
Uppgangur Vinstri grænna er ekkert fagnaðarefni fyrir feður
Sjálfstæðisflokkurinn var fyrstur flokka til að samþykkja greinagóðar ályktanir um foreldrajafnrétti á Landsfundi, og má nefna að Pétur H. Blöndal heitinn, var frumkvöðull á vettvangi stjórnmálanna við að benda á bág lífskjör umgengnisforeldra og það óréttlæti sem þeir mæta í samfélaginu. Mikil tímamót urðu við myndun núsitjandi ríkisstjórnar þegar ákvæði um foreldrajafnrétti var sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana. Stjórnarflokkarnir hafa náð árangri með að undirbyggja viðamiklar breytingar á réttindum fráskilinna feðra, og má nefna bætta almannaskráningu, og tillögur um jöfn réttindi skilnaðarforeldra til velferðarbóta. Að auki hefur Eygló Harðardóttir lagt fram frumvarp um húsnæðisbætur sem veita tekjulágum fráskildum feðrum rétt til húsnæðisbóta sem foreldrar en ekki sem barnlausir einstaklingar. Er ástæða til að þakka ríkisstjórnarflokkunum fyrir góð verk.
Þótt Framsóknarflokkurinn hafi ekki skýra afstöðu í stefnuskrá sinni til foreldrajafnréttis, hafa kjörnir fulltrúar flokksins gengið vasklega fram við að bæta kjör fráskilinna feðra, og nægir að nefna feðraorlofið og húsnæðisfrumvarp Eyglóar í því sambandi.
Björt framtíð er hins vegar sá stjórnmálaflokkur sem gengið hafa hvað harðast við að vinna að réttindum fráskilinna feðra og er nærtækt að nefna þingsályktunartillögur Guðmundar Steingrímssonar um almannaskráningu og rannsóknir á þjóðfélagshópnum sem samþykktar voru á Alþingi á kjörtímabilinu. Er sárt til þess að hugsa að Björt framtíð búi við lágt fylgi miðað við hversu mikið hún hefur lagt sig fram við að bæta hag umgengnisforeldra.
Píratar eru óskrifað blað hvað varðar málefni umgengnisforeldra og hefur ekki heyrst frá þeim setning né orð um málefni feðra.
Við höfum lengi vitað af velvilja ýmissa kjörinna fulltrúa Samfylkingar í garð feðra, og er rétt að benda á að Samtök umgengnisforeldra áttu afskaplega góð samskipti við Guðbjart Hannesson heitinn um okkar réttindabaráttu. Að auki vitum við að mörgum bandamönnum innan þeirra raða, en góður vilji þessarra manna virðast stranda á afturhaldsöflum innan flokksins. Vegna þess hefur Samfylkingin ekkert beitt sér í þágu feðra á Íslandi.
Sá stjórnmálaflokkur sem hefur gengið hvað harðast gegn mannréttindum fráskildra feðra er hins vegar Vinstri græn. Framganga þeirra hefur því ekki einkennst af tómlæti í garð feðra, heldur beinni andúð. Nægir að nefna í því sambandi framgöngu Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, þegar hann lagði fram frumvarp um barnalög á Alþingi árið 2012, þar sem hann beitti sér fyrir því að veikja rétt feðra til umgengni við börn sín og meina dómurum um að dæma um sameiginlega forsjá. Gerði hann það með aðstoð Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Ögmundar og fyrrum talskonu Femínistafélags Íslands. Má þar nefna að Femínistafélag Íslands hefur í ræðu og riti veist að réttindum feðra og beitt sér fyrir enn frekari réttindaskerðingum er varðar umgengni og lífskjör. Hafi það félag skömm fyrir alla tíð!
Gríðarleg fylgisaukning Vinstri grænna er því ekkert skemmtiefni fyrir feður á Íslandi og er mikilvægt að kjörnir fulltrúar þess flokks sverji af sér þá andúð sem flokkurinn hefur sýnt feðrum á Íslandi á undanförnum árum.
Mikilvægt er að allir karlmenn séu meðvitaðir um afstöðu stjórnmálaflokkanna til mannréttinda feðra. Í lagaframkvæmd hafa feður í reynd ekki rétt til umgengni við börn sín, þótt lögin kveði á um annað. Fráskildum feðrum er haldið í fátækt og koma stjórnvöld fram við þá eins og glæpamenn við innheimtu meðlaga og veitingu hvers kyns félagslegrar aðstoðar.
Hvetja Samtök umgengnisforeldra landsmenn alla að taka tillit til afstöðu stjórnmálaflokkanna til málefna feðra þegar þeir kjósa í næstu alþingiskosningum.
Skoðun

Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar

Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans
Viðar Halldórsson skrifar

Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða
Anton Guðmundsson skrifar

Sjálfbærni í stað sóunar
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Kærleikurinn pikkaði í mig
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum
Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar

Við erum ennþá minni fiskur nú!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Heimur skorts eða gnægða?
Þorvaldur Víðisson skrifar

Vígvellir barna eru víða
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Narsissismi í hnotskurn
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Palestína í Eurovision
Sigurður Loftur Thorlacius skrifar

Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi
Þórir Garðarsson skrifar

Hversu lítill fiskur yrðum við?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Þjóðin vill eitt, Kristrún annað
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til!
Steinunn Þórðardóttir skrifar

Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld
Hannes Örn Blandon skrifar

Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd
Björn B. Björnsson skrifar

Söngur Ísraels og RÚV
Ingólfur Gíslason. skrifar

Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur
Kristinn R Guðlaugsson skrifar

Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza!
Viðar Eggertsson skrifar

Kærleikurinn pikkaði í mig
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Friðun Grafarvogs
Stefán Jón Hafstein skrifar

Torfærur, hossur og hristingar!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi
Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar

Við munum aldrei fela okkur aftur
Kári Garðarsson skrifar

Er Kópavogsbær vel rekinn?
Bergljót Kristinsdóttir skrifar