Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 09:00 Þetta yrði eitthvað eins og maðurinn sagði. mynd/twitter Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tjáði sig í fyrsta sinn um mögulegan súper bardaga sinn gegn hnefaleikakappanum Floyd Mayweather sem hefur verið fjallað um að undanförnu. Það var Mayweather sjálfur sem lak því að hann hefur áhuga á að berjast við Conor en slúðurmiðillinn TMZ greindi frá því undir lok síðustu viku að Conor fengi 50 milljónir dollara eða 6,2 milljarða króna fyrir mögulegan nýársbardaga. Sú tala virðist ekki rétt því Mayweather er ekki að tala um nema sjö milljónir dollara fyrir Írann á meðan hann ætlar sjálfur að raka inn 100 milljónum dala á bardaganum. „Hann sagðist fá 100 milljónir en ég fæ sjö milljónir. Það er launalækkun fyrir mig. Ég tek ekki launalækkanir. Ég hélt að peningurinn væri í hnefaleikum,“ segir vélbyssukjafturinn Conor í viðtali við ESPN sem má sjá hér að neðan. „Sjö milljónir eru bara grín. Ef hann fær 100 milljónir fæ ég 100 milljónir. Ég er 27 ára gamall og er hálfnaður með minn 100 milljóna dollara samning. Þegar Mayweather var 27 ára var hann að hita upp fyrir Oscar De La Hoya,“ segir Conor. Írinn er alveg opinn fyrir því að berjast við Mayweather sem er einn af bestu hnefaleikaköppum allra tíma og er ósigraður í faginu eftir 49 bardaga. Conor segist samt ráða för í samningaferlinu ef af verður. „Hver vill ekki sigra báða heima? Hann er að eldast en ég hef stærðina, hæðina og faðmlengdina. Ég er líka yngri. Hann þarf á mér að að halda. Ég þarf ekki á honum að halda. Það er sannleikurinn,“ segir Írinn. „Við hvern annan á hann að berjast? Ef hann berst við einhvern annan úr hnefaleikaheiminum fer launatékkinn úr 100 milljónum í fimmtán milljónir þannig hann þarf á mér að halda. Ég er til í samningaviðræður en það verður ég sem stýri þeim.“ Aðspurður hvort hann sé klár í að koma aftur eftir smá frí og allt fjaðrafokið sem varð uppi í síðasta mánuði þegar hann hætti og hætti við að hætta segir Conor: „Það er eitthvað sem brennur inn í mér. Ég læt ekkert hafa áhrif á mig lengur. Ég er mjög einbeittur á að snúa aftur í 100 prósent standi.“ MMA Tengdar fréttir Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tjáði sig í fyrsta sinn um mögulegan súper bardaga sinn gegn hnefaleikakappanum Floyd Mayweather sem hefur verið fjallað um að undanförnu. Það var Mayweather sjálfur sem lak því að hann hefur áhuga á að berjast við Conor en slúðurmiðillinn TMZ greindi frá því undir lok síðustu viku að Conor fengi 50 milljónir dollara eða 6,2 milljarða króna fyrir mögulegan nýársbardaga. Sú tala virðist ekki rétt því Mayweather er ekki að tala um nema sjö milljónir dollara fyrir Írann á meðan hann ætlar sjálfur að raka inn 100 milljónum dala á bardaganum. „Hann sagðist fá 100 milljónir en ég fæ sjö milljónir. Það er launalækkun fyrir mig. Ég tek ekki launalækkanir. Ég hélt að peningurinn væri í hnefaleikum,“ segir vélbyssukjafturinn Conor í viðtali við ESPN sem má sjá hér að neðan. „Sjö milljónir eru bara grín. Ef hann fær 100 milljónir fæ ég 100 milljónir. Ég er 27 ára gamall og er hálfnaður með minn 100 milljóna dollara samning. Þegar Mayweather var 27 ára var hann að hita upp fyrir Oscar De La Hoya,“ segir Conor. Írinn er alveg opinn fyrir því að berjast við Mayweather sem er einn af bestu hnefaleikaköppum allra tíma og er ósigraður í faginu eftir 49 bardaga. Conor segist samt ráða för í samningaferlinu ef af verður. „Hver vill ekki sigra báða heima? Hann er að eldast en ég hef stærðina, hæðina og faðmlengdina. Ég er líka yngri. Hann þarf á mér að að halda. Ég þarf ekki á honum að halda. Það er sannleikurinn,“ segir Írinn. „Við hvern annan á hann að berjast? Ef hann berst við einhvern annan úr hnefaleikaheiminum fer launatékkinn úr 100 milljónum í fimmtán milljónir þannig hann þarf á mér að halda. Ég er til í samningaviðræður en það verður ég sem stýri þeim.“ Aðspurður hvort hann sé klár í að koma aftur eftir smá frí og allt fjaðrafokið sem varð uppi í síðasta mánuði þegar hann hætti og hætti við að hætta segir Conor: „Það er eitthvað sem brennur inn í mér. Ég læt ekkert hafa áhrif á mig lengur. Ég er mjög einbeittur á að snúa aftur í 100 prósent standi.“
MMA Tengdar fréttir Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00
Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00