Karla- og kvennalið Hauka ætla ekki að gefa neitt eftir á næsta tímabili en félagið hefur samið við fjóra leikmenn.
Þrír leikmenn hafa gengið til liðs við nýkrýnda Íslandsmeistara Hauka í karlaflokki. Þetta eru þeir Daníel Þór Ingason, Þórður Rafn Guðmundsson og Andri Heimir Friðriksson.
Sjá einnig: Janus og Ramune valin best á lokahófi HSÍ | Lovísa og Ómar efnilegust
Daníel er uppalinn hjá Haukum en hefur spilað með Val undanfarin ár. Þórður er sömuleiðis uppalinn Haukamaður en hann hefur leikið með Fjellhammer í Noregi undanfarin tvö ár.
Andri Heimir kemur frá ÍBV en hann hefur verið í stóru hlutverki hjá Eyjaliðinu á síðustu árum. Hjá Haukum hittir Andri fyrir bróður sinn, Hákon Daða Styrmisson, sem sló í gegn með Hafnarfjarðarliðinu í nýafstaðinni úrslitakeppni.
Þá er Elín Anna Baldursdóttir gengin til liðs við kvennalið Hauka frá FH. Elín Anna er uppalin hjá HK en hefur einnig spilað með ÍBV.
Haukar stórhuga | Sömdu við fjóra leikmenn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn




Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn


„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti