Hætta á „Disney-væðingu“ miðbæjarins verði ekkert gert Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2016 11:00 Eflaust er þetta ekki það sem átt við með Disney-væðingu en þetta er þó áhugaverður möguleiki. vísir/gva/getty Hætta er á því að miðbær Reykjavíkur verði of „Disney-væddur“ verði ekkert gert í því að dreifa ferðamönnum um landið. Þetta er haft eftir Gunnari Þór Jóhannessyni, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, í umfjöllun The Guardian um ferðamenn á Íslandi. Helsta umfjöllunarefni greinarinnar er frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar er meðal annars lagt til að fólki verði heimilt að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári sé af henni greitt skráningargjald, fasteignin skráð hjá sýslumanni og að hún uppfylli brunakröfur. Frumvarpið hefur verið til meðferðar í þinginu að undanförnu og gæti orðið að lögum, með gerðum breytingum, á næstu dögum.Sjá einnig:Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Búist er við því að 1,6 milljón ferðamenn heimsæki Ísland á árinu en það er tæplega þrjátíu prósent aukning frá árinu áður. Þessi aukni ferðamannastraumur hefur þýtt að útleiga í gegnum forrit á borð við Airbnb tvöfaldast á skömmum tíma með tilheyrandi þrengingum á leigumarkaði og hærra leiguverði í langtímaleigu. „Við erum aðeins að byggja um þrjátíu prósent af því sem þörf er á á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Elvar Orri Hreinsson hjá Íslandsbanka. Að hans mati þyrfti að byggja upp um þúsund ný hótelrými til að anna straumnum en um þrjúhundruð slík eru í kortunum.Sjá einnig:Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent „Allir sjá að eitthvað þarf að gera í málunum. Við viljum ekki að miðbær Reykjavíkur verði eingöngu ferðamenn án nokkurra íbúa,“ segir Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Hún er vongóð um að frumvarpið verði að lögum. Áðurnefndur Gunnar Þór segir hins vegar að nauðsynlegt sé að flýta sér ekki of í þessum efnum. „Við verðum að safna saman gögnum og upplýsingum um stöðuna svo unnt sé að taka bestu ákvarðanirnar um framhaldið. Það er auðvelt að draga upp svarta mynd af ástandinu, segja að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum, því þetta gerðist allt svo hratt. Þetta er stór ákvörðun og til að gæta sanngirni þá er ríkisstjórn landsins að reyna að ná stjórn á aðstæðunum,“ segir Gunnar Þór. „Ég tel að þetta séu aðeins vaxtaverkir.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Mikil uppbygging er fram undan í Vík í Mýrdal. Hafist hefur verið handa við að reisa stóra verslunarmiðstöð sem hýsa á matvöruverslun, veitingastað og verslanir. 26. maí 2016 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði Átak stendur yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn þeim sem reka gistingu án leyfa. 29. mars 2016 11:09 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Hætta er á því að miðbær Reykjavíkur verði of „Disney-væddur“ verði ekkert gert í því að dreifa ferðamönnum um landið. Þetta er haft eftir Gunnari Þór Jóhannessyni, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, í umfjöllun The Guardian um ferðamenn á Íslandi. Helsta umfjöllunarefni greinarinnar er frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar er meðal annars lagt til að fólki verði heimilt að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári sé af henni greitt skráningargjald, fasteignin skráð hjá sýslumanni og að hún uppfylli brunakröfur. Frumvarpið hefur verið til meðferðar í þinginu að undanförnu og gæti orðið að lögum, með gerðum breytingum, á næstu dögum.Sjá einnig:Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Búist er við því að 1,6 milljón ferðamenn heimsæki Ísland á árinu en það er tæplega þrjátíu prósent aukning frá árinu áður. Þessi aukni ferðamannastraumur hefur þýtt að útleiga í gegnum forrit á borð við Airbnb tvöfaldast á skömmum tíma með tilheyrandi þrengingum á leigumarkaði og hærra leiguverði í langtímaleigu. „Við erum aðeins að byggja um þrjátíu prósent af því sem þörf er á á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Elvar Orri Hreinsson hjá Íslandsbanka. Að hans mati þyrfti að byggja upp um þúsund ný hótelrými til að anna straumnum en um þrjúhundruð slík eru í kortunum.Sjá einnig:Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent „Allir sjá að eitthvað þarf að gera í málunum. Við viljum ekki að miðbær Reykjavíkur verði eingöngu ferðamenn án nokkurra íbúa,“ segir Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Hún er vongóð um að frumvarpið verði að lögum. Áðurnefndur Gunnar Þór segir hins vegar að nauðsynlegt sé að flýta sér ekki of í þessum efnum. „Við verðum að safna saman gögnum og upplýsingum um stöðuna svo unnt sé að taka bestu ákvarðanirnar um framhaldið. Það er auðvelt að draga upp svarta mynd af ástandinu, segja að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum, því þetta gerðist allt svo hratt. Þetta er stór ákvörðun og til að gæta sanngirni þá er ríkisstjórn landsins að reyna að ná stjórn á aðstæðunum,“ segir Gunnar Þór. „Ég tel að þetta séu aðeins vaxtaverkir.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44 Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47 Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Mikil uppbygging er fram undan í Vík í Mýrdal. Hafist hefur verið handa við að reisa stóra verslunarmiðstöð sem hýsa á matvöruverslun, veitingastað og verslanir. 26. maí 2016 07:00 Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09 Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði Átak stendur yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn þeim sem reka gistingu án leyfa. 29. mars 2016 11:09 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Sveitarstjóri segir fulltrúana ekki vanhæfa til að taka ákvarðanir sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. 6. maí 2016 10:44
Bann á útleigu íbúðarhúsnæðis á Djúpavogi Sveitastjórn samþykkti meðal annars að heimagisting verði aðeins heimiluð í flokki eitt að undangenginni grenndarkynningu. 26. maí 2016 14:47
Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Mikil uppbygging er fram undan í Vík í Mýrdal. Hafist hefur verið handa við að reisa stóra verslunarmiðstöð sem hýsa á matvöruverslun, veitingastað og verslanir. 26. maí 2016 07:00
Rúmlega tvöföldun í fjölda gistirýma á Airbnb Rúmlega tvöfalt fleiri gistirými á Íslandi eru nú auglýst á Airbnb en fyrir ári síðan. 26. janúar 2016 15:09
Stöðvuðu starfsemi Airbnb gistingar sem engin leyfi hafði Átak stendur yfir hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn þeim sem reka gistingu án leyfa. 29. mars 2016 11:09