Nýju stikluna má sjá hér fyrir neðan.
Endurgerð eða framhald?
Óvíst er hvort um endurgerð eða þriðju myndina í seríunni er um að ræða. Tekið er fram í fyrstu stiklunni að 30 ár séu liðin eftir atburði Ghostbusters 2 en það gæti alveg eins átt að vera tilvísun að 30 ár séu liðin frá því að hún kom út.
Margir af leikurum upprunalegu myndanna tveggja bregður fyrir í nýju myndinni en lítið er vitað hversu stórar rullur þau fá eða hvern þau eiga að leika.
Persónur þeirra eru til dæmis ekki nefndar á nafn á síðu imdb.com. Þau Sigourney Weaver, Bill Murray, Dan Akroyd, Annie Potts og Ernie Hudson koma öll fyrir í leikaralista myndarinnar en hafa þó ekki verið sýnd í stiklum fyrir myndina hingað til og hvergi er minnst á gömlu draugabanana í stiklunum tveimur.
Nýja myndin skartar grínleikkonunum Melissu McCarthy, Kristen Wiig, Kate McKinnon, Leslie Jones og Chris Hemsworth í aðalhlutverkum en hann leikur treggáfaðann aðstoðarmann þeirra. Leikstjóri nýju myndarinnar er Paul Feig sem er líklegast þekktastur fyrir grínmyndirnar The Heat og Spy.
Nýju draugabanarnir mæta í bíó um miðjan júlí.