Fram er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á 2. deildar liði Vestra en leikurinn fór fram á Torfnesvelli.
Framarar komust í 3-0 á fyrstu 59 mínútum leiksins en Ósvald Jarl Traustason skoraði fyrsta markið á sjöttu mínútu og annað markið á 55. mínútu.
Hlynur Atli Magnússon kom Fram í 3-0 á 59. mínútu en á síðustu tíu mínútunum gerðu Vestramenn heiðarlega tilraun til að koma til baka.
Hjalti Hermann Gíslason skoraði á 83. og aftur á 86. mínútu og minnkaði muninn í 3-2 en nær komst 2. deiildar liðið ekki og Framarar komnir áfram.
