Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 31. maí 2016 01:15 Guðni er enn með forskot á aðra frambjóðendur „Enn einu sinni segi ég það sama og áður. Ég held mínu striki. Kynni mínar hugmyndir um embætti forseta Íslands og svo er það nú fólkið sem velur forsetann. Eitthvað er ég greinilega að gera rétt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Rúmlega sextíu prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef kjósa ætti um forseta Íslands í dag. Nítján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson og ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnússon. Þá segjast sex prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Um tvö prósent segjast myndu kjósa Sturlu Jónsson en aðrir eru með minna fylgi. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er eftir að sjónvarpskappræður milli forsetaframbjóðenda hófust. Efstu fjórir frambjóðendurnir mættust eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld. Á sunnudag ræddi svo Björn Ingi Hrafnsson annars vegar við Andra Snæ og Höllu og hins vegar við Davíð og Guðna í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Í seinni hluta þáttarins tókust þeir Davíð og Guðni nokkuð á þar sem Davíð gagnrýndi Guðna fyrir skrif hans og ræður, einkum um Icesave og þorskastríðin. Guðni segist ekki hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif sjónvarpskappræðurnar myndu hafa á fylgið. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því, ég hugsa bara um það hvernig ég vil haga mínu framboði,“ segir Guðni. Í könnun sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag var Guðni með 65,5 prósenta fylgi en Davíð með 19,7 prósent. Breytingin á fylgi Davíðs er innan vikmarka. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð mánudagskvöldið 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 manns og var svarhlutfallið því 84 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 62,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Uppfært klukkan 10Tölur er sneru að úrtakinu og birtust í fyrri útgáfu fréttarinnar á Vísi voru rangar. Þær voru réttar í Fréttablaðinu og hafa verið uppfærðar í samræmi við það. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Enn einu sinni segi ég það sama og áður. Ég held mínu striki. Kynni mínar hugmyndir um embætti forseta Íslands og svo er það nú fólkið sem velur forsetann. Eitthvað er ég greinilega að gera rétt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Rúmlega sextíu prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef kjósa ætti um forseta Íslands í dag. Nítján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson og ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnússon. Þá segjast sex prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Um tvö prósent segjast myndu kjósa Sturlu Jónsson en aðrir eru með minna fylgi. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er eftir að sjónvarpskappræður milli forsetaframbjóðenda hófust. Efstu fjórir frambjóðendurnir mættust eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld. Á sunnudag ræddi svo Björn Ingi Hrafnsson annars vegar við Andra Snæ og Höllu og hins vegar við Davíð og Guðna í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Í seinni hluta þáttarins tókust þeir Davíð og Guðni nokkuð á þar sem Davíð gagnrýndi Guðna fyrir skrif hans og ræður, einkum um Icesave og þorskastríðin. Guðni segist ekki hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif sjónvarpskappræðurnar myndu hafa á fylgið. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því, ég hugsa bara um það hvernig ég vil haga mínu framboði,“ segir Guðni. Í könnun sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag var Guðni með 65,5 prósenta fylgi en Davíð með 19,7 prósent. Breytingin á fylgi Davíðs er innan vikmarka. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð mánudagskvöldið 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 manns og var svarhlutfallið því 84 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 62,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Uppfært klukkan 10Tölur er sneru að úrtakinu og birtust í fyrri útgáfu fréttarinnar á Vísi voru rangar. Þær voru réttar í Fréttablaðinu og hafa verið uppfærðar í samræmi við það.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45
Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14
Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37