Flóðin í Þýskalandi stöðva bílaframleiðslu Audi Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2016 10:03 Mikið tjón varð af flóðunum í suðvesturhluta Þýskalands. Hin miklu flóð sem orðið hafa í suðvesturhluta Þýskalands stöðvuðu bílaframleiðslu tímabundið í verksmiðju Audi í Neckarsulm. Þar eru framleiddir bílarnir Audi A4, A5, A6, A7 og A8, auk sportbílsins R8 og RS bílar Audi. Hlutar af verksmiðju Audi í Neckarsulm voru umflotnir vatni á sunnudaginn og fyrri hluta mánudags. Framleiðslutap í verksmiðjunni er ekki ljóst en þar eru framleiddir um 1.300 bílar á dag. Í verksmiðjunni vinna 16.000 starfsmenn og í henni voru framleiddir alls 272.103 bílar í fyrra. Nú er framleiðsla í verksmiðjunni aftur komin af stað. Fjögur dauðsföll urðu í suðvesturhluta Þýskalands af völdum flóðanna um helgina. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Hin miklu flóð sem orðið hafa í suðvesturhluta Þýskalands stöðvuðu bílaframleiðslu tímabundið í verksmiðju Audi í Neckarsulm. Þar eru framleiddir bílarnir Audi A4, A5, A6, A7 og A8, auk sportbílsins R8 og RS bílar Audi. Hlutar af verksmiðju Audi í Neckarsulm voru umflotnir vatni á sunnudaginn og fyrri hluta mánudags. Framleiðslutap í verksmiðjunni er ekki ljóst en þar eru framleiddir um 1.300 bílar á dag. Í verksmiðjunni vinna 16.000 starfsmenn og í henni voru framleiddir alls 272.103 bílar í fyrra. Nú er framleiðsla í verksmiðjunni aftur komin af stað. Fjögur dauðsföll urðu í suðvesturhluta Þýskalands af völdum flóðanna um helgina.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent