Vinsælasti MMA-blaðamaður heims settur í lífstíðarbann hjá UFC Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2016 16:00 Helwani var valinn MMA-blaðamaður ársins fyrr á árinu og hann tekur hér við verðlaunum sínum. vísir/getty UFC 199 fór fram um síðustu helgi og var gríðarlega vel heppnað. Eftir kvöldið var samt mest talað um ótrúlegan atburð sem átti sér stað fyrir aðalbardaga kvöldsins. Þá var blaðamanninum Ariel Helwani vísað út úr Forum-höllinni í Las Vegas. Honum var svo tilkynnt um að hann væri ekki velkominn aftur á viðburði hjá UFC. „Í stuttu máli var mér tjáð að ég væri kominn í lífstíðarbann hjá UFC. Ástæðan er sú að ég sagði frá endurkomu Brock Lesnar áður en UFC gerði það,“ sagði Helwani en blaðamannapassinn var líka fjarlægður af tveim samstarfsmönnum hans. Í ljós kom að frétt hans um málið var rétt og hann var því settur í lífstíðarbann af UFC fyrir að segja frá saklausri frétt. „Dana White [forseti UFC] sagði ítrekað við mig að ég ætti bara að fara að fjalla um Bellator. Ég spurði hvað ég hefði gert af mér og þá sagði hann að ég væri of neikvæður,“ bætti Helwani við. Hann missti starf sitt hjá Fox sjónvarpsstöðinni fyrr á árinu. Hermt var að ástæðan væri sú að hann væri að taka viðtöl og fjalla um viðfangsefni sem væru UFC ekki þóknanleg. Helwani er gríðarlega vinsæll hjá bæði bardagaköppunum í UFC sem og hjá aðdáendum. Það er hreinlega klappað fyrir honum á blaðamannafundum er hann spyr spurninga. Þetta útspil hjá UFC þykir vera með hreinum ólíkindum og hefur skemmt ímynd sambandsins. MMA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira
UFC 199 fór fram um síðustu helgi og var gríðarlega vel heppnað. Eftir kvöldið var samt mest talað um ótrúlegan atburð sem átti sér stað fyrir aðalbardaga kvöldsins. Þá var blaðamanninum Ariel Helwani vísað út úr Forum-höllinni í Las Vegas. Honum var svo tilkynnt um að hann væri ekki velkominn aftur á viðburði hjá UFC. „Í stuttu máli var mér tjáð að ég væri kominn í lífstíðarbann hjá UFC. Ástæðan er sú að ég sagði frá endurkomu Brock Lesnar áður en UFC gerði það,“ sagði Helwani en blaðamannapassinn var líka fjarlægður af tveim samstarfsmönnum hans. Í ljós kom að frétt hans um málið var rétt og hann var því settur í lífstíðarbann af UFC fyrir að segja frá saklausri frétt. „Dana White [forseti UFC] sagði ítrekað við mig að ég ætti bara að fara að fjalla um Bellator. Ég spurði hvað ég hefði gert af mér og þá sagði hann að ég væri of neikvæður,“ bætti Helwani við. Hann missti starf sitt hjá Fox sjónvarpsstöðinni fyrr á árinu. Hermt var að ástæðan væri sú að hann væri að taka viðtöl og fjalla um viðfangsefni sem væru UFC ekki þóknanleg. Helwani er gríðarlega vinsæll hjá bæði bardagaköppunum í UFC sem og hjá aðdáendum. Það er hreinlega klappað fyrir honum á blaðamannafundum er hann spyr spurninga. Þetta útspil hjá UFC þykir vera með hreinum ólíkindum og hefur skemmt ímynd sambandsins.
MMA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira