Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2016 19:35 Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Rætist áætlanir Vegagerðarinnar um endurbætur Vestfjarðavegar verður hann orðinn 60 kílómetrum styttri en Djúpvegur eftir átta ár. Vestfirðir verða í forgangi á næstu árum, samkvæmt samgönguáætlun, sem nú er í meðförum Alþingis, en Stöð 2 hefur í fréttaröð að undanförnu greint frá þeim vegarbótum sem þar eru áformaðar. Þar ber Dýrafjarðargöng hæst, sem fyrirhugað er að bjóða út í haust. Samhliða verður hafist handa við endurnýjun vegarins yfir Dynjandisheiði. Þriðja stórverkefnið framundan er svo að leggja nýjan veg um Gufudalssveit en óvíst er hvort heimilt verður að fara um Teigsskóg. Það má í raun líta á þetta sem eitt heildstætt verkefni; að eyða fjórum verstu köflunum á Vestfjarðavegi. Þeir eru; Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og síðan Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Þessa hindranir valda því að Djúpvegur er núna aðalleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, 455 kílómetra löng, þótt vesturleiðin sé í dag orðin styttri, en hún er 448 kílómetra löng, eftir síðustu endurbætur í Kjálkafirði og Kerlingarfirði. En vesturleiðin á eftir að styttast verulega á næstu árum; með Dýrafjarðargöngum um 27 kílómetra, með endurbótum á Dynjandisheiði um 5 kílómetra og, ef leyfi fæst til að fara um Teigsskóg og Þorskafjörð, næst 22 kílómetra stytting. Samtals er verið að áforma 54 kílómetra styttingu á næstu átta árum. Það þýðir að vesturleiðin færi niður í 394 kílómetra og yrði þar með 61 kílómetra styttri en Djúpvegur.Frá Ísafirði. Leiðin til Reykjavíkur um Djúp er nú 455 km. Vesturleiðin fer niður í 394 km á næstu átta árum, ef áætlanir Vegagerðarinnar ná fram að ganga.Vísir/PjeturÞað er hins vegar óvíst hvort vesturleiðin verði greiðfærari en Djúpleiðin um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði, að því er fram kom í viðtali við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. Áfram verða erfiðir kaflar á Vestfjarðavegi, eins og Klettsháls, og óvíst er hvernig nýr vegur um Dynjandisheiði mun reynast. Markmið vegarbótanna er þó ekki síður það að koma á heilsárstengingu milli suður- og norðurfjarða Vestfjarða og að opna nýjan hring fyrir ferðamenn. Í því felast kannski stærstu tækifæri Vestfirðinga, að þar opnist hringleið sem verður fær nánast allt árið. „Þetta verður glæsilegur hringur þegar þessu lýkur,“ segir vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Alþingi Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Rætist áætlanir Vegagerðarinnar um endurbætur Vestfjarðavegar verður hann orðinn 60 kílómetrum styttri en Djúpvegur eftir átta ár. Vestfirðir verða í forgangi á næstu árum, samkvæmt samgönguáætlun, sem nú er í meðförum Alþingis, en Stöð 2 hefur í fréttaröð að undanförnu greint frá þeim vegarbótum sem þar eru áformaðar. Þar ber Dýrafjarðargöng hæst, sem fyrirhugað er að bjóða út í haust. Samhliða verður hafist handa við endurnýjun vegarins yfir Dynjandisheiði. Þriðja stórverkefnið framundan er svo að leggja nýjan veg um Gufudalssveit en óvíst er hvort heimilt verður að fara um Teigsskóg. Það má í raun líta á þetta sem eitt heildstætt verkefni; að eyða fjórum verstu köflunum á Vestfjarðavegi. Þeir eru; Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og síðan Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Þessa hindranir valda því að Djúpvegur er núna aðalleiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, 455 kílómetra löng, þótt vesturleiðin sé í dag orðin styttri, en hún er 448 kílómetra löng, eftir síðustu endurbætur í Kjálkafirði og Kerlingarfirði. En vesturleiðin á eftir að styttast verulega á næstu árum; með Dýrafjarðargöngum um 27 kílómetra, með endurbótum á Dynjandisheiði um 5 kílómetra og, ef leyfi fæst til að fara um Teigsskóg og Þorskafjörð, næst 22 kílómetra stytting. Samtals er verið að áforma 54 kílómetra styttingu á næstu átta árum. Það þýðir að vesturleiðin færi niður í 394 kílómetra og yrði þar með 61 kílómetra styttri en Djúpvegur.Frá Ísafirði. Leiðin til Reykjavíkur um Djúp er nú 455 km. Vesturleiðin fer niður í 394 km á næstu átta árum, ef áætlanir Vegagerðarinnar ná fram að ganga.Vísir/PjeturÞað er hins vegar óvíst hvort vesturleiðin verði greiðfærari en Djúpleiðin um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði, að því er fram kom í viðtali við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. Áfram verða erfiðir kaflar á Vestfjarðavegi, eins og Klettsháls, og óvíst er hvernig nýr vegur um Dynjandisheiði mun reynast. Markmið vegarbótanna er þó ekki síður það að koma á heilsárstengingu milli suður- og norðurfjarða Vestfjarða og að opna nýjan hring fyrir ferðamenn. Í því felast kannski stærstu tækifæri Vestfirðinga, að þar opnist hringleið sem verður fær nánast allt árið. „Þetta verður glæsilegur hringur þegar þessu lýkur,“ segir vegamálastjóri.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Alþingi Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00
Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15
Vegur um Teigsskóg leysi af Ódrjúgsháls eftir 3-4 ár Vegamálastjóri vonast til að vegagerð um hinn umdeilda Teigsskóg á Vestfjörðum verði boðin út fyrir áramót. 25. maí 2016 20:45