Haukar lentu 2-1 undir í einvíginu eftir tap í tvíframlengdum leik, 41-42, á laugardaginn. Þeim tókst hins vegar að snúa taflinu sér í vil, unnu fjórða leikinn á mánudaginn og kláruðu svo dæmið í oddaleik í gær.
Sjá einnig: Haukar langbestir á þessari öld
Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk í leiknum í gær en hann átti frábært tímabil í ár.
Þessi 21 árs gamli Selfyssingur hefur orðið Íslandsmeistari á báðum tímabilum sínum með Haukum en hann kom til liðsins frá Århus í Danmörku 2014.
Janus var að vonum hinn kátasti eftir leikinn í gær og sýndi skemmtileg dansspor í Haukaklefanum eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.
Þegar þú ert búinn að vera bestur! #olisdeildin pic.twitter.com/SkIgLwHKo0
— Andri bóbó (@AndriBoboHelga) May 19, 2016