Ásta Kristín í skaðabótamál við ríkið: Orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 11:44 Ásta Kristín við uppkvaðningu sýknudómsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Stefán Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur hefur gert bótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna fjártjóns og miska sem hún varð fyrir vegna sakamálarannsóknar og ákæru á hendur sér. Var Ásta Kristín sökuð um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Hún var sýknuð af ákæru embættis ríkissaksóknara og ákvað embættið að áfrýja þeim dómi ekki fyrir Hæstarétti og var því þar með lokið. Í tilkynningu frá lögmanni hennar, Einari Gauti Steingrímssyni, byggist fjárkrafa hennar annars vegar á launatekjutapi vegna breytinga á starfi hennar meðan hún var undir ákæru og hins vegar á launtekjutapi erlendis en henni var ókleift að vinna þar meðan hún var undir ákæru. Er krafan um miska er reist á nokkrum atriðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nefnir Einar Gautur að í fyrsta lagi hafi samspil spítalarannsóknar og lögreglurannsóknar orðið til þess að Ástu var í raun talin trú um að hún væri völd að dauða manns. Það hefði ekki gerst ef lögreglan hefði sjálf séð um fyrstu yfirheyrslu og lögmaður komið að málinu að mati Einars. „Sömuleiðis ef spítalinn hefði klárað það sem hann byrjaði á í rannsókn þess. Við réttarhöldin kom í loks í ljós að atvik gátu ekki hafa gerst með þeim hætti sem talið var og hún sýknuð,“ skrifar Einar. Í öðru lagi er byggt á því að lagaumgjörðin um rannsókn málsins hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá og það hafi verið aðalástæða þess hvernig fór. „Spítalinn var settur í þá aðstöðu að eiga að rannsaka atvikið og senda tilkynningu til lögregluyfirvalda. Spítalinn rannsakar málið í fyrirbyggjandi tilgangi og hefur þá eðlilega ekki í huga réttarreglur sakamálalaga sem eiga að koma í veg fyrir að saklaust fólk liggi undir grun. Lögreglu var síðan ætlað að framkvæma hina eiginlegu rannsókn. Í stað þess að rannsaka málið í þaula hrapaði lögreglan að þeirri niðurstöðu að málið lægi ljóst fyrir í stað. Það er síðan ekki fyrr en við aðalmeðferð málsins fyrir dómi að endanlega kemur í ljós að enginn glæpur hafði verið framinn og þar með gat enginn hafa gerst sekur um hann.“ Í þriðja lagi er tiltekið hve lengi Ásta var undir grun og ákæru. Það hafi valdið henni og fjölskyldu hennar mikilli vanlíðan og skaðaði hana bæði á líkama og sál og er fjölmiðlaumfjöllun sögð ekki hafa bætt úr. Í fjórða lagi hefur orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki og segir Einar Gautur að það breyti engu þó Ásta Kristín hafi verið hvítþvegin fyrir dómstólum. „Almennt er fólk ekki svo vel lesið í málinu að hún verði hvítþvegin í huga margra samborgara sinna. Orðstír hennar mun því alltaf bíða hnekki.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur hefur gert bótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna fjártjóns og miska sem hún varð fyrir vegna sakamálarannsóknar og ákæru á hendur sér. Var Ásta Kristín sökuð um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Hún var sýknuð af ákæru embættis ríkissaksóknara og ákvað embættið að áfrýja þeim dómi ekki fyrir Hæstarétti og var því þar með lokið. Í tilkynningu frá lögmanni hennar, Einari Gauti Steingrímssyni, byggist fjárkrafa hennar annars vegar á launatekjutapi vegna breytinga á starfi hennar meðan hún var undir ákæru og hins vegar á launtekjutapi erlendis en henni var ókleift að vinna þar meðan hún var undir ákæru. Er krafan um miska er reist á nokkrum atriðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nefnir Einar Gautur að í fyrsta lagi hafi samspil spítalarannsóknar og lögreglurannsóknar orðið til þess að Ástu var í raun talin trú um að hún væri völd að dauða manns. Það hefði ekki gerst ef lögreglan hefði sjálf séð um fyrstu yfirheyrslu og lögmaður komið að málinu að mati Einars. „Sömuleiðis ef spítalinn hefði klárað það sem hann byrjaði á í rannsókn þess. Við réttarhöldin kom í loks í ljós að atvik gátu ekki hafa gerst með þeim hætti sem talið var og hún sýknuð,“ skrifar Einar. Í öðru lagi er byggt á því að lagaumgjörðin um rannsókn málsins hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá og það hafi verið aðalástæða þess hvernig fór. „Spítalinn var settur í þá aðstöðu að eiga að rannsaka atvikið og senda tilkynningu til lögregluyfirvalda. Spítalinn rannsakar málið í fyrirbyggjandi tilgangi og hefur þá eðlilega ekki í huga réttarreglur sakamálalaga sem eiga að koma í veg fyrir að saklaust fólk liggi undir grun. Lögreglu var síðan ætlað að framkvæma hina eiginlegu rannsókn. Í stað þess að rannsaka málið í þaula hrapaði lögreglan að þeirri niðurstöðu að málið lægi ljóst fyrir í stað. Það er síðan ekki fyrr en við aðalmeðferð málsins fyrir dómi að endanlega kemur í ljós að enginn glæpur hafði verið framinn og þar með gat enginn hafa gerst sekur um hann.“ Í þriðja lagi er tiltekið hve lengi Ásta var undir grun og ákæru. Það hafi valdið henni og fjölskyldu hennar mikilli vanlíðan og skaðaði hana bæði á líkama og sál og er fjölmiðlaumfjöllun sögð ekki hafa bætt úr. Í fjórða lagi hefur orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki og segir Einar Gautur að það breyti engu þó Ásta Kristín hafi verið hvítþvegin fyrir dómstólum. „Almennt er fólk ekki svo vel lesið í málinu að hún verði hvítþvegin í huga margra samborgara sinna. Orðstír hennar mun því alltaf bíða hnekki.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10