Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júní 2016 10:30 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi segir að í ljósi reynslunnar hljóti það að hafa verið mistök hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að skrifa undir fyrsta Icesave-samninginn. Forsetinn hefði hins vegar lært af reynslunni og leyft þjóðinni að eiga lokaorðið í tvígang. Sjálfur segist Guðni ekki hafa skrifað undir Icesave I ef hann hefði fengið tugþúsundir undirskrifta eins og Ólafur Ragnar fékk seinna meir. Guðni er fimmti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.„Stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum“ Í kosningabáráttu sinni hefur Guðni talað fyrir því að hann vilji ákvæði í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að ákveðið hlutfall kosningabærra geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi, en eins og stjórnarskráin er í dag er það forsetanum í sjálfsvald sett hvort mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðni segir að sér lítist vel á tillögur stjórnarskrárnefndar. „Þar er einmitt minnst á þetta ákvæði um beint lýðræði. Hver getur verið á móti því? Hin ákvæðin, um þjóðareign á auðlindum og náttúruvernd, mér hugnast þau líka en stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum. Stjórnarskránni er breytt með því að fólkið í landinu velur fulltrúa á þing sem svo eiga síðasta orðið og aftur með atbeina fólksins því það þarf tvö þing ja nema við breytum þessu með einhverjum afbrigðum. Sannleikurinn er sá að forsetinn getur haft skoðanir á þessu en hans sjónarmið í þessu eins og öðru á að vera það að fólkið fái að ráða,“ segir Guðni. Nái hann kjöri ætlar hann að hvetja þingmenn til þess að ráðast í þær breytingar sem hann telur mikilvægar, það er ákvæði um beint lýðræði og svo breytingar á þjóðhöfðingjakaflanum en að mati Guðna þarf að skýra hlutverk forseta í stjórnarskrá. „En ég myndi ekki setja neinar þumalskrúfur á menn. Ég myndi hvetja en þingið á að ráða með tilstilli fólksins sem kýs fulltrúa á þingið.“Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00 Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47 Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi segir að í ljósi reynslunnar hljóti það að hafa verið mistök hjá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að skrifa undir fyrsta Icesave-samninginn. Forsetinn hefði hins vegar lært af reynslunni og leyft þjóðinni að eiga lokaorðið í tvígang. Sjálfur segist Guðni ekki hafa skrifað undir Icesave I ef hann hefði fengið tugþúsundir undirskrifta eins og Ólafur Ragnar fékk seinna meir. Guðni er fimmti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.„Stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum“ Í kosningabáráttu sinni hefur Guðni talað fyrir því að hann vilji ákvæði í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að ákveðið hlutfall kosningabærra geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi, en eins og stjórnarskráin er í dag er það forsetanum í sjálfsvald sett hvort mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Guðni segir að sér lítist vel á tillögur stjórnarskrárnefndar. „Þar er einmitt minnst á þetta ákvæði um beint lýðræði. Hver getur verið á móti því? Hin ákvæðin, um þjóðareign á auðlindum og náttúruvernd, mér hugnast þau líka en stjórnarskrá Íslands er ekki breytt á Bessastöðum. Stjórnarskránni er breytt með því að fólkið í landinu velur fulltrúa á þing sem svo eiga síðasta orðið og aftur með atbeina fólksins því það þarf tvö þing ja nema við breytum þessu með einhverjum afbrigðum. Sannleikurinn er sá að forsetinn getur haft skoðanir á þessu en hans sjónarmið í þessu eins og öðru á að vera það að fólkið fái að ráða,“ segir Guðni. Nái hann kjöri ætlar hann að hvetja þingmenn til þess að ráðast í þær breytingar sem hann telur mikilvægar, það er ákvæði um beint lýðræði og svo breytingar á þjóðhöfðingjakaflanum en að mati Guðna þarf að skýra hlutverk forseta í stjórnarskrá. „En ég myndi ekki setja neinar þumalskrúfur á menn. Ég myndi hvetja en þingið á að ráða með tilstilli fólksins sem kýs fulltrúa á þingið.“Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00 Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47 Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Í kosningabaráttu sinni hefur Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. 9. júní 2016 10:00
Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. 8. júní 2016 18:47
Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00