Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 13:30 Alexnder Petersson hefur átt magnaðan landsliðsferil. Vísir/Stefán Alexander Petersson er ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal í umspilsleikjum heima og að heiman um miðjan mánuðinn en í boði er farseðill á heimsmeistarakeppnina í Frakklandi í janúar á næsta ári. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi HSÍ í dag þar sem hópurinn var tilkynntur að Alexander gæfi ekki kost á sér í þetta verkefni. „Hvort hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik veit ég ekki,“ sagði Geir um örvhentu skyttuna. Geir sagðist hafa talað þrisvar sinnum við Alexander um verkefnið en á endanum ákvað hann að gefa ekki kost á sér. Aðspurður hvort um meiðsli væri að ræða eða aðrar ástæður svaraði Geir: „Það hefur verið gríðarlegt álag á honum en ástæðurnar eru ýmsar. Ég skil ákvörðun hans þó ég sé henni ekki sammála,“ sagði Geir Sveinsson nokkuð svekktur með að geta ekki beitt Alexander í þessum mikilvægum leikjum. „Þið verðið bara að spyrja hann nánar út í ástæður þess að hann gefur ekki kost á sér,“ bætti Geir við. Alexander hefur eins og undanfarin ár glímt við meiðsli á yfirstandandi leiktíð og verið nokkuð hvíldur hjá Rhein-Neckar Löwen sem stefnir hraðbyri að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli. Hann spilaði síðast landsleik gegn Króatíu á EM í Póllandi í janúar. Alexander hefur á löngum ferli með landsliðinu spilað 173 leiki og skorað 694 mörk. Hann var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM í Austurríki 2010. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Alexander Petersson er ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal í umspilsleikjum heima og að heiman um miðjan mánuðinn en í boði er farseðill á heimsmeistarakeppnina í Frakklandi í janúar á næsta ári. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi HSÍ í dag þar sem hópurinn var tilkynntur að Alexander gæfi ekki kost á sér í þetta verkefni. „Hvort hann sé búinn að spila sinn síðasta landsleik veit ég ekki,“ sagði Geir um örvhentu skyttuna. Geir sagðist hafa talað þrisvar sinnum við Alexander um verkefnið en á endanum ákvað hann að gefa ekki kost á sér. Aðspurður hvort um meiðsli væri að ræða eða aðrar ástæður svaraði Geir: „Það hefur verið gríðarlegt álag á honum en ástæðurnar eru ýmsar. Ég skil ákvörðun hans þó ég sé henni ekki sammála,“ sagði Geir Sveinsson nokkuð svekktur með að geta ekki beitt Alexander í þessum mikilvægum leikjum. „Þið verðið bara að spyrja hann nánar út í ástæður þess að hann gefur ekki kost á sér,“ bætti Geir við. Alexander hefur eins og undanfarin ár glímt við meiðsli á yfirstandandi leiktíð og verið nokkuð hvíldur hjá Rhein-Neckar Löwen sem stefnir hraðbyri að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli. Hann spilaði síðast landsleik gegn Króatíu á EM í Póllandi í janúar. Alexander hefur á löngum ferli með landsliðinu spilað 173 leiki og skorað 694 mörk. Hann var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM í Austurríki 2010.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti