Níu keppa um lyklana að Bessastöðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2016 07:00 Aldrei hafa verið fleiri í framboði til embættis. Allt útlit er fyrir að níu manns verði í framboði í forsetakosningunum sem fram fara 25.?júní næstkomandi. Þar af eru fimm karlar og fjórar konur. Samkvæmt lögum bar frambjóðendum að skila framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti í gær ásamt nægjanlegum fjölda meðmælenda og vottorði yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frambjóðendum, eða umboðsmönnum þeirra, boðið að koma í ráðuneytið klukkan tvö í dag þar sem upplýst verður hverjir hafa skilað inn gögnum. Eftir helgina, þegar búið er að yfirfara gögnin og senda þau til Hæstaréttar, verður svo auglýst í Lögbirtingablaðinu hverjir verða í framboði til forseta Íslands. En þótt núna fyrst sé að komast mynd á það hverjir verða í framboði eru þrjár vikur liðnar frá því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Nú þegar hafa verið greidd á öllu landinu, og í flestum sendiráðum, samtals 418 atkvæði. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið greidd 246 atkvæði. Hingað til hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla færst í Laugardalshöllina þegar nær líður kosningum. Skiptir þá ekki máli hvort um alþingiskosningar eða forsetakosningar er að ræða. Nú verður breytt út af laginu og flyst utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Perluna þann 9. júní en verður ekki í Laugardalshöll. Bryndís Bachmann, fagstjóri þinglýsinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segir að þetta sé vegna plássleysis í Laugardalshöllinni. „Það hefur verið of þröngt og núna þegar embættin eru búin að sameinast þá var þetta bara of lítið,“ segir Bryndís. Þar vísar Bryndís í sameiningu sýslumannsembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Opið verður í Perlunni til klukkan tíu á kvöldin þegar þar að kemur.Aldrei fleiri frambjóðendurNú stefnir í að frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fleiri en nokkru sinni fyrr, en árið 2012 voru þeir sex. Árið 2012 voru sex í framboði: l Ólafur Ragnar Grímsson l Þóra Arnórsdóttir l Ari Trausti Guðmundsson l Herdís Þorgeirsdóttir l Andrea J. Ólafsdóttir l Hannes BjarnasonÁrið 2004 voru þrír í framboði: l Baldur Ágústsson l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór MagnússonÁrið 1996 voru fjórir í framboði: l Guðrún Agnarsdóttir l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór Magnússon l Pétur Kr. HafsteinÁrið 1988 voru tveir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Sigrún ÞorsteinsdóttirÁrið 1980 voru fjórir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Guðlaugur Þorvaldsson l Albert Guðmundsson l Pétur J. ThorsteinssonÁrið 1968 voru tveir í framboði: l Gunnar Thoroddsen l Kristján EldjárnÁrið 1952 voru þrír í framboði: l Ásgeir Ásgeirsson l Bjarni Jónsson l Gísli SveinssonGreinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Allt útlit er fyrir að níu manns verði í framboði í forsetakosningunum sem fram fara 25.?júní næstkomandi. Þar af eru fimm karlar og fjórar konur. Samkvæmt lögum bar frambjóðendum að skila framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti í gær ásamt nægjanlegum fjölda meðmælenda og vottorði yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frambjóðendum, eða umboðsmönnum þeirra, boðið að koma í ráðuneytið klukkan tvö í dag þar sem upplýst verður hverjir hafa skilað inn gögnum. Eftir helgina, þegar búið er að yfirfara gögnin og senda þau til Hæstaréttar, verður svo auglýst í Lögbirtingablaðinu hverjir verða í framboði til forseta Íslands. En þótt núna fyrst sé að komast mynd á það hverjir verða í framboði eru þrjár vikur liðnar frá því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Nú þegar hafa verið greidd á öllu landinu, og í flestum sendiráðum, samtals 418 atkvæði. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið greidd 246 atkvæði. Hingað til hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla færst í Laugardalshöllina þegar nær líður kosningum. Skiptir þá ekki máli hvort um alþingiskosningar eða forsetakosningar er að ræða. Nú verður breytt út af laginu og flyst utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Perluna þann 9. júní en verður ekki í Laugardalshöll. Bryndís Bachmann, fagstjóri þinglýsinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segir að þetta sé vegna plássleysis í Laugardalshöllinni. „Það hefur verið of þröngt og núna þegar embættin eru búin að sameinast þá var þetta bara of lítið,“ segir Bryndís. Þar vísar Bryndís í sameiningu sýslumannsembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Opið verður í Perlunni til klukkan tíu á kvöldin þegar þar að kemur.Aldrei fleiri frambjóðendurNú stefnir í að frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fleiri en nokkru sinni fyrr, en árið 2012 voru þeir sex. Árið 2012 voru sex í framboði: l Ólafur Ragnar Grímsson l Þóra Arnórsdóttir l Ari Trausti Guðmundsson l Herdís Þorgeirsdóttir l Andrea J. Ólafsdóttir l Hannes BjarnasonÁrið 2004 voru þrír í framboði: l Baldur Ágústsson l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór MagnússonÁrið 1996 voru fjórir í framboði: l Guðrún Agnarsdóttir l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór Magnússon l Pétur Kr. HafsteinÁrið 1988 voru tveir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Sigrún ÞorsteinsdóttirÁrið 1980 voru fjórir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Guðlaugur Þorvaldsson l Albert Guðmundsson l Pétur J. ThorsteinssonÁrið 1968 voru tveir í framboði: l Gunnar Thoroddsen l Kristján EldjárnÁrið 1952 voru þrír í framboði: l Ásgeir Ásgeirsson l Bjarni Jónsson l Gísli SveinssonGreinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira