Hríðfallandi áhorf á Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2016 15:59 Chris Evans heldur á kokteil í bílferð en víst má telja að kokteilar hafi ekki verið hafðir við hönd er áhorfstölur voru kynntar. Annar þátturinn í nýjustu Top Gear bílaþáttaröðinni var sýndur um helgina og fékk hann lítið áhorf í Bretlandi. Fyrsti þátturinn með nýjum stjórnendum féll áhorfendum ekki heldur vel og var talsvert minna áhorf á hann en að meðaltali þegar Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond stjórnuðu þættinum. Á fyrsta þáttinn horfðu 4,3 milljónir manna en á annan þáttinn nú um helgina horfðu einungis 2,8 milljónir manna. Er það aðeins á við helmingsáhorf á þættina með fyrri stjórnendum þeirra. Hlýtur þetta að valda BBC, framleiðendum þáttanna miklu hugarangri og í raun var varla hægt að fara í skó gamla þríeykisins og ná sömu hæðum í áhorfi. Það reyndi þó Chris Evans, aðalþáttastjórnandinn nú, en með þessum líka dræma árangri. Gárungarnir hafa gert grín að áhorfi Top Gear þáttanna nýju og sagt frá því að þátturinn “Antiques Roadshow” hafi náð til 4,7 milljóna áhorfenda, eða nærri 70% meira áhorfi en á Top Gear. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent
Annar þátturinn í nýjustu Top Gear bílaþáttaröðinni var sýndur um helgina og fékk hann lítið áhorf í Bretlandi. Fyrsti þátturinn með nýjum stjórnendum féll áhorfendum ekki heldur vel og var talsvert minna áhorf á hann en að meðaltali þegar Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond stjórnuðu þættinum. Á fyrsta þáttinn horfðu 4,3 milljónir manna en á annan þáttinn nú um helgina horfðu einungis 2,8 milljónir manna. Er það aðeins á við helmingsáhorf á þættina með fyrri stjórnendum þeirra. Hlýtur þetta að valda BBC, framleiðendum þáttanna miklu hugarangri og í raun var varla hægt að fara í skó gamla þríeykisins og ná sömu hæðum í áhorfi. Það reyndi þó Chris Evans, aðalþáttastjórnandinn nú, en með þessum líka dræma árangri. Gárungarnir hafa gert grín að áhorfi Top Gear þáttanna nýju og sagt frá því að þátturinn “Antiques Roadshow” hafi náð til 4,7 milljóna áhorfenda, eða nærri 70% meira áhorfi en á Top Gear.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent