættur í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 24. maí 2016 08:49 Opnun Norðurár hefur verið færð fram til 4. júní. Fyrstu laxarnir hafa látið sjá sig í Norðurá og eykur það bara á spennuna en það styttist í að áin opni fyrir veiðimönnum. Opnun Norðurár hefur verið færð fram um einn dag eða til 4. júní en undanfarin ár hefur hún opnað 5. júní. Áður en opnunin var færð aftur var áin opnuð 1. júní. Það er alltaf gaman að sjá fyrstu laxana í Norðurá og það kom heldur engum á óvart að sjá þá fyrstu á Brotinu og í Laxfossi. Þetta veit vonandi á góða opnun og gott veiðisumar en almennt ríkir mikil bjartsýni fyrir sumrinu. Í ár verða það stórsöngvararnir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson sem opna Norðurá en hefð er að skapast fyrir því að þekktir veiðimenn taki fyrstu köstin í ánna. Árnar á vesturlandi hafa verið frekar vatnslitlar miðað við árstíma og má það skrifast á kulda og rigningarleysi en ennþá er nokkur snjór í fjöllum og snjóbráðin ekki byrjuð að neinu ráði nema þegar það hafa komið hlýindaskot. Það gleður þess vegna veiðimenn að sjá rigningar í kortunum alla vikuna en aðrir landsmenn sem vilja sól væntanlega bölva spánni í hljóði. Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði
Fyrstu laxarnir hafa látið sjá sig í Norðurá og eykur það bara á spennuna en það styttist í að áin opni fyrir veiðimönnum. Opnun Norðurár hefur verið færð fram um einn dag eða til 4. júní en undanfarin ár hefur hún opnað 5. júní. Áður en opnunin var færð aftur var áin opnuð 1. júní. Það er alltaf gaman að sjá fyrstu laxana í Norðurá og það kom heldur engum á óvart að sjá þá fyrstu á Brotinu og í Laxfossi. Þetta veit vonandi á góða opnun og gott veiðisumar en almennt ríkir mikil bjartsýni fyrir sumrinu. Í ár verða það stórsöngvararnir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson sem opna Norðurá en hefð er að skapast fyrir því að þekktir veiðimenn taki fyrstu köstin í ánna. Árnar á vesturlandi hafa verið frekar vatnslitlar miðað við árstíma og má það skrifast á kulda og rigningarleysi en ennþá er nokkur snjór í fjöllum og snjóbráðin ekki byrjuð að neinu ráði nema þegar það hafa komið hlýindaskot. Það gleður þess vegna veiðimenn að sjá rigningar í kortunum alla vikuna en aðrir landsmenn sem vilja sól væntanlega bölva spánni í hljóði.
Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Bíldsfell áfram innan SVFR Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði