Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fordæmir vinnumansal á Hótel Adam Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. maí 2016 12:56 Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/GVA Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir vinnumansalsmál vera blett á íslensku samfélagi. Mál sem nú er til rannsóknar er tengist Hótel Adam í miðbæ Reykjavíkur sé alvarlegt og hann fordæmi slíkt atferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir samtökin fordæma hvers konar brotastarfsemi í ferðaþjónustu. „Það er blettur á okkar samfélagi að svona mál skuli koma upp. Maður bara trúir því ekki fyrr en maður tekur á því að það sé staðreynd. Þarna þarf að sjálfsögðu samstarf atvinnulífsins, launþegahreyfingarinnar og stjórnvalda að leggjast á eitt og uppræta svona ósóma,“ segir Grímur. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þögn Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka Iðnaðarins varðandi vinnumansal væri orðin ærandi. Grímur segist ekki átta sig á þessum ummælum og bendir á að Samtök atvinnulífsins, sem Samtök ferðaþjónustunnar eru aðili að, hafi ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að vinnumansali. Hann segir mál Hótels Adam sem nú er til rannsóknar ekki hafa komið á borð samtakanna en hann fordæmi þetta atferli. „Þetta er auðvitað lögreglumál og brot á lögum og þetta er í þeim farvegi sem því ber. En ég held að við getum lagt hönd á plóg ásamt launþegahreyfingunni að skapa samfélagslegan þrýsting um að svona eigi sér ekki stað,“ segir Grímur Sæmundsen. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Vinnumansalið átti sér stað á Hótel Adam 21. maí 2016 19:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir vinnumansalsmál vera blett á íslensku samfélagi. Mál sem nú er til rannsóknar er tengist Hótel Adam í miðbæ Reykjavíkur sé alvarlegt og hann fordæmi slíkt atferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir samtökin fordæma hvers konar brotastarfsemi í ferðaþjónustu. „Það er blettur á okkar samfélagi að svona mál skuli koma upp. Maður bara trúir því ekki fyrr en maður tekur á því að það sé staðreynd. Þarna þarf að sjálfsögðu samstarf atvinnulífsins, launþegahreyfingarinnar og stjórnvalda að leggjast á eitt og uppræta svona ósóma,“ segir Grímur. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þögn Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka Iðnaðarins varðandi vinnumansal væri orðin ærandi. Grímur segist ekki átta sig á þessum ummælum og bendir á að Samtök atvinnulífsins, sem Samtök ferðaþjónustunnar eru aðili að, hafi ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að vinnumansali. Hann segir mál Hótels Adam sem nú er til rannsóknar ekki hafa komið á borð samtakanna en hann fordæmi þetta atferli. „Þetta er auðvitað lögreglumál og brot á lögum og þetta er í þeim farvegi sem því ber. En ég held að við getum lagt hönd á plóg ásamt launþegahreyfingunni að skapa samfélagslegan þrýsting um að svona eigi sér ekki stað,“ segir Grímur Sæmundsen.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Vinnumansalið átti sér stað á Hótel Adam 21. maí 2016 19:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira