Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR ingvar haraldsson skrifar 9. júní 2016 10:12 Artikolo ehf. er langt komið í viðræðum um að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu JÖR. Þetta segir Kolfinna Von Arnardóttir, framkvæmdastjóri Artikolo. Kolfinna segir við að JÖR sé í sóknarhug. Stefnt sé að því að opna nýja verslun við Reykjavíkurhöfn en fyrir rekur JÖR eina verslun á Laugavegi. „Hann var að fá úthlutað pláss niður á gömlu höfn í verbúðunum,“ segir hún. Einnig sé verið að skoða hvernig koma megi vörumerkinu að erlendis. Artikolo muni eiga helmingshlut í JÖR á móti stofnendum vörumerkisins að sögn Kolfinnu. Áður átti félagið Tailor Holding sem Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla, og Eygló Björk Kjartansdóttir stóðu að samkvæmt frétt Morgunblaðsins, 51 prósenta hlut á móti G13 ehf., sem var að mestu í eigu stofnenda JÖR, Guðmundar Jörundssonar og Gunnars Arnar Petersen. Kolfinna segir Artikolo einnig nýlega hafa keypt íslenska tískuvörumerkið E-label auk Reykjavik Fashion Festival og Reykjavik Fashion Academy. Hluthafar í Artikolo eru alls fimm að sögn Kolfinnu. Hún vilji þó ekki gefa upp alla hluthafana að svo stöddu en segir þó að auk hennar séu Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu, og unnusta hans Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og fitness-keppandi hluthafar ásamt Upplifunarstofunni ehf. Hluthafar í því félagi samkvæmt ársreikningi ársins 2014 eru Jakob Hrafnsson mágur Kolfinnu og Vefpressan sem er að hluta til í eigu Björns Inga Hrafnssonar, eiginmanns hennar. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Artikolo ehf. er langt komið í viðræðum um að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu JÖR. Þetta segir Kolfinna Von Arnardóttir, framkvæmdastjóri Artikolo. Kolfinna segir við að JÖR sé í sóknarhug. Stefnt sé að því að opna nýja verslun við Reykjavíkurhöfn en fyrir rekur JÖR eina verslun á Laugavegi. „Hann var að fá úthlutað pláss niður á gömlu höfn í verbúðunum,“ segir hún. Einnig sé verið að skoða hvernig koma megi vörumerkinu að erlendis. Artikolo muni eiga helmingshlut í JÖR á móti stofnendum vörumerkisins að sögn Kolfinnu. Áður átti félagið Tailor Holding sem Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla, og Eygló Björk Kjartansdóttir stóðu að samkvæmt frétt Morgunblaðsins, 51 prósenta hlut á móti G13 ehf., sem var að mestu í eigu stofnenda JÖR, Guðmundar Jörundssonar og Gunnars Arnar Petersen. Kolfinna segir Artikolo einnig nýlega hafa keypt íslenska tískuvörumerkið E-label auk Reykjavik Fashion Festival og Reykjavik Fashion Academy. Hluthafar í Artikolo eru alls fimm að sögn Kolfinnu. Hún vilji þó ekki gefa upp alla hluthafana að svo stöddu en segir þó að auk hennar séu Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu, og unnusta hans Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og fitness-keppandi hluthafar ásamt Upplifunarstofunni ehf. Hluthafar í því félagi samkvæmt ársreikningi ársins 2014 eru Jakob Hrafnsson mágur Kolfinnu og Vefpressan sem er að hluta til í eigu Björns Inga Hrafnssonar, eiginmanns hennar.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira