Sport

Aníta vann sterkt mót í Tékklandi og Ásdís með lengsta kast sitt á árinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aníta gerði vel í kvöld.
Aníta gerði vel í kvöld. vísir/getty
Aníta Hinriksdóttir vann sigur í 800 metra hlaupi á sterku móti í Tékklandi í kvöld en hún kom í mark á tímanum 2:00,54 mínútum.

Hún var hársbreidd frá því að bæta þriggja ára gamalt Íslandsmet sitt sem eru 2:00,49 mínútur. Hún kom í mark á undan stúlku frá Indlandi en þetta er næstbesti tími Anítu á ferlinum.

Spjótkastdrottningin Ásdís Hjálmsdóttir keppti einnig á mótinu og náði þriðja sæti. Það sem meira er þá náði hún besta kasti sínu á árinu þegar hún negldi spjótinu 61,37 metra.

Heimakonan Barbara Spotakova, ein besta spjótkastkona sögunnar, vann sigur á mótinu með kasti upp á 63,79 metra.

Þessi árangur er góð tíðindi fyrir tvær af okkar fremstu frjálsíþróttakonum en báðar eru þær á leiðinni á Ólympíuleikana í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×