Ný kynslóð Suzuki Baleno kemur á óvart Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2016 10:30 Suzuki Baleno. Þeir sem eru að leita eftir skemmtilegum og smáum bíl ættu ef til vill að skoða vel glænýjan bíl sem var að koma í Suzuki umboðið. Þar fer ný kynslóð Suzuki Baleno og var fyrsti bíllinn reyndur af Fréttablaðinu fyrir örfáum dögum. Þessi bíll kom fyrir margt á óvart, ekki síst fyrir furðulega lágt verð sem á bílnum er miðað við útbúnað og getu, þ.e. frá 2,5 milljónum. Í bílnum er hrikalega skemmtileg þriggja strokka og 1,0 lítra vél sem er einkar spræk, enda skráð fyrir 112 hestöflum. Er aðeins 850 kíló Það sem meira er, bíllinn er aðeins 850 kíló, sem er fáheyrt og því er þessi vél hreinlega öflug í þessum bíl. Hann ríkur frísklega af stað og togið kemur svo neðarlega á snúningssviðinu að bíllinn sparkast áfram og gleður ökumann í leiðinni. Baleno er næsta stærð fyrir ofan Suzuki Swift, en virkar miklu stærri í ytra útliti. Hönnunin er þannig úr garði gerð að hann virkar mun stærri en hann raunverulega er og satt best að segja er hann beinlínis fallegur og framendinn töffaralegur. Eitt af því sem furðu vekur með bílinn er ótrúlegt fótarýmið afturí og minnir það á betri lúxusbíla. Þá er skottrýmið einnig ágætt og sérlega djúpt og ættu golfsettin að passa þar ágætlega. Merkilega vel búinn Staðalbúnaður er fínn og flottur aðgerðaskjár í miðju mælaborðsins með leiðsögukerfi og þar er líka bakkmyndavél, eitthvað sem maður ekki á að venjast í svo ódýrum bílum. Skriðstillir, hiti í sætum og skynvædd hemlun, ef farið er of hratt að bíl fyrir framan, er svo rúsínan í pylsuendanum. Hún var prófuð rækilega og svínvirkaði með miklum viðvörunarhávaða. Ágætt hljóðkerfi er líka í bílnum. Aksturseiginleikar bílsins er furðu góðir og hjálpar þar verulega til hversu bíllinn er léttur og hann hendist viljugur í beygjurnar. Til að finna nú eitthvað neikvætt við þennan bíl þá mætti hann vera betur hljóðeinangraður, en þess er nú ekki að vænta fyrir svo ódýran bíl. Einnig mætti hann hafa sjötta gírinn í beinskiptingunni þegar hratt er farið og myndi það minnka eyðsluna. Hún er reyndar uppgefin rétt ríflega 4 lítrar og í reynsluakstrinum var hún lengstum 4,9 lítrar, enda frísklega farið. Bíllinn verður kynntur næsta laugardag. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent
Þeir sem eru að leita eftir skemmtilegum og smáum bíl ættu ef til vill að skoða vel glænýjan bíl sem var að koma í Suzuki umboðið. Þar fer ný kynslóð Suzuki Baleno og var fyrsti bíllinn reyndur af Fréttablaðinu fyrir örfáum dögum. Þessi bíll kom fyrir margt á óvart, ekki síst fyrir furðulega lágt verð sem á bílnum er miðað við útbúnað og getu, þ.e. frá 2,5 milljónum. Í bílnum er hrikalega skemmtileg þriggja strokka og 1,0 lítra vél sem er einkar spræk, enda skráð fyrir 112 hestöflum. Er aðeins 850 kíló Það sem meira er, bíllinn er aðeins 850 kíló, sem er fáheyrt og því er þessi vél hreinlega öflug í þessum bíl. Hann ríkur frísklega af stað og togið kemur svo neðarlega á snúningssviðinu að bíllinn sparkast áfram og gleður ökumann í leiðinni. Baleno er næsta stærð fyrir ofan Suzuki Swift, en virkar miklu stærri í ytra útliti. Hönnunin er þannig úr garði gerð að hann virkar mun stærri en hann raunverulega er og satt best að segja er hann beinlínis fallegur og framendinn töffaralegur. Eitt af því sem furðu vekur með bílinn er ótrúlegt fótarýmið afturí og minnir það á betri lúxusbíla. Þá er skottrýmið einnig ágætt og sérlega djúpt og ættu golfsettin að passa þar ágætlega. Merkilega vel búinn Staðalbúnaður er fínn og flottur aðgerðaskjár í miðju mælaborðsins með leiðsögukerfi og þar er líka bakkmyndavél, eitthvað sem maður ekki á að venjast í svo ódýrum bílum. Skriðstillir, hiti í sætum og skynvædd hemlun, ef farið er of hratt að bíl fyrir framan, er svo rúsínan í pylsuendanum. Hún var prófuð rækilega og svínvirkaði með miklum viðvörunarhávaða. Ágætt hljóðkerfi er líka í bílnum. Aksturseiginleikar bílsins er furðu góðir og hjálpar þar verulega til hversu bíllinn er léttur og hann hendist viljugur í beygjurnar. Til að finna nú eitthvað neikvætt við þennan bíl þá mætti hann vera betur hljóðeinangraður, en þess er nú ekki að vænta fyrir svo ódýran bíl. Einnig mætti hann hafa sjötta gírinn í beinskiptingunni þegar hratt er farið og myndi það minnka eyðsluna. Hún er reyndar uppgefin rétt ríflega 4 lítrar og í reynsluakstrinum var hún lengstum 4,9 lítrar, enda frísklega farið. Bíllinn verður kynntur næsta laugardag.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent