Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa stungið föður barnsmóður sinnar ítrekað eftir að hafa brotist inn til hans að næturlagi í október í fyrra. Innlent 19.1.2026 13:31
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Þann 22. janúar næstkomandi munum við Elissa standa fyrir dómstólum fyrir að verja líf. Þar munum við sitja augliti til auglitis við Kristján Loftsson, manni sem hagnast á því að taka líf. Samt erum það við sem stöndum frammi fyrir refsingu. Skoðun 17.1.2026 14:30
„Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Lögmaður segir vegferð ákæruvaldsins til skammar vegna dómsmáls sem hann segir að hafi verið augljóst að myndi ekki leiða til sakfellingar frá byrjun. Skjólstæðingur hans var sýknaður í gær en lögmaðurinn segir illa farið með opinbert fé og tíma dómstóla. Innlent 17.1.2026 12:55
Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Stjórnendur Deloitte á Íslandi segjast líta ásakanir á hendur Þorsteini Pétri Guðjónssyni, forstjóra fyrirtækisins, alvarlegum augum og hefur stjórn félagsins skipað Signýju Magnúsdóttur forstjóra til bráðabirgða. Innlent 15. janúar 2026 23:27
Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Samtök gegn kynbundnu ofbeldi segja alvarlegt að dómari hafi veitt ofbeldismanni skilorðsbundinn dóm fyrir brot gegn sambýliskonu og að ríkissaksóknari hafi kosið að áfrýja ekki. Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni. Innlent 15. janúar 2026 20:30
Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte, segir það hafa verið honum mikið áfall að ákært hafi verið vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og hann hafi kært brotaþola fyrir rangar sakargiftir. Hann hefur þó stigið til hliðar sem forstjóri. Innlent 15. janúar 2026 15:47
Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Honum er gefið að sök að hafa veist að ungri konu á hóteli á Suðurlandi vorið 2023. Brotið getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Innlent 15. janúar 2026 14:18
„Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Það er mat talskonu Stígamóta að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi með dómi sínum ákveðið að leggja hagsmuni barnanna til hliðar þegar hann ákvað að skilorðsbinda fimm ára fangelsisdóm sem kveðinn var upp yfir manni á fertugsaldri vegna alvarlegra og ítrekaðra ofbeldisbrota hans gegn sambýliskonu. Innlent 15. janúar 2026 13:26
Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var sex til níu ára gömul. Sami maður hlaut fyrir tveimur árum þungan dóm fyrir kynferðisbrot gegn móður stúlkunar en sat aldrei inni, að sérstakri ósk móðurinnar. Innlent 14. janúar 2026 23:03
Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekin ofbeldisbrot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn játaði brot sín. Innlent 14. janúar 2026 11:00
Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Samkomulag náðist á milli Harðar Ólafssonar læknis og Haddar Vilhjálmsdóttur almannatengils um að fallið verði frá stefnu læknisins á hendur almannatenglinum fyrir meiðyrði. Fyrirtaka málsins var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 13. janúar 2026 16:30
Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vélfags á hendur íslenska ríkinu fyrir, án þess að Landsréttur taki það fyrir. Félagið krafðist þess að frystingu fjármuna þess vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússum yrði aflétt en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Viðskipti innlent 13. janúar 2026 15:54
Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá handtöku um miðjan október síðastliðinn. Innlent 13. janúar 2026 14:52
Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Nautgripabóndi sem hlaut skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að vanrækja dýr sín var í miklu andlegu ójafnvægi þegar brotin áttu sér stað. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafnaði í fyrstu að afhenda fjölmiðlum dóminn yfir bóndanum. Innlent 13. janúar 2026 07:31
Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Karlmaður sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dreng neitar sök, en ber samt við minnisleysi. Afbrotafræðingur segir einkennilegt að gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sé hafnað. Innlent 12. janúar 2026 21:58
Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Héraðssaksóknari hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, um að hafna kröfu um gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti Þorvarðarsyni, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tíu ára dreng, til Landsréttar. Innlent 12. janúar 2026 16:37
Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Kona hefur verið sýknuð af ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra fyrir að hafa skotið íslenskan fjárhund með haglabyssu við friðlýst æðarvarp sem hún var að gæta. Dómurinn leit meðal annars til hins mikla verðmætis sem fólst í æðarvarpinu á meðan virði hundsins væri mun minna. Innlent 12. janúar 2026 14:24
Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Karlmaður náði að svíkja út síma og verkfæri fyrir hundruð þúsunda króna úr verslunum með því að villa á sér heimildir sem starfsmaður Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Hann hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og fjársvik. Innlent 12. janúar 2026 11:52
Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Karmaður sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga stúlku, sem er yngri en fjórtán ára, í Hafnarfirði í október síðastliðnum hefur játað brot sín að mestu leyti. Maðurinn tengist stúlkunni fjölskylduböndum. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Innlent 12. janúar 2026 11:42
Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Embætti héraðssaksóknara ákveður í dag hvort úrskurði héraðsdóms um að hafna gæsluvarðhaldskröfu yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði verði áfrýjað til Landsréttar eða ekki. Innlent 12. janúar 2026 10:37
Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Prófessor og sérfræðingur í sifjarétti segist ekki sjá fyrir sér að erfðafræðileg tengsl foreldra við barn sitt gætu ráðið úrslitum í forsjármáli á Íslandi. Hæstiréttur í Noregi hefur nú mál til umfjöllunar þar sem móðir hefur óskað eftir áliti á því hvort dómara á lægra dómstigi var heimilt að horfa til blóðtengsla þegar hann dæmdi föður forsjá. Innlent 11. janúar 2026 20:00
Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Hryðjuverkamálið svokallaða er komið á dagskrá Hæstaréttar. Málið verður tekið fyrir þann 11. febrúar næstkomandi en tæpt ár er síðan Landsréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 10. janúar 2026 15:32
Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Karlmaður frá Litáen hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á þremur lítrum af kókaíni á vökvaformi. Maðurinn játaði brot sitt en ekkert benti til þess að hann hefði verið eigandi efnanna. Innlent 9. janúar 2026 12:32
Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með ofbeldi og hótunum, og brot gegn brottvísun af heimili. „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko,“ er meðal þess sem hann var dæmdur fyrir að segja. Innlent 9. janúar 2026 12:09