Jóhanna og Jónína á hinsegin hátíð í Litháen Þórdís Valsdóttir skrifar 8. júní 2016 06:00 Baltic Pride er sameiginleg hinseginhátið Eystrarsaltsríkjanna. Mynd/Augustas Didzgalvis. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, taka þátt í Baltic Pride hátíðarhöldum í Litháen í næstu viku. Baltic Pride hátíðin er sameiginleg réttindahátíð hinsegin fólks í Eystrasaltsríkjunum og verður haldin í áttunda sinn í Vilníus, höfuðborg Litháens. Jóhanna og Jónína munu báðar halda ræðu á viðburðinum „Pride Voices“ þann 16. júní, þar sem þekktir einstaklingar úr alþjóðlegu hinsegin samfélagi deila reynslusögum sínum. „Í Litháen eru réttindi hinsegin fólks langt á eftir ykkar á Íslandi, það er enn tiltökumál að tala opinskátt um það að vera hinsegin,“ segir Vladimir Simonko, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.Jóhanna og Jónína taka þátt í Baltic Pride. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ viðtali við skipuleggjendur hátíðarinnar segja Jóhanna og Jónína að þær séu upp með sér að hafa verið boðið að halda ræður á viðburðinum og að það sé mikil ánægja að vera lítill hluti af hátíðarhöldunum í ár. Vladimir segir að saga Jóhönnu og Jónínu sé hvetjandi fyrir hinsegin samfélag Litháens. Litháen er eitt af sjö löndum Evrópu sem viðurkenna ekkert form af sambúð eða samvistum samkynja einstaklinga. „Þingið okkar er ekki tilbúið til að stíga það stóra skref að heimila sambúð eða hjónaband samkynja pars. Saga þeirra er jákvæð og veitir okkur innblástur,“ segir Vladimir. Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband árið 2010, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Eystrasaltsríkin halda upp á 25 ára sjálfstæði sitt í ár og Vladimir segir Litháa bera mikinn hlýhug til Íslendinga, en Ísland ruddi brautina að viðurkenningu á sjálfstæði ríkjanna þann 11. febrúar árið 1991. Auk Jóhönnu og Jónínu munu fleiri þekktir einstaklingar taka þátt í viðburðinum. Þar á meðal Ulrike Lunacek, varaforseti Evrópuþingsins, og Wamala Dennis Mawejje, aðgerðasinni í málefnum hinsegin fólks í Úganda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Hinsegin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, taka þátt í Baltic Pride hátíðarhöldum í Litháen í næstu viku. Baltic Pride hátíðin er sameiginleg réttindahátíð hinsegin fólks í Eystrasaltsríkjunum og verður haldin í áttunda sinn í Vilníus, höfuðborg Litháens. Jóhanna og Jónína munu báðar halda ræðu á viðburðinum „Pride Voices“ þann 16. júní, þar sem þekktir einstaklingar úr alþjóðlegu hinsegin samfélagi deila reynslusögum sínum. „Í Litháen eru réttindi hinsegin fólks langt á eftir ykkar á Íslandi, það er enn tiltökumál að tala opinskátt um það að vera hinsegin,“ segir Vladimir Simonko, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.Jóhanna og Jónína taka þátt í Baltic Pride. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ viðtali við skipuleggjendur hátíðarinnar segja Jóhanna og Jónína að þær séu upp með sér að hafa verið boðið að halda ræður á viðburðinum og að það sé mikil ánægja að vera lítill hluti af hátíðarhöldunum í ár. Vladimir segir að saga Jóhönnu og Jónínu sé hvetjandi fyrir hinsegin samfélag Litháens. Litháen er eitt af sjö löndum Evrópu sem viðurkenna ekkert form af sambúð eða samvistum samkynja einstaklinga. „Þingið okkar er ekki tilbúið til að stíga það stóra skref að heimila sambúð eða hjónaband samkynja pars. Saga þeirra er jákvæð og veitir okkur innblástur,“ segir Vladimir. Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband árið 2010, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Eystrasaltsríkin halda upp á 25 ára sjálfstæði sitt í ár og Vladimir segir Litháa bera mikinn hlýhug til Íslendinga, en Ísland ruddi brautina að viðurkenningu á sjálfstæði ríkjanna þann 11. febrúar árið 1991. Auk Jóhönnu og Jónínu munu fleiri þekktir einstaklingar taka þátt í viðburðinum. Þar á meðal Ulrike Lunacek, varaforseti Evrópuþingsins, og Wamala Dennis Mawejje, aðgerðasinni í málefnum hinsegin fólks í Úganda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Hinsegin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira