Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 31. maí 2016 01:15 Guðni er enn með forskot á aðra frambjóðendur „Enn einu sinni segi ég það sama og áður. Ég held mínu striki. Kynni mínar hugmyndir um embætti forseta Íslands og svo er það nú fólkið sem velur forsetann. Eitthvað er ég greinilega að gera rétt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Rúmlega sextíu prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef kjósa ætti um forseta Íslands í dag. Nítján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson og ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnússon. Þá segjast sex prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Um tvö prósent segjast myndu kjósa Sturlu Jónsson en aðrir eru með minna fylgi. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er eftir að sjónvarpskappræður milli forsetaframbjóðenda hófust. Efstu fjórir frambjóðendurnir mættust eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld. Á sunnudag ræddi svo Björn Ingi Hrafnsson annars vegar við Andra Snæ og Höllu og hins vegar við Davíð og Guðna í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Í seinni hluta þáttarins tókust þeir Davíð og Guðni nokkuð á þar sem Davíð gagnrýndi Guðna fyrir skrif hans og ræður, einkum um Icesave og þorskastríðin. Guðni segist ekki hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif sjónvarpskappræðurnar myndu hafa á fylgið. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því, ég hugsa bara um það hvernig ég vil haga mínu framboði,“ segir Guðni. Í könnun sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag var Guðni með 65,5 prósenta fylgi en Davíð með 19,7 prósent. Breytingin á fylgi Davíðs er innan vikmarka. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð mánudagskvöldið 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 manns og var svarhlutfallið því 84 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 62,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Uppfært klukkan 10Tölur er sneru að úrtakinu og birtust í fyrri útgáfu fréttarinnar á Vísi voru rangar. Þær voru réttar í Fréttablaðinu og hafa verið uppfærðar í samræmi við það. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
„Enn einu sinni segi ég það sama og áður. Ég held mínu striki. Kynni mínar hugmyndir um embætti forseta Íslands og svo er það nú fólkið sem velur forsetann. Eitthvað er ég greinilega að gera rétt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Rúmlega sextíu prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef kjósa ætti um forseta Íslands í dag. Nítján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson og ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnússon. Þá segjast sex prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Um tvö prósent segjast myndu kjósa Sturlu Jónsson en aðrir eru með minna fylgi. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er eftir að sjónvarpskappræður milli forsetaframbjóðenda hófust. Efstu fjórir frambjóðendurnir mættust eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld. Á sunnudag ræddi svo Björn Ingi Hrafnsson annars vegar við Andra Snæ og Höllu og hins vegar við Davíð og Guðna í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Í seinni hluta þáttarins tókust þeir Davíð og Guðni nokkuð á þar sem Davíð gagnrýndi Guðna fyrir skrif hans og ræður, einkum um Icesave og þorskastríðin. Guðni segist ekki hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif sjónvarpskappræðurnar myndu hafa á fylgið. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því, ég hugsa bara um það hvernig ég vil haga mínu framboði,“ segir Guðni. Í könnun sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag var Guðni með 65,5 prósenta fylgi en Davíð með 19,7 prósent. Breytingin á fylgi Davíðs er innan vikmarka. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð mánudagskvöldið 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 manns og var svarhlutfallið því 84 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 62,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Uppfært klukkan 10Tölur er sneru að úrtakinu og birtust í fyrri útgáfu fréttarinnar á Vísi voru rangar. Þær voru réttar í Fréttablaðinu og hafa verið uppfærðar í samræmi við það.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
„Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45
Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14
Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37