Rory McIlroy ætlar að fylgjast vel með fréttum af Zika vírusnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 23:00 Rory McIlroy. Vísir/Getty Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy er ekki alveg hundrað prósent viss um hvort hann taki þátt í golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í Brasilíu í ágúst. Ástæðan er Zika faraldurinn sem gengur nú í Brasilíu og hefur þegar haft þau áhrif að margir kylfingar ætla ekki að taka þátt í fyrstu golfkeppni Ólympíuleikanna í 112 ár. Ófæddum börnum stafar hætta af Zika veirunni en vegna vírussins sem talinn valda því að börn fæðist með óeðlilega lítil höfuð og mikið fötluð. Flestir þeir sem smitast fá væg einkenni eins og hita, beinverki og útbrot en vírusinn er ekki talinn hættulegur fyrir fullorðið fólk. „Það mun koma að þeim tímapunkti á næstu árum að við förum að huga að því að stofna fjölskyldu," sagði Rory McIlroy en kærasta hans er Erica Stoll. „Eins og staðan er núna þá er ég klár en ég vil ekki að neitt hafi áhrif á framhaldið hjá okkur," sagði Rory McIlroy. Kylfingarnir Vijay Singh, Marc Leishman, Adam Scott, Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel hafa allir gefið það út að þeir muni ekki keppa á ÓL í Ríó vegna Zika vírussins. „Núna er ég hinsvegar að leiðinni til Ríó og hlakka bara til. Nú þegar leikarnir nálgast óðum þá er ég að átta mig meira á því að ég að fara þangað til að keppa um gullið," sagði McIlroy. „Ég hef verið að lesa mikið af fréttum um Zika-vírusinn og það eru sumir sem halda því fram að staðan sé verri en látið er uppi með. Ég verð því að fylgjast mjög vel með stöðunni," sagði Rory McIlroy sem er á leiðinni í sprautur í næstu viku vegna annarra sjúkdóma sem fólk getur smitast af í Brasilíu.Rory McIlroy.Vísir/Getty Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy er ekki alveg hundrað prósent viss um hvort hann taki þátt í golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í Brasilíu í ágúst. Ástæðan er Zika faraldurinn sem gengur nú í Brasilíu og hefur þegar haft þau áhrif að margir kylfingar ætla ekki að taka þátt í fyrstu golfkeppni Ólympíuleikanna í 112 ár. Ófæddum börnum stafar hætta af Zika veirunni en vegna vírussins sem talinn valda því að börn fæðist með óeðlilega lítil höfuð og mikið fötluð. Flestir þeir sem smitast fá væg einkenni eins og hita, beinverki og útbrot en vírusinn er ekki talinn hættulegur fyrir fullorðið fólk. „Það mun koma að þeim tímapunkti á næstu árum að við förum að huga að því að stofna fjölskyldu," sagði Rory McIlroy en kærasta hans er Erica Stoll. „Eins og staðan er núna þá er ég klár en ég vil ekki að neitt hafi áhrif á framhaldið hjá okkur," sagði Rory McIlroy. Kylfingarnir Vijay Singh, Marc Leishman, Adam Scott, Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel hafa allir gefið það út að þeir muni ekki keppa á ÓL í Ríó vegna Zika vírussins. „Núna er ég hinsvegar að leiðinni til Ríó og hlakka bara til. Nú þegar leikarnir nálgast óðum þá er ég að átta mig meira á því að ég að fara þangað til að keppa um gullið," sagði McIlroy. „Ég hef verið að lesa mikið af fréttum um Zika-vírusinn og það eru sumir sem halda því fram að staðan sé verri en látið er uppi með. Ég verð því að fylgjast mjög vel með stöðunni," sagði Rory McIlroy sem er á leiðinni í sprautur í næstu viku vegna annarra sjúkdóma sem fólk getur smitast af í Brasilíu.Rory McIlroy.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira