Uppgangur Vinstri grænna er ekkert fagnaðarefni fyrir feður Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 30. maí 2016 14:51 Feðrum er vandi á höndum þegar þeir gera upp hug sinn við alþingiskosningar, þar sem stjórnmálin eru almennt áhugalaus um mannréttindi þeirra eftir skilnað. Þótt mikil vitundarvakning hafi átt sér stað síðustu misserin varðandi umgengnismál og lífskjör umgengnisforeldra, ber lítið á stefnumótun stjórnmálaaflanna í málefnum þeirra. Er nærtækt að nefna að forsetaframbjóðendur leggja mikið upp úr jafnrétti kynjanna og keppast við að kalla sjálfa sig femínista, en nefna hvergi þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á Íslandi gagnvart fráskildum feðrum. Sjálfstæðisflokkurinn var fyrstur flokka til að samþykkja greinagóðar ályktanir um foreldrajafnrétti á Landsfundi, og má nefna að Pétur H. Blöndal heitinn, var frumkvöðull á vettvangi stjórnmálanna við að benda á bág lífskjör umgengnisforeldra og það óréttlæti sem þeir mæta í samfélaginu. Mikil tímamót urðu við myndun núsitjandi ríkisstjórnar þegar ákvæði um foreldrajafnrétti var sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana. Stjórnarflokkarnir hafa náð árangri með að undirbyggja viðamiklar breytingar á réttindum fráskilinna feðra, og má nefna bætta almannaskráningu, og tillögur um jöfn réttindi skilnaðarforeldra til velferðarbóta. Að auki hefur Eygló Harðardóttir lagt fram frumvarp um húsnæðisbætur sem veita tekjulágum fráskildum feðrum rétt til húsnæðisbóta sem foreldrar en ekki sem barnlausir einstaklingar. Er ástæða til að þakka ríkisstjórnarflokkunum fyrir góð verk. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi ekki skýra afstöðu í stefnuskrá sinni til foreldrajafnréttis, hafa kjörnir fulltrúar flokksins gengið vasklega fram við að bæta kjör fráskilinna feðra, og nægir að nefna feðraorlofið og húsnæðisfrumvarp Eyglóar í því sambandi. Björt framtíð er hins vegar sá stjórnmálaflokkur sem gengið hafa hvað harðast við að vinna að réttindum fráskilinna feðra og er nærtækt að nefna þingsályktunartillögur Guðmundar Steingrímssonar um almannaskráningu og rannsóknir á þjóðfélagshópnum sem samþykktar voru á Alþingi á kjörtímabilinu. Er sárt til þess að hugsa að Björt framtíð búi við lágt fylgi miðað við hversu mikið hún hefur lagt sig fram við að bæta hag umgengnisforeldra. Píratar eru óskrifað blað hvað varðar málefni umgengnisforeldra og hefur ekki heyrst frá þeim setning né orð um málefni feðra. Við höfum lengi vitað af velvilja ýmissa kjörinna fulltrúa Samfylkingar í garð feðra, og er rétt að benda á að Samtök umgengnisforeldra áttu afskaplega góð samskipti við Guðbjart Hannesson heitinn um okkar réttindabaráttu. Að auki vitum við að mörgum bandamönnum innan þeirra raða, en góður vilji þessarra manna virðast stranda á afturhaldsöflum innan flokksins. Vegna þess hefur Samfylkingin ekkert beitt sér í þágu feðra á Íslandi. Sá stjórnmálaflokkur sem hefur gengið hvað harðast gegn mannréttindum fráskildra feðra er hins vegar Vinstri græn. Framganga þeirra hefur því ekki einkennst af tómlæti í garð feðra, heldur beinni andúð. Nægir að nefna í því sambandi framgöngu Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, þegar hann lagði fram frumvarp um barnalög á Alþingi árið 2012, þar sem hann beitti sér fyrir því að veikja rétt feðra til umgengni við börn sín og meina dómurum um að dæma um sameiginlega forsjá. Gerði hann það með aðstoð Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Ögmundar og fyrrum talskonu Femínistafélags Íslands. Má þar nefna að Femínistafélag Íslands hefur í ræðu og riti veist að réttindum feðra og beitt sér fyrir enn frekari réttindaskerðingum er varðar umgengni og lífskjör. Hafi það félag skömm fyrir alla tíð! Gríðarleg fylgisaukning Vinstri grænna er því ekkert skemmtiefni fyrir feður á Íslandi og er mikilvægt að kjörnir fulltrúar þess flokks sverji af sér þá andúð sem flokkurinn hefur sýnt feðrum á Íslandi á undanförnum árum. Mikilvægt er að allir karlmenn séu meðvitaðir um afstöðu stjórnmálaflokkanna til mannréttinda feðra. Í lagaframkvæmd hafa feður í reynd ekki rétt til umgengni við börn sín, þótt lögin kveði á um annað. Fráskildum feðrum er haldið í fátækt og koma stjórnvöld fram við þá eins og glæpamenn við innheimtu meðlaga og veitingu hvers kyns félagslegrar aðstoðar. Hvetja Samtök umgengnisforeldra landsmenn alla að taka tillit til afstöðu stjórnmálaflokkanna til málefna feðra þegar þeir kjósa í næstu alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Feðrum er vandi á höndum þegar þeir gera upp hug sinn við alþingiskosningar, þar sem stjórnmálin eru almennt áhugalaus um mannréttindi þeirra eftir skilnað. Þótt mikil vitundarvakning hafi átt sér stað síðustu misserin varðandi umgengnismál og lífskjör umgengnisforeldra, ber lítið á stefnumótun stjórnmálaaflanna í málefnum þeirra. Er nærtækt að nefna að forsetaframbjóðendur leggja mikið upp úr jafnrétti kynjanna og keppast við að kalla sjálfa sig femínista, en nefna hvergi þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á Íslandi gagnvart fráskildum feðrum. Sjálfstæðisflokkurinn var fyrstur flokka til að samþykkja greinagóðar ályktanir um foreldrajafnrétti á Landsfundi, og má nefna að Pétur H. Blöndal heitinn, var frumkvöðull á vettvangi stjórnmálanna við að benda á bág lífskjör umgengnisforeldra og það óréttlæti sem þeir mæta í samfélaginu. Mikil tímamót urðu við myndun núsitjandi ríkisstjórnar þegar ákvæði um foreldrajafnrétti var sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana. Stjórnarflokkarnir hafa náð árangri með að undirbyggja viðamiklar breytingar á réttindum fráskilinna feðra, og má nefna bætta almannaskráningu, og tillögur um jöfn réttindi skilnaðarforeldra til velferðarbóta. Að auki hefur Eygló Harðardóttir lagt fram frumvarp um húsnæðisbætur sem veita tekjulágum fráskildum feðrum rétt til húsnæðisbóta sem foreldrar en ekki sem barnlausir einstaklingar. Er ástæða til að þakka ríkisstjórnarflokkunum fyrir góð verk. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi ekki skýra afstöðu í stefnuskrá sinni til foreldrajafnréttis, hafa kjörnir fulltrúar flokksins gengið vasklega fram við að bæta kjör fráskilinna feðra, og nægir að nefna feðraorlofið og húsnæðisfrumvarp Eyglóar í því sambandi. Björt framtíð er hins vegar sá stjórnmálaflokkur sem gengið hafa hvað harðast við að vinna að réttindum fráskilinna feðra og er nærtækt að nefna þingsályktunartillögur Guðmundar Steingrímssonar um almannaskráningu og rannsóknir á þjóðfélagshópnum sem samþykktar voru á Alþingi á kjörtímabilinu. Er sárt til þess að hugsa að Björt framtíð búi við lágt fylgi miðað við hversu mikið hún hefur lagt sig fram við að bæta hag umgengnisforeldra. Píratar eru óskrifað blað hvað varðar málefni umgengnisforeldra og hefur ekki heyrst frá þeim setning né orð um málefni feðra. Við höfum lengi vitað af velvilja ýmissa kjörinna fulltrúa Samfylkingar í garð feðra, og er rétt að benda á að Samtök umgengnisforeldra áttu afskaplega góð samskipti við Guðbjart Hannesson heitinn um okkar réttindabaráttu. Að auki vitum við að mörgum bandamönnum innan þeirra raða, en góður vilji þessarra manna virðast stranda á afturhaldsöflum innan flokksins. Vegna þess hefur Samfylkingin ekkert beitt sér í þágu feðra á Íslandi. Sá stjórnmálaflokkur sem hefur gengið hvað harðast gegn mannréttindum fráskildra feðra er hins vegar Vinstri græn. Framganga þeirra hefur því ekki einkennst af tómlæti í garð feðra, heldur beinni andúð. Nægir að nefna í því sambandi framgöngu Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, þegar hann lagði fram frumvarp um barnalög á Alþingi árið 2012, þar sem hann beitti sér fyrir því að veikja rétt feðra til umgengni við börn sín og meina dómurum um að dæma um sameiginlega forsjá. Gerði hann það með aðstoð Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Ögmundar og fyrrum talskonu Femínistafélags Íslands. Má þar nefna að Femínistafélag Íslands hefur í ræðu og riti veist að réttindum feðra og beitt sér fyrir enn frekari réttindaskerðingum er varðar umgengni og lífskjör. Hafi það félag skömm fyrir alla tíð! Gríðarleg fylgisaukning Vinstri grænna er því ekkert skemmtiefni fyrir feður á Íslandi og er mikilvægt að kjörnir fulltrúar þess flokks sverji af sér þá andúð sem flokkurinn hefur sýnt feðrum á Íslandi á undanförnum árum. Mikilvægt er að allir karlmenn séu meðvitaðir um afstöðu stjórnmálaflokkanna til mannréttinda feðra. Í lagaframkvæmd hafa feður í reynd ekki rétt til umgengni við börn sín, þótt lögin kveði á um annað. Fráskildum feðrum er haldið í fátækt og koma stjórnvöld fram við þá eins og glæpamenn við innheimtu meðlaga og veitingu hvers kyns félagslegrar aðstoðar. Hvetja Samtök umgengnisforeldra landsmenn alla að taka tillit til afstöðu stjórnmálaflokkanna til málefna feðra þegar þeir kjósa í næstu alþingiskosningum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun