Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2016 19:18 Smíði nýs Herjólfs verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. Vonast er til að skipið verði komið í áætlun eftir rúm tvö ár og að nýting Landeyjahafnar fari upp í 80 til 90 prósent. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Friðfinn Skaftason, formann smíðahóps Vestmannaeyjaferju. Ný ferja átti upphaflega að vera tilbúin á sama tíma og Landeyjahöfn. Sex árum síðar er Alþingi búið að samþykkja útboð og smíðanefndin bíður ekki boðanna. „Við auglýsum útboð bara strax í næstu viku,“ sagði Friðfinnur.Friðfinnur Skaftason, formaður smíðahóps nýrrar Vestmannaeyjaferju.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í útboðinu er boðið upp á tvo valkosti, að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða samið um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða króna. Vegagerðinni er svo heimilt að ganga að hagkvæmasta tilboði í annan hvorn kostinn. Friðfinnur áætlar að útboðsferlið taki 4-6 mánuði og að smíðin geti tekið allt að tvö ár. „Við gerum okkur vonir um að skipið geti verið komið hingað síðsumars 2018, ef allt gengur eins og best verður á kosið.“Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/óskar p. friðrikssonNýja ferjan verður álíka stór og gamli Herjólfur en mun grunnristari auk þess sem skrúfubúnaður á að auðvelda skipstjórum að stýra henni við erfiðar aðstæður. Þannig sjá menn fram á að nýting Landeyjahafnar munu snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent, eftir aðstæðum, að sögn Friðfinns. „Það er mikil framför frá því sem nú er, þegar yfir sex mánuðir hafa fallið út, við verstu aðstæður.“ Áfram þarf samt að dæla úr Landeyjahöfn. Formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju telur þetta engu að síður það besta í stöðunni. „Okkur er ekki kunnugt um aðrar lausnir sem skila betri niðurstöðu,“ sagði Friðfinnur Skaftason. Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku. Tengdar fréttir Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45 Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Smíði nýs Herjólfs verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. Vonast er til að skipið verði komið í áætlun eftir rúm tvö ár og að nýting Landeyjahafnar fari upp í 80 til 90 prósent. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Friðfinn Skaftason, formann smíðahóps Vestmannaeyjaferju. Ný ferja átti upphaflega að vera tilbúin á sama tíma og Landeyjahöfn. Sex árum síðar er Alþingi búið að samþykkja útboð og smíðanefndin bíður ekki boðanna. „Við auglýsum útboð bara strax í næstu viku,“ sagði Friðfinnur.Friðfinnur Skaftason, formaður smíðahóps nýrrar Vestmannaeyjaferju.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í útboðinu er boðið upp á tvo valkosti, að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða samið um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða króna. Vegagerðinni er svo heimilt að ganga að hagkvæmasta tilboði í annan hvorn kostinn. Friðfinnur áætlar að útboðsferlið taki 4-6 mánuði og að smíðin geti tekið allt að tvö ár. „Við gerum okkur vonir um að skipið geti verið komið hingað síðsumars 2018, ef allt gengur eins og best verður á kosið.“Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/óskar p. friðrikssonNýja ferjan verður álíka stór og gamli Herjólfur en mun grunnristari auk þess sem skrúfubúnaður á að auðvelda skipstjórum að stýra henni við erfiðar aðstæður. Þannig sjá menn fram á að nýting Landeyjahafnar munu snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent, eftir aðstæðum, að sögn Friðfinns. „Það er mikil framför frá því sem nú er, þegar yfir sex mánuðir hafa fallið út, við verstu aðstæður.“ Áfram þarf samt að dæla úr Landeyjahöfn. Formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju telur þetta engu að síður það besta í stöðunni. „Okkur er ekki kunnugt um aðrar lausnir sem skila betri niðurstöðu,“ sagði Friðfinnur Skaftason. Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.
Tengdar fréttir Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45 Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45
Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01
Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun