Föðurbetrungar Magnús Guðmundsson skrifar 30. maí 2016 07:00 gNýstúdentarnir með hvíta kolla og sólskinsbros streyma út úr skólum landsins þessa dagana og það er svo sannarlega ástæða til þess að óska þeim öllum til hamingju með áfangann. Til hamingju með stúdentsprófið og tímamótin sem í því felast að vera þjóðfélagsþegnar sem geta hafið háskólanám eða annað sambærilegt framhaldsnám, fá að kjósa forseta lýðveldisins, kjósa sína fulltrúa til Alþingis Íslendinga og mega meira að segja kaupa sér bjór og annað áfengi þegar tvítugsaldrinum er náð. Þeim sem mest liggur á er meira að segja heimilt að skella sér í hjónaband, hlaða niður börnum, kaupa sér íbúð og stofna til skulda við íslenska bankakerfið allt að því inn í eilífðina. Allt eru þetta misstórir og mismikilvægir áfangar í lífi hvers og eins en engu að síður allir umhugsunarverðir. Þessi unga kynslóð hugsar sig örugglega vel um. Það virðist hún nefnilega hafa gert til þessa og það er í rauninni alveg stórmerkilegt í ljósi hegðunar og hátta margra eldri kynslóða og er þá einkum vísað til þeirra sem hafa farið með völd og forráð í íslensku samfélagi á liðnum árum og jafnvel áratugum. Ef við til að mynda látum á það reyna að líta í kringum okkur með þeirra augum þá er í raun svo ótalmargt sem betur mætti fara og er okkur sannast sagna til lítils sóma. Skoðum stöðuna: Stjórnmál á Íslandi virðast óþægilega oft snúast um völd einstaklinga og hagsmunahópa fremur en heildarhag og hagsmuni þjóðarinnar. Um tíundi hluti þjóðarinnar á í sífellu stærri hlut af eignum og verðmætum sem skapast á landinu og gætu verið til skiptanna. Að eignast íbúð fyrir unga Íslendinga hefur ekki verið erfiðari hjalli á lífsleiðinni svo áratugum skiptir. Langt nám felur í sér gegndarlausa skuldsetningu til áratuga. Barneignir eru afleitur kostur fjárhagslega. Ómetanlegum náttúrverðmætum er stefnt í voða fyrir skammtímagróða. Ný og endurbætt stjórnarskrá virðist vera fjarlægur draumur og þannig mætti áfram telja. En af einhverjum sökum virðast sumir halda að þetta unga fólk þurfi óskaplega á að halda reynslu og forræði þeirra sem eldri eru. Að hér fari allt í kaldakol ef ekki eru til staðar gamlir karlar til þess að fara hér með tögl og hagldir. Það er hæpið. Það sem þessi kynslóð þarf á að halda er að skoða samfélagið sem við eldri kynslóðirnar höfum skapað og taka svo þá ákvörðun að gera betur. Miklu betur. Og ef við sem eldri erum gerum slíkt hið sama og horfum til þess hvað þessi kynslóð nýstúdenta er að gera og hefur þegar gert, þá gæti dregið til tíðinda. Hjá þeim er neysla áfengis og tóbaks langtum minni en áður var. Þau stunda íþróttir og heilsurækt. Leggja stund á listir og menningu svo eftir er tekið. Þau berjast fyrir jafnrétti kynjanna, taka afstöðu gegn einelti, hafna fordómum og hafa trú á bættum heimi og betra lífi. Þetta eru egg sem kenna hænum á hverjum degi. Þetta er kynslóð föðurbetrunga sem okkur ber að læra af og hlusta á strax í dag. Megi þau lengi lifa!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Magnús Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
gNýstúdentarnir með hvíta kolla og sólskinsbros streyma út úr skólum landsins þessa dagana og það er svo sannarlega ástæða til þess að óska þeim öllum til hamingju með áfangann. Til hamingju með stúdentsprófið og tímamótin sem í því felast að vera þjóðfélagsþegnar sem geta hafið háskólanám eða annað sambærilegt framhaldsnám, fá að kjósa forseta lýðveldisins, kjósa sína fulltrúa til Alþingis Íslendinga og mega meira að segja kaupa sér bjór og annað áfengi þegar tvítugsaldrinum er náð. Þeim sem mest liggur á er meira að segja heimilt að skella sér í hjónaband, hlaða niður börnum, kaupa sér íbúð og stofna til skulda við íslenska bankakerfið allt að því inn í eilífðina. Allt eru þetta misstórir og mismikilvægir áfangar í lífi hvers og eins en engu að síður allir umhugsunarverðir. Þessi unga kynslóð hugsar sig örugglega vel um. Það virðist hún nefnilega hafa gert til þessa og það er í rauninni alveg stórmerkilegt í ljósi hegðunar og hátta margra eldri kynslóða og er þá einkum vísað til þeirra sem hafa farið með völd og forráð í íslensku samfélagi á liðnum árum og jafnvel áratugum. Ef við til að mynda látum á það reyna að líta í kringum okkur með þeirra augum þá er í raun svo ótalmargt sem betur mætti fara og er okkur sannast sagna til lítils sóma. Skoðum stöðuna: Stjórnmál á Íslandi virðast óþægilega oft snúast um völd einstaklinga og hagsmunahópa fremur en heildarhag og hagsmuni þjóðarinnar. Um tíundi hluti þjóðarinnar á í sífellu stærri hlut af eignum og verðmætum sem skapast á landinu og gætu verið til skiptanna. Að eignast íbúð fyrir unga Íslendinga hefur ekki verið erfiðari hjalli á lífsleiðinni svo áratugum skiptir. Langt nám felur í sér gegndarlausa skuldsetningu til áratuga. Barneignir eru afleitur kostur fjárhagslega. Ómetanlegum náttúrverðmætum er stefnt í voða fyrir skammtímagróða. Ný og endurbætt stjórnarskrá virðist vera fjarlægur draumur og þannig mætti áfram telja. En af einhverjum sökum virðast sumir halda að þetta unga fólk þurfi óskaplega á að halda reynslu og forræði þeirra sem eldri eru. Að hér fari allt í kaldakol ef ekki eru til staðar gamlir karlar til þess að fara hér með tögl og hagldir. Það er hæpið. Það sem þessi kynslóð þarf á að halda er að skoða samfélagið sem við eldri kynslóðirnar höfum skapað og taka svo þá ákvörðun að gera betur. Miklu betur. Og ef við sem eldri erum gerum slíkt hið sama og horfum til þess hvað þessi kynslóð nýstúdenta er að gera og hefur þegar gert, þá gæti dregið til tíðinda. Hjá þeim er neysla áfengis og tóbaks langtum minni en áður var. Þau stunda íþróttir og heilsurækt. Leggja stund á listir og menningu svo eftir er tekið. Þau berjast fyrir jafnrétti kynjanna, taka afstöðu gegn einelti, hafna fordómum og hafa trú á bættum heimi og betra lífi. Þetta eru egg sem kenna hænum á hverjum degi. Þetta er kynslóð föðurbetrunga sem okkur ber að læra af og hlusta á strax í dag. Megi þau lengi lifa!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun