Stefnan sett á að toppa í Ríó Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2016 06:00 Hrafnhildur með medalíurnar þrjár. mynd/sundsamband íslands Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir hjá hafnfirsku sundkonunni Hrafnhildi Lúthersdóttur en hún snýr aftur frá London þremur medalíum ríkari. Hrafnhildur vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á lokadegi EM í 50 metra laug í London í gær en áður hafði hún unnið til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og bronsverðlauna í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur var með annan besta tímann í undanrásunum í 50 metra bringusundinu og þriðja besta tímann í undanúrslitunum þar sem hún synti á nýju Íslandsmeti, 30,83 sekúndum. Í úrslitunum í gær synti Hrafnhildur á 30,91, eða 0,10 sekúndum á eftir sigurvegaranum, hinni sænsku Jennie Johansson. Jenna Laukkanen frá Finnlandi varð þriðja en Norðurlandabúar röðuðu sér í fimm af fyrstu sex sætunum. „Þetta er stórkostlegt, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. Hún segist ekki hafa gert sér vonir um að ná svona góðum árangri í London og leit í raun á EM sem æfingamót. „Ég gerði mér eiginlega ekkert miklar væntingar, ég fór með æfingahugsun inn í mótið. Ég hef verið að æfa á fullu, var ekkert að hvíla fyrir mótið og ætlaði bara að sjá hvar ég væri stödd,“ sagði Hrafnhildur sem fékk svo sannarlega jákvæð svör við þeirri spurningu. Að hennar sögn var markmiðið ekki að toppa á EM. Það snýst allt um Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Ég hef verið að æfa á fullu frá því á HM í fyrra en það er síðasta skiptið sem ég hef verið fullhvíld fyrir mót. Svo er stefnan sett á að toppa í Ríó,“ sagði Hrafnhildur sem setti Íslandsmet í 50, 100 og 200 metra bringusundi á HM í Kazan í fyrra. Hún sló þau öll á EM í London. Hrafnhildur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún sé að toppa of snemma. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki verið í fullri hvíld og byrja strax aftur að æfa á morgun [í dag],“ sagði Hrafnhildur sem er bjartsýn á framhaldið og er ekkert smeyk um að auknar væntingar í kjölfar árangursins í Ríó trufli hana. „Eftir því sem ég verð eldri hef ég lært að loka betur á þetta. Ég finn fyrir meiri spennu en stressi og pressu,“ sagði Hrafnhildur sem er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið að heiman undanfarna daga. Varðandi framhaldið segir Hrafnhildur að það einkennist af æfingum. Hún tekur reyndar þátt á móti í Noregi um næstu helgi en það sé meira til gamans. Annars mun Hrafnhildur einbeita sér að æfingum, með það að markmiði að toppa í Ríó í ágúst.Íslenska sundfólkið sem keppti á EM.mynd/sundsamband íslands Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir hjá hafnfirsku sundkonunni Hrafnhildi Lúthersdóttur en hún snýr aftur frá London þremur medalíum ríkari. Hrafnhildur vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á lokadegi EM í 50 metra laug í London í gær en áður hafði hún unnið til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og bronsverðlauna í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur var með annan besta tímann í undanrásunum í 50 metra bringusundinu og þriðja besta tímann í undanúrslitunum þar sem hún synti á nýju Íslandsmeti, 30,83 sekúndum. Í úrslitunum í gær synti Hrafnhildur á 30,91, eða 0,10 sekúndum á eftir sigurvegaranum, hinni sænsku Jennie Johansson. Jenna Laukkanen frá Finnlandi varð þriðja en Norðurlandabúar röðuðu sér í fimm af fyrstu sex sætunum. „Þetta er stórkostlegt, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. Hún segist ekki hafa gert sér vonir um að ná svona góðum árangri í London og leit í raun á EM sem æfingamót. „Ég gerði mér eiginlega ekkert miklar væntingar, ég fór með æfingahugsun inn í mótið. Ég hef verið að æfa á fullu, var ekkert að hvíla fyrir mótið og ætlaði bara að sjá hvar ég væri stödd,“ sagði Hrafnhildur sem fékk svo sannarlega jákvæð svör við þeirri spurningu. Að hennar sögn var markmiðið ekki að toppa á EM. Það snýst allt um Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Ég hef verið að æfa á fullu frá því á HM í fyrra en það er síðasta skiptið sem ég hef verið fullhvíld fyrir mót. Svo er stefnan sett á að toppa í Ríó,“ sagði Hrafnhildur sem setti Íslandsmet í 50, 100 og 200 metra bringusundi á HM í Kazan í fyrra. Hún sló þau öll á EM í London. Hrafnhildur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún sé að toppa of snemma. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki verið í fullri hvíld og byrja strax aftur að æfa á morgun [í dag],“ sagði Hrafnhildur sem er bjartsýn á framhaldið og er ekkert smeyk um að auknar væntingar í kjölfar árangursins í Ríó trufli hana. „Eftir því sem ég verð eldri hef ég lært að loka betur á þetta. Ég finn fyrir meiri spennu en stressi og pressu,“ sagði Hrafnhildur sem er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið að heiman undanfarna daga. Varðandi framhaldið segir Hrafnhildur að það einkennist af æfingum. Hún tekur reyndar þátt á móti í Noregi um næstu helgi en það sé meira til gamans. Annars mun Hrafnhildur einbeita sér að æfingum, með það að markmiði að toppa í Ríó í ágúst.Íslenska sundfólkið sem keppti á EM.mynd/sundsamband íslands
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira