„Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 11:08 Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar ekki að mynda kosningabandalag með stjórnarandstöðunni. vísir/anton brink Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist fagna áherslum Viðreisnar hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og að þessi nýstofnaði stjórnmálaflokkur tali fyrir markaðslausnum þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. Hins vegar telur hún flokkinn ekki vera velferðarafl líkt og Samfylkinguna. „Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn,það get ég sagt þér,“ sagði Oddný í viðtali við Pál Magnússon á Sprengisandi í morgun. Aðspurð sagði Oddný að kosningabandalag með stjórnarandstöðuflokkunum fyrir væntanlegar kosningar í haust kæmi til greina en setjast þyrfti niður til að ræða það sérstaklega. „Það er langlíklegast að við náum stærstum hluta stefnumála okkar fram í samstarfi við stjórnarandstöðuflokkanna,“ sagði Oddný.Ekki haldið áfram með aðild að ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu Hún var einnig spurð út í Evrópumálin en Samfylkingin hefur löngum haft það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu og gerði flokkurinn það árið 2009 þegar hann var kominn í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Þá var þjóðin ekki spurð álits á því hvort hún vildi fara í viðræður við ESB um aðild en síðan þá hefur núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins gert hlé á viðræðunum. Oddný sagði að Samfylkingin væri enn með það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB. Það yrði hins vegar ekki gert nema að spyrja þjóðina fyrst að því hvort sækja eigi um aðild að sambandinu. Hún vildi þó ekki meina að það hafi verið mistök að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009 þó það hefði ef til vill betra að gera það eftir á að hyggja. „En það er ekkert ríki sem hefur fari þetta að spyrja þjóðina hvort það eigi að sækja um aðild en öll ríkin hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningurinn liggur fyrir og það var það ferli sem við fórum í. En síðan eins og umræðan hefur verið þá eru nánast allir flokkar nánast búnir að samþykkja fyrir sitt leyti að byrja ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðan er bara þannig,“ sagði Oddný. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00 Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Oddný Harðardóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar segist fagna áherslum Viðreisnar hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og að þessi nýstofnaði stjórnmálaflokkur tali fyrir markaðslausnum þegar kemur að úthlutun veiðiheimilda. Hins vegar telur hún flokkinn ekki vera velferðarafl líkt og Samfylkinguna. „Það fer enginn jafnaðarmaður í Viðreisn,það get ég sagt þér,“ sagði Oddný í viðtali við Pál Magnússon á Sprengisandi í morgun. Aðspurð sagði Oddný að kosningabandalag með stjórnarandstöðuflokkunum fyrir væntanlegar kosningar í haust kæmi til greina en setjast þyrfti niður til að ræða það sérstaklega. „Það er langlíklegast að við náum stærstum hluta stefnumála okkar fram í samstarfi við stjórnarandstöðuflokkanna,“ sagði Oddný.Ekki haldið áfram með aðild að ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu Hún var einnig spurð út í Evrópumálin en Samfylkingin hefur löngum haft það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu og gerði flokkurinn það árið 2009 þegar hann var kominn í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Þá var þjóðin ekki spurð álits á því hvort hún vildi fara í viðræður við ESB um aðild en síðan þá hefur núverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins gert hlé á viðræðunum. Oddný sagði að Samfylkingin væri enn með það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB. Það yrði hins vegar ekki gert nema að spyrja þjóðina fyrst að því hvort sækja eigi um aðild að sambandinu. Hún vildi þó ekki meina að það hafi verið mistök að halda ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009 þó það hefði ef til vill betra að gera það eftir á að hyggja. „En það er ekkert ríki sem hefur fari þetta að spyrja þjóðina hvort það eigi að sækja um aðild en öll ríkin hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningurinn liggur fyrir og það var það ferli sem við fórum í. En síðan eins og umræðan hefur verið þá eru nánast allir flokkar nánast búnir að samþykkja fyrir sitt leyti að byrja ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Staðan er bara þannig,“ sagði Oddný.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00 Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Oddný boðar 130 daga plan Nýr formaður Samfylkingarinnar segist bjartsýnn fyrir hönd flokksins þrátt fyrir dalandi fylgi. Oddný Harðardóttir ræðir við jafnaðarmenn um allt land. 4. júní 2016 07:00
Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Forgangsmál að mati nýs formanns Samfylkingarinnar. 4. júní 2016 18:50