Hundruðir bíla frá Hyundai notaðir á EM Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 09:30 Hyundai afhendir bílana sem notaðir verða. Hyundai er á þessu ári aðalstyrktaraðili Evrópumeistaramótsins í fótbolta eins og undanfarin 16 ár. Í keppninni sem nú er hafin útvegar Hyundai keppnishöldurum mótsins 361 bifreið til nota í ýmsum erindagjörðum meðan á mótinu stendur. Í bílaflotanum eru m.a. vinsælustu bílarnir frá Hyundai, þar á meðal Tucson, Santa Fe, i20 og Genesis. Bílarnir eru notaðir til að aka dómurum keppninnar, starfsfólki UEFA, öryggisvörðum, blaða- og fréttamönnum, heiðursgestum og öðrum á milli áfangastaða, svo sem til og frá flugvöllum og hótelum til fótboltaleikvanganna þar sem leikirnir fara fram. Auk þess að lána bíla kostar Hyundai einnig merkingar á rútum tólf landsliða sem taka þátt svo enginn vafi leiki á því hverjir séu á ferðinni þegar ekið er til næsta landsleiks. Þess má geta að rútan með íslenska landsliðinu er að sjálfsögðu merkt okkar mönnum, m.a. með áletruninni: Áfram Ísland! Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent
Hyundai er á þessu ári aðalstyrktaraðili Evrópumeistaramótsins í fótbolta eins og undanfarin 16 ár. Í keppninni sem nú er hafin útvegar Hyundai keppnishöldurum mótsins 361 bifreið til nota í ýmsum erindagjörðum meðan á mótinu stendur. Í bílaflotanum eru m.a. vinsælustu bílarnir frá Hyundai, þar á meðal Tucson, Santa Fe, i20 og Genesis. Bílarnir eru notaðir til að aka dómurum keppninnar, starfsfólki UEFA, öryggisvörðum, blaða- og fréttamönnum, heiðursgestum og öðrum á milli áfangastaða, svo sem til og frá flugvöllum og hótelum til fótboltaleikvanganna þar sem leikirnir fara fram. Auk þess að lána bíla kostar Hyundai einnig merkingar á rútum tólf landsliða sem taka þátt svo enginn vafi leiki á því hverjir séu á ferðinni þegar ekið er til næsta landsleiks. Þess má geta að rútan með íslenska landsliðinu er að sjálfsögðu merkt okkar mönnum, m.a. með áletruninni: Áfram Ísland!
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent