

Haukar eru komnir í 2-0 í einvíginu við ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir 33-34 sigur í öðrum leik liðanna í Eyjum í kvöld.
Handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem kemur fram að þjálfari meistaraflokksliðs ÍBV, Arnar Pétursson, hafi tekið sér tímabundið leyfi frá þjálfun í samráði við við forsvarsmenn ÍBV.
Páley Borgþórsdóttir fordæmir forsvarsmenn ÍBV fyrir að hafa greint frá meintu eineltismáli og telur af og frá að málið eigi erindi í fjölmiðla.
Hákon Daði Styrmisson var mikill happafengur fyrir Hauka. Hann kom óvænt til félagsins frá ÍBV í janúar og fór á kostum í undanúrslitaeinvíginu gegn sínu gamla liði. Hann toppaði það svo með tíu mörkum í kvöld eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í síðasta leik.
Hákon Daði Styrmisson, vinstri hornamaður Hauka, skoraði flest mörk allra í úrslitakeppni Olís-deildar karla sem lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn ellefta Íslandsmeistaratitil með 34-31 sigri á Aftureldingu.
Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson var ÍBV-liðinu erfiður í undanúrslitaeinvígi Hauka og ÍBV en Haukarnir komust í úrslit í dag með sigri í fjórða leiknum úti í Eyjum.
Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli.