Er Porsche að framleiða “baby”-Panamera? Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 15:30 Hvað skildi þetta vera frá Porsche? Myndir hafa náðst af prófunum á Porsche bíl með fjórum hurðum sem er miklu minni en Porsche Panamera, eina fólksbíl Porsche í dag með fjórum hurðum. Einhverjir hafa giskað á að þarna fari coupe útgáfa af Porsche Panamera með sama undirvagni en aðrir telja að þar fari glænýr bíll með nýjum undirvagni. Útlit þessa bíls staðsetur hann einhversstaðar á milli Porsche 911 og Porsche Panamera. Porsche hefur ekkert látið uppi um þennan bíl. Bíll af þessari stærð með pláss fyrir 4 farþega ætti að eiga vænan kaupendahóp þar sem margir sem hugsað geta sér bíl með akstursgetu Porsche bíla hafa ekki keypt sér Porsche 911, Porsche Boxster eða Cayman vegna þess að þeir rúma aðeins tvo farþega. Því kæmi þessi útfærsla bíls frá Porsche ekki mikið á óvart. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Myndir hafa náðst af prófunum á Porsche bíl með fjórum hurðum sem er miklu minni en Porsche Panamera, eina fólksbíl Porsche í dag með fjórum hurðum. Einhverjir hafa giskað á að þarna fari coupe útgáfa af Porsche Panamera með sama undirvagni en aðrir telja að þar fari glænýr bíll með nýjum undirvagni. Útlit þessa bíls staðsetur hann einhversstaðar á milli Porsche 911 og Porsche Panamera. Porsche hefur ekkert látið uppi um þennan bíl. Bíll af þessari stærð með pláss fyrir 4 farþega ætti að eiga vænan kaupendahóp þar sem margir sem hugsað geta sér bíl með akstursgetu Porsche bíla hafa ekki keypt sér Porsche 911, Porsche Boxster eða Cayman vegna þess að þeir rúma aðeins tvo farþega. Því kæmi þessi útfærsla bíls frá Porsche ekki mikið á óvart.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent