Björn Berg sérlegur sérfræðingur BBC um fjármál EM Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2016 20:00 Verður í beinni frá París kvöldið sem opnunarleikur EM í Frakklandi fer fram. Vísir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, verður sérlegur sérfræðingur fréttaskýringaþáttarins Outside Source sem sýndur er á BBC. Björn Berg verður gestur þáttarins á föstudaginn, daginn sem opnunarleikur Evrópumótsins fer fram. Þátturinn mun fjalla ítarlega um opnunarleikinn sem fram fer á milli gestgjafa Frakka og Rúmeníu. Mun Björn Berg varpa ljósi á fjármál mótsins. Efni sem hann ætti að þekkja út og inn en á morgun stendur VÍB fyrir fræðslufundi um fjármálahlið mótsins og hefur Björn Berg því að undanförnu verið að kafa djúpt ofan í allt sem tengist þeirri hlið. „Þegar þeir hringdu í mig og báðu mig að koma í þáttinn gat ég talað við þau lengi í símann um það sem hægt var að ræða,“ segir Björn Berg sem mun fyrst og fremst ræða framkvæmdina á mótinu. „Það að halda svona stórmót er risastórt fyrirtæki. Ég ætla að skoða það og reyna að svara spurningunni hvort að það borgi sig að halda svona stórmót,“ en ljóst er að kostnaður við að halda svona mót er gríðarlegur. Ellefu Hörpur í endurbyggingu leikvallaGestgjafarnir þurfa að bjóða upp á leikvelli í ákveðnum gæðaflokki og tryggja þarf að innviði samfélagsins, á borð við samgöngukerfi séu í lagi. Björn bendir á Frakkarnir standi reyndar vel þegar kemur að þessu en hafi þó þurft að fjárfesta fyrir gríðarlegar upphæðir vegna mótsins. „Frakkarnir standa mjög vel hvað varðar innviði. þeir eru með gott vegakerfi, gott lestakerfi en þeir eru samt að leggja í miklar framkvæmdir. Vegna mótsins eru þeir að breyta og byggja velli fyrir það sem jafnast á við kostnaðinn við að reisa ellefu Hörpur. Það er ótrúlegur peningur. En það var svo sem kominn tími á það í Frakklandi því að þar var ekki mikið af stórum og góðum völlum.“ Áætlað er að kostnaður við byggingu Hörpu hafi verið um 17.5 milljarðar íslenskrar króna svo að nú er um að gera að rífa upp reiknivélina. Stadé Velodrome í Marseille er einn af þeim völlum sem tekinn hefur verið í gegn fyrir EM.Vísir/EPAFylgni milli gengi landsliða á stórmótum og hlutabréfaverðs Björn Berg heldur út á föstudaginn og mun hann verða í beinni útsendingu fyrir utan Effeil-turninn klukkan 17.00 að íslenskum tíma. „Þetta er skemmtilegt tækifæri. Það er gaman að það efni sem við erum að vinna hér á Íslandi sé það hátt metið að BBC hafi áhuga á því að greina frá því og vera með það. Þetta er ákveðinn gæðastimpill á það sem við höfum verið að gera.“ Aðspurður að því hvað sé það áhugaverðasta sem Björn Berg hefur komist að varðandi fjármálahlið mótsins segir hann að það sé það að ákveðin fylgni sé á milli verði á hlutabréfamarkaði og gengi landsliða. „Ef við horfum bæði á síðustu fjögur heimsmeistaramót og síðustu fjögur Evrópumót þá lækkar hlutabréfamarkaður í því landi sem dettur úr keppni um að meðaltali hálft prósent umfram restina af heiminum. Það er að segja að hlutabréfamarkaður í landinu gerir hálfu prósenti verr heldur en heimurinn daginn eftir að lið dettur úr keppni. Það er því alveg augljóst að það að detta út úr keppni hefur neikvæð áhrif á þá sem er að fjárfesta.“ Þátturinn sem Björn Berg mun verða gestur í er sýndir á BBC News og BBC World. Hægt verður að sjá Björn Berg í beinni klukkan 17.00 að íslenskum tíma á föstudaginn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, verður sérlegur sérfræðingur fréttaskýringaþáttarins Outside Source sem sýndur er á BBC. Björn Berg verður gestur þáttarins á föstudaginn, daginn sem opnunarleikur Evrópumótsins fer fram. Þátturinn mun fjalla ítarlega um opnunarleikinn sem fram fer á milli gestgjafa Frakka og Rúmeníu. Mun Björn Berg varpa ljósi á fjármál mótsins. Efni sem hann ætti að þekkja út og inn en á morgun stendur VÍB fyrir fræðslufundi um fjármálahlið mótsins og hefur Björn Berg því að undanförnu verið að kafa djúpt ofan í allt sem tengist þeirri hlið. „Þegar þeir hringdu í mig og báðu mig að koma í þáttinn gat ég talað við þau lengi í símann um það sem hægt var að ræða,“ segir Björn Berg sem mun fyrst og fremst ræða framkvæmdina á mótinu. „Það að halda svona stórmót er risastórt fyrirtæki. Ég ætla að skoða það og reyna að svara spurningunni hvort að það borgi sig að halda svona stórmót,“ en ljóst er að kostnaður við að halda svona mót er gríðarlegur. Ellefu Hörpur í endurbyggingu leikvallaGestgjafarnir þurfa að bjóða upp á leikvelli í ákveðnum gæðaflokki og tryggja þarf að innviði samfélagsins, á borð við samgöngukerfi séu í lagi. Björn bendir á Frakkarnir standi reyndar vel þegar kemur að þessu en hafi þó þurft að fjárfesta fyrir gríðarlegar upphæðir vegna mótsins. „Frakkarnir standa mjög vel hvað varðar innviði. þeir eru með gott vegakerfi, gott lestakerfi en þeir eru samt að leggja í miklar framkvæmdir. Vegna mótsins eru þeir að breyta og byggja velli fyrir það sem jafnast á við kostnaðinn við að reisa ellefu Hörpur. Það er ótrúlegur peningur. En það var svo sem kominn tími á það í Frakklandi því að þar var ekki mikið af stórum og góðum völlum.“ Áætlað er að kostnaður við byggingu Hörpu hafi verið um 17.5 milljarðar íslenskrar króna svo að nú er um að gera að rífa upp reiknivélina. Stadé Velodrome í Marseille er einn af þeim völlum sem tekinn hefur verið í gegn fyrir EM.Vísir/EPAFylgni milli gengi landsliða á stórmótum og hlutabréfaverðs Björn Berg heldur út á föstudaginn og mun hann verða í beinni útsendingu fyrir utan Effeil-turninn klukkan 17.00 að íslenskum tíma. „Þetta er skemmtilegt tækifæri. Það er gaman að það efni sem við erum að vinna hér á Íslandi sé það hátt metið að BBC hafi áhuga á því að greina frá því og vera með það. Þetta er ákveðinn gæðastimpill á það sem við höfum verið að gera.“ Aðspurður að því hvað sé það áhugaverðasta sem Björn Berg hefur komist að varðandi fjármálahlið mótsins segir hann að það sé það að ákveðin fylgni sé á milli verði á hlutabréfamarkaði og gengi landsliða. „Ef við horfum bæði á síðustu fjögur heimsmeistaramót og síðustu fjögur Evrópumót þá lækkar hlutabréfamarkaður í því landi sem dettur úr keppni um að meðaltali hálft prósent umfram restina af heiminum. Það er að segja að hlutabréfamarkaður í landinu gerir hálfu prósenti verr heldur en heimurinn daginn eftir að lið dettur úr keppni. Það er því alveg augljóst að það að detta út úr keppni hefur neikvæð áhrif á þá sem er að fjárfesta.“ Þátturinn sem Björn Berg mun verða gestur í er sýndir á BBC News og BBC World. Hægt verður að sjá Björn Berg í beinni klukkan 17.00 að íslenskum tíma á föstudaginn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira