Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2016 19:18 Smíði nýs Herjólfs verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. Vonast er til að skipið verði komið í áætlun eftir rúm tvö ár og að nýting Landeyjahafnar fari upp í 80 til 90 prósent. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Friðfinn Skaftason, formann smíðahóps Vestmannaeyjaferju. Ný ferja átti upphaflega að vera tilbúin á sama tíma og Landeyjahöfn. Sex árum síðar er Alþingi búið að samþykkja útboð og smíðanefndin bíður ekki boðanna. „Við auglýsum útboð bara strax í næstu viku,“ sagði Friðfinnur.Friðfinnur Skaftason, formaður smíðahóps nýrrar Vestmannaeyjaferju.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í útboðinu er boðið upp á tvo valkosti, að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða samið um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða króna. Vegagerðinni er svo heimilt að ganga að hagkvæmasta tilboði í annan hvorn kostinn. Friðfinnur áætlar að útboðsferlið taki 4-6 mánuði og að smíðin geti tekið allt að tvö ár. „Við gerum okkur vonir um að skipið geti verið komið hingað síðsumars 2018, ef allt gengur eins og best verður á kosið.“Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/óskar p. friðrikssonNýja ferjan verður álíka stór og gamli Herjólfur en mun grunnristari auk þess sem skrúfubúnaður á að auðvelda skipstjórum að stýra henni við erfiðar aðstæður. Þannig sjá menn fram á að nýting Landeyjahafnar munu snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent, eftir aðstæðum, að sögn Friðfinns. „Það er mikil framför frá því sem nú er, þegar yfir sex mánuðir hafa fallið út, við verstu aðstæður.“ Áfram þarf samt að dæla úr Landeyjahöfn. Formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju telur þetta engu að síður það besta í stöðunni. „Okkur er ekki kunnugt um aðrar lausnir sem skila betri niðurstöðu,“ sagði Friðfinnur Skaftason. Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku. Tengdar fréttir Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45 Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Smíði nýs Herjólfs verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. Vonast er til að skipið verði komið í áætlun eftir rúm tvö ár og að nýting Landeyjahafnar fari upp í 80 til 90 prósent. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Friðfinn Skaftason, formann smíðahóps Vestmannaeyjaferju. Ný ferja átti upphaflega að vera tilbúin á sama tíma og Landeyjahöfn. Sex árum síðar er Alþingi búið að samþykkja útboð og smíðanefndin bíður ekki boðanna. „Við auglýsum útboð bara strax í næstu viku,“ sagði Friðfinnur.Friðfinnur Skaftason, formaður smíðahóps nýrrar Vestmannaeyjaferju.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í útboðinu er boðið upp á tvo valkosti, að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða samið um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða króna. Vegagerðinni er svo heimilt að ganga að hagkvæmasta tilboði í annan hvorn kostinn. Friðfinnur áætlar að útboðsferlið taki 4-6 mánuði og að smíðin geti tekið allt að tvö ár. „Við gerum okkur vonir um að skipið geti verið komið hingað síðsumars 2018, ef allt gengur eins og best verður á kosið.“Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/óskar p. friðrikssonNýja ferjan verður álíka stór og gamli Herjólfur en mun grunnristari auk þess sem skrúfubúnaður á að auðvelda skipstjórum að stýra henni við erfiðar aðstæður. Þannig sjá menn fram á að nýting Landeyjahafnar munu snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent, eftir aðstæðum, að sögn Friðfinns. „Það er mikil framför frá því sem nú er, þegar yfir sex mánuðir hafa fallið út, við verstu aðstæður.“ Áfram þarf samt að dæla úr Landeyjahöfn. Formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju telur þetta engu að síður það besta í stöðunni. „Okkur er ekki kunnugt um aðrar lausnir sem skila betri niðurstöðu,“ sagði Friðfinnur Skaftason. Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.
Tengdar fréttir Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45 Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45
Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01
Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent