Sport

Djokovic kyssti bikarinn en samlandar hans fögnuðu með skothvellum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tennis, tennis, bang, bang.
Tennis, tennis, bang, bang. vísir/getty/skjáskot
Þegar uppáhaldsíþróttamaðurinn þinn vinnur eina stórmótið sem hann átti eftir að vinna á ferlinum er það eina í stöðunni að fara út með riffla og skjóta upp í loftið.

Það gerðu allavega tveir Serbar sem fylgdust með samlanda sínum Novak Djokovic vinna opna franska meistaramótið á sunnudaginn en hann lagði Bretann Andy Murray í fjórum settum.

Hinn 29 ára gamli Djokovic var fyrir sigurinn búinn að vinna ellefu risamót en átti eftir að fagna á Roland Garros. Það tókst loksins á sunnudaginn og hefur Serbinn nú unnið öll fjögur risamótin á sínum ferli, hin þrjú oftar en tvisvar.

Serbarnir tveir, sem Facebook-síða breska götublaðsins The Sun birtir myndband af, fylgdust með Djokovic leggja Murray í túbúsjónvarpi af gamla skólanum áður en þeir fóru út á götu með AK-47 riffill og annan til og skutu oft upp í loftið.

Þetta stórfurðulega en áhugaverða myndband má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×