Höggva á hnútinn vegna „mikilvægra almannahagsmuna sem eru í húfi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2016 15:52 Ólöf Nordal innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi vegna kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Anton/Heiða Ólöf Nordal innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um kjaramál flugumferðarstjóra á Alþingi í dag. Í frumvarpinu segir að ríkir almannahagsmunir séu í húfi fyrir því að stöðva kjaradeiluna. „Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs samningafundar eftir fund deiluaðila 3. júní sl. og því rétt að löggjafinn stígi inn í viðræður aðila og höggvi á hnútinn með frumvarpi þessu vegna þeirra mikilvægu almannahagsmuna sem eru í húfi,“ segir í frumvarpinu.Sjá einnig: Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt.Með frumvarpinu er lagt til að verkfallsaðgerðir Félags íslenska flugumferðarstjóra verði samstundis óheimilar verði frumvarpið að lögum. Lagt er til að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 24. júní skipi innanríkisráðherra þrjá aðila í gerðardóm sem skal fyrir 18. júlí ákveða kaup og kjör þeirra félagsmanna sem frumvarpið nær til. Í frumvarpinu segir að sú röskun sem verði vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra geri ríkinu ekki kleyft að að sinna lögbundnum skyldum sínum og þjónustu, einnig séu undir heildarhagsmunar heillrar atvinnugreinar, ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semjaKjaradeilan hafi haft áhrif á um 220 þúsund farþega Icelandair og Wow og hafi hún bæði áhrif rekstur og orðspor íslenskrar ferðaþjónustu sem hvíli fyrst og fremst á því að flugsamgöngur til og frá landinu séu öruggar og áreiðanlegar. „Ljóst er að vinnudeila aðila hefur skaðleg áhrif á samgöngur til og frá landinu, þjónustu sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að veita á Norður-Atlantshafi sem og á íslenska ferðaþjónustu. Einnig hafa aðgerðirnar haft neikvæð áhrif á innanlandsflug með sama hætti og á millilandaflug,“ segir í frumvarpinu. Gerðardómur skal við ákvarðanir um laun og önnur starfskjör félagsmanna Félags íslenskra flugumferðarstjóra fyrst og fremst taka mið af launaþróun samkvæmt þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um kjaramál flugumferðarstjóra á Alþingi í dag. Í frumvarpinu segir að ríkir almannahagsmunir séu í húfi fyrir því að stöðva kjaradeiluna. „Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs samningafundar eftir fund deiluaðila 3. júní sl. og því rétt að löggjafinn stígi inn í viðræður aðila og höggvi á hnútinn með frumvarpi þessu vegna þeirra mikilvægu almannahagsmuna sem eru í húfi,“ segir í frumvarpinu.Sjá einnig: Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt.Með frumvarpinu er lagt til að verkfallsaðgerðir Félags íslenska flugumferðarstjóra verði samstundis óheimilar verði frumvarpið að lögum. Lagt er til að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 24. júní skipi innanríkisráðherra þrjá aðila í gerðardóm sem skal fyrir 18. júlí ákveða kaup og kjör þeirra félagsmanna sem frumvarpið nær til. Í frumvarpinu segir að sú röskun sem verði vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra geri ríkinu ekki kleyft að að sinna lögbundnum skyldum sínum og þjónustu, einnig séu undir heildarhagsmunar heillrar atvinnugreinar, ferðaþjónustunnar.Sjá einnig: Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semjaKjaradeilan hafi haft áhrif á um 220 þúsund farþega Icelandair og Wow og hafi hún bæði áhrif rekstur og orðspor íslenskrar ferðaþjónustu sem hvíli fyrst og fremst á því að flugsamgöngur til og frá landinu séu öruggar og áreiðanlegar. „Ljóst er að vinnudeila aðila hefur skaðleg áhrif á samgöngur til og frá landinu, þjónustu sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að veita á Norður-Atlantshafi sem og á íslenska ferðaþjónustu. Einnig hafa aðgerðirnar haft neikvæð áhrif á innanlandsflug með sama hætti og á millilandaflug,“ segir í frumvarpinu. Gerðardómur skal við ákvarðanir um laun og önnur starfskjör félagsmanna Félags íslenskra flugumferðarstjóra fyrst og fremst taka mið af launaþróun samkvæmt þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10